Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1998, Page 40

Ægir - 01.01.1998, Page 40
Ferill Ásdísar Báturinn er númer 5 frá Vélsmiðjunni Stál í Seyðisfirði. Hann var smíðaður árið 1975 og afhentur í júlí sama ár Jóni Einarssyni á Raufarhöfn. Þá hét báturinn Hildur Stefánsdóttir ÞH 204. í janúar 1979 eignast Jón Tryggvason á Dalvík bátinn og gerði út undir nafninu Tryggvi Jónsson EA 26. Þor- leifur Guðmundsson í Þorlákshöfn gerði bátinn út frá Þorlákshöfn frá október 1982 og hét hann þá Kristín ÁR 101. Bassi ehf. núverandi eigandi, eignaðist bátinn í október 1989 og gerir hann út á rækju. Nokkrum sinnum hefur verið skipt um vél í bátnum. Hann kom með 200 hestafla Dorman vél sem skipt var út fyrir 280 hestafla Catepillar í febrúar 1980. Nú er Ásdís búin 365 hestafla Caterpillar aðalvél sem sett var í skipið í júlí 1996. Skipið nú - almenn lýsing Báturinn er endurbyggður úr stáli samkvæmt regium og undir eftirliti Siglingastofnunar íslands hjá Ósey hf. í Hafnarfirði og var afhentur í desem- ber 1997. Báturinn er sérhæft skip til veiða með rækjuvörpu og dragnót. Hann hefur eitt þilfar stafna á milli með fjögur vatnsþétt þverskipsþil und- ir þilfari. Báturinn er frambyggður með stýrishús á hvalbak og hefur þil- farsskýli bakborðsmegin sem tengist vélareisn rétt fyrir aftan mitt skip, en bakkaþilfari að framan. Hallanlegur toggálgi er á skut bátsins. Rými undir þilfari Undir þilfari er bátinum skipt með fjórum vatnsþéttum rýmum taiin frá stefni: stafnhylki fyrir sjó, botntankar fyrir ferskvatn, ofan á botntönkum er þurrrými fyrir ýmsan búnað, þá er lest, vélarúm er aftan við lestina og í skut eru tankar fyrir eldsneyti. 40 MCm

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.