Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1999, Síða 15

Ægir - 01.08.1999, Síða 15
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Páll í Vísi gerði um stund hlé á löndun úr Vísisbátnum Frey og stillti sér upp á bryggjunni í Grindavík við kör merkt fyrirtaskjunum tveimur sem nú tilheyra rekstri fjölskyldu hans, þ.e. Vísi hf. og Búlandstindi hf. Þegar myndin var tekin var ekki til komin nýjasta vinnslan sem fyrirtoekið á hlut í, þ.e. Fiskvinnslan Fjölnir hf. á Þingeyri. an tók ég Báruna KE fyrir Einar Sig- urðsson. Því næst keypti ég línubátinn Farsæl og gerði hann út þangað til hann sökk undan mér og í kjölfar þess komu til kaupin á fyrirtækinu Sævík hér í Grindavík og bát með nafninu Vísi, sem fylgdi fyrirtækinu. Jafnhliða komu svo Ásgeir Lúðvíksson og Krist- mundur Finnbogason að rekstrinum sem eigendur og saman rákum við fyr- irtækið, sem fékk nafnið Vísir sf. og síðar Vísir hf., og byggðum það upp. Árið 1970 seldi Kristmundur okkur sinn hlut en árið 1989 keyptum við hlut Ásgeirs og þar með vorum við orðin ein eigendur að fyrirtækinu og höfum verið síðan," segir Páll, þegar við setjumst niður með þeim hjónum Páli og Margréti á heimili þeirra í Grindavík. Öllum hollt að kynnast erfiðleikatímabilum Allt frá því Vísir hóf starfsemi árið 1965 og til dagsins í dag hafa línu og netaveiðar verið aðal útgerðarformið og saltfiskvinnsla borið uppi vinnsl- una í landi, ef frá er talið stutt tímabil þegar fiskurinn var fluttur út í gám- um. Páll heldur því óhikað fram að betra sé að ráðast í útgerð í dag en var árið 1965 - þrátt fyrir kvótakerfið. „Margir þeirra sem eru að reyna að komast af stað í útgerð í dag byrja á því að skammta sér há laun en svelta útgerðina og eiga því ekkert til að byggja fyrirtækin upp. Þetta þekktist ekki á uppbyggingarárum okkar. Þá fóru peningarnir í að byggja fyrirtækið upp og kröfurnar snerust ekki um annað en hafa nóg að gera og geta framfleytt fjölskyldunni. Menn kunna ekki að meta velgengni í rekstri nema þeir hafi kynnst alvöru erfiðleikatíma- bilum," segir Páll og undir þetta tekur Margrét. „Okkur þótti það ekki tiltökumál að hafa fimm börnin lítil á verbúðinni yfir fiskhúsinu innan um innlenda og erlenda verkamenn, sem flestir komu frá Grænlandi og Færeyjum. Vertíðirn- ar voru samfellt vinnutímabil og unn- ið stærstan hluta sólarhringsins þannig að börnin kynntust því í upp- eldinu að vinnan var sjálfsagður hluti af lífinu," segir Margrét. Saltfiskvinnsla engin sæla í dag Páll minnir á að það komi alltaf sveifl- ur í sjávarútvegi, hvort heldur eru í veiðum eða á mörkuðum. Hann neitar því að það tímabil þegar gámaútflutn- ingur var sem mestur hafi verið tíma- bil uppgjafar í landvinnslunni. Stað- reyndin sé einfaldlega sú að á þessum tíma hafi komið mikil niðursveifla í saltfiskafurðir og því hafi gámaútflutn- ingur verið hagstæðari. Síðan hafi þetta snúist við en af og til búi saltfisk- vinnslan við óhagstæða markaði. „Það er til dæmis ekkert auðvelt að salta í dag og það eina sem heldur salt- fiskvinnslum gangandi er að þær búi yfir kvóta og geti nýtt hann sjálfar. Við gætum ekki saltað fisk og keypt eingöngu af mörkuðum - afurðaverðið stendur ekki undir slíku. En svo kemur aftur timabil þegar meira fæst fyrir saltfiskafurðir og þannig gengur þetta og hefur alltaf gert. Ég hef horft upp á menn hlaupa úr einu útgerðarforminu í annað og úr einu vinnsluforminu í annað en hjá okkur í Vísi hefur alltaf verið byggt á gamalgrónum útgerðar- og vinnsluháttum og þolinmæðin hefur ráðið ferðinni. Sú stefna hefur reynst okkur vel," segir Páll. „Vil ráða þar sem ég er!“ Páll segir að með árunum hafi Vísir vaxið úr grasi og fyrirtækið aukist að umfangi. Hann fer ekki leynt með að hann hafi sett sér að byggja upp fyrir- tækið til að börnin gætu tekið við, enda fóru synirnir tveir á sjóinn þegar þeir höfðu aldur til og tóku af fullum krafti þátt í rekstrinum. Þó dæturnar ÆCm 15 Jóhann Ólafiir Halldórsson

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.