Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1998, Blaðsíða 22

Ægir - 01.10.1998, Blaðsíða 22
um sem hefur haldið sér gangandi á leiguheimildum að ef allt slíkt er fyrir bí, þá er stór hluti bátaútgerðinnar bú- inn að vera/'segir Hallgrímur. Reglugerðirnar gera nýsmíðar hagkvæmari en breytingar „Afkoman í bátaflotanum hefur verið betri síðustu tvö til þrjú árin og er hjá mörgum ágæt í dag," svarar Hallgrím- ur spurningunni um fjárhagslega stöðu bátaútgerðarinnar. „Það standa allir frammi fyrir því að verða að ná hámarksarði út úr þeim takmarkaða afla sem má koma með að landi og í bátaflotanum eru breytingarnar að ganga yfir á sömu forsendum og hjá öðrum í útgerð á Islandi. Betri gæðum fylgja hærri verð og það er drifkraftur- inn í breytingunum en þær gerast bara seinna hjá bátaútgerðinni en hjá öðr- um," segir Hallgrímur. Hann rifjar upp að á undanförnum árum hefur Ósey breytt mörgum skipum en eftir reglu- gerðarbreytingar er hagkvæmara fyrir útgerðirnar að horfa til nýsmíða. „Ég get þar af leiðandi ekki sagt að við munum í framtíðinni einbeita okkur að nýsmíðum fyrir bátaflotann. Þessa stundina gera reglugerðirnar að verkum að nýsmíðar eru hagkvæmari kostur en miklar breytingar. Þessu fylgjum við eftir og bjóðum góðar lausnir í nýsmíði en ef reglugerðunum verður breytt síðar þá verður bara að koma í ljós til hvers þær breytingar leiða. Sem betur fer eru margar sterkar bátaútgerðir til í landinu og menn sem hafa mikla framsýni og kjark og vilja standa í fremstu röð á hverjum tíma. Þessir aðilar sjá að þeir verða á endanum að endurnýja bátana og áhuga þeirra viljum við fylgja eftir." Vinduframleiðsla Óseyjar með sterka stöðu Ósey var stofnuð árið 1987 og er í eigu Hallgríms Hallgrímssonar, Daníels Sig- urðssonar og Þórarins Guðmundsson- ar sem allir vinna við fyrirtækið. Á sín- / smiðju Óseyjar. Undanfarin ár hefur fyr- irtœkið sótt í sig veðrið í framleiðslu á vindubúnaði og náð góðri markaðshlut- deild. um tíma keyptu þeir eignirnar við Hvaleyrarbrautina, þ.e. húsnæði og dráttarbraut, af íslandsbanka eftir að fyrirtæki sem starfaði áður í húsunum hafði farið á hausinn. Verkefnin hjá Ósey snúast fyrst og fremst unt bátaflotann á Snæfellsnesi og við Faxaflóann, breytingar báta, lagfæringar og nú nýsmíðar. Hliðar- grein fyrirtækisins, eða öllu heldur önnur uppistaðan í rekstrinum, hefur um margra ára skeið verið framleiðsla á togvindum fyrir skip og báta og hef- ur sú framleiðsla skapað um helming teknanna. „Ég tel að við höfum náð um 80% af vindumarkaðnum fyrir bátaflotann hér á landi og síðan höfum við seit lít- illega af vindum erlendis. Frá okkur fóru vindur í skip í Hollandi í sumar og erlendis eru að mínu mati meiri tækifæri fyrir hendi, en við ætlum okkur að halda betur utan um það sem við erum að byggja upp hér heima áður en við fö.rum af krafti í út- flutning. Hann kemur kannski síðar sem aukabónus," segir Hallgrímur og brosir. Form fyrirtækisins gerir gæfumuninn Það vekur athygli að Ósey var stofnuð í upphafi hnignunartímabils skipa- smíðanna hér á landi, þess tíma sem kostaði mörg fyrirtækjanna í greininni lífið. Lykilinn að því að lifa af segir Hallgrímur vera að frá fyrsta degi hafi eigendurnir sett sér það markmið að starfsemin yrði einvörðungu í kring- um járniðnaðarhlutann en síðan hefur Ósey átt samstarf í verkum við önnur fyrirtæki, t.d. á sviði trésmíði, rafvirkj- unar og annarra verkþátta sem til- heyra skipasmíðinni. „Við höfum á þennan hátt haldið okkur við fastan kjarna járniðnaðar- manna en boðið alla aðra verkþætti út frá okkur. Fyrsta stóra verk okkar sem á þetta reyndi var árið 1989 og síðan þá hafa samstarfsaðilarnir verið nánast þeir sömu, þ.e. Sínus, Rafboði, Tré- smiðjan Brirn, Vélsmiðjan Orri og Vél- smiðjan Bjarmi. Hönnunin hefur verið í höndurn SVT í Keflavík og þannig hefur myndast kjarni samstarfsfyrir- tækja sem mætast í sameiginlegum verkum en skapa sér hvert fyrir sig önnur verkefni. Þetta fyrirkomulag hefur reynst okkur hjá Ósey vel og hlýtur að vera leiðin til árangurs, að minnsta kosti ef ég tek mið af því að núna eru margir samkeppnisaðila okk- ar að fara svipaðar leiðir. Þegar greinin er jafn sveiflukennd og raun ber vitni þá hentar þetta fyrirkomulag mjög vel," segir Hallgrímur. Hjá Ósey starfa 33 menn í dag en segja má að í daglegum störfum séu um 50 menn á svæðinu, þ.e. starfs- menn Óseyjar og samstarfsfyrirtækja. „Ég get ekki kvartað undan afkom- unni á þessum 10 árum sem við höf- um rekið fyrirtækið. Að minnsta kosti hefur okkur ekki ennþá tekist að tapa á þessum rekstri og veltuaukning hef- ur að jafnaði verið um 20% milli ára og var á síðasta ári um 250 milljónir króna. En það þarf gott aðhald í þess- um rekstri," svarar Hallgrímur Hall- grímsson lokaspurningunni. 22 M3HR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.