Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1996, Qupperneq 38

Ægir - 01.10.1996, Qupperneq 38
Kveðja frá Skerplu Skerpla tók við útgáfu Ægis fyrir Fiskifélag íslands haustið 1993 og hefur gefið blaðið út síðan. Á þessum tíma hefur blaðið eflst geysilega og er orðið vinsælt, bæði meðal áskrifenda og aug- lýsenda, jafnframt því sem fjárhagsleg- ur rekstur þess hefur verið tryggður. Sömuleiðis hafa myndast tengsl milli viðskiptavina okkar og starfsfólks Skerplu sem við metum mikils. Það er því með eftirsjá sem við kveðjum nú áskrifendur Ægis, en orðið hefur að ráði að Fiskifélag fslands taki aftur við út- gáfu hans. Fyrir hönd samstarfsfólks míns hjá Skerplu vil ég senda áskrifend- um og öðrum viðskiptavinum okkar bestu kveðjur og þakkir fyrir ánægju- Iegan tíma. Myndin hér til hliðar var tekin af starfsfólki Skerplu á sjávarút- vegssýningunni í september síðastliðn- um. Á henni eru, talið frá vinstri: Sig- urlín Guðjónsdóttir auglýsingastjóri, Páll Ásgeir Ásgeirsson blaðamaður, Gróa Friðjónsdóttir skrifstofustjóri, Bryndís Helga Jónsdóttir sölustjóri, Ágústa Ragnarsdóttir grafískur hönnuð- ur og Þórarinn Friðjónsson fram- kvæmdastjóri. Þórarínn Fríðjónsson. 7000 Poly-lce toghlerinn Fyrirtækið J. Hinriksson ehf. framleiddi þann 31. október sl. sinn 7000 toghlera. Þessi hleri er af gerðinni T 10H-EIXV, en hann er 3200 kg og 9,7 fermetrar að stærð. Fyrstu toghlerar fyrirtækisins voru framleiddir árið 1968 og voru þeir úr tvöföldu járnbyrði með tré í millilagi. Síðan hefur framleiðslan verið látlaus og á hverju ári eru seld rúm- lega 1000 tonn af toghlerum. Stærsti markaður fyrirtækisins er innanlands, en útflutn- ingur í heild er þó meiri. Fyrstu toghlerarnir voru seldir úr landi árið 1972 og nú er framleiðslan seld til meira en 20 landa. Noregur er stærsti erlendi markaður fyrirtækisins og næst eru Færeyjar, Bretlandseyjar og Þýskaland, en tog- hlerar fyrirtækisins eru í notkun allt frá Kamtsjatka í Rúss- land til Ástralíu og frá Alaska til Suður-Ameríku. J. Hinriksson ehf. hefur hafið framleiðslu á flothlerum með tvöföldu byrði. Árið 1968 var tré notað milli byrða, en nú eru hlerarnir framleiddir með loftrými sem síðan er fyllt með frauðplasti. Þessir hlerar eru notaðir til uppsjávarveiða í flottroll. Á þessum tímamótum er J. Hinriksson ehf. að setja upp sitt eigið útibú í Mazatlán á Kyrrahafsströnd Mexíkó og er fyrsta Þoly-lce toghleraparið að líta dagsins Ijós þar um þessar mundir. 38 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.