Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 17

Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 17
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Innkoma Vísis í Búlandstind á Djúpavogi síðastliðinn vetur: Markmiðið fyrst og fremst að efla fiskvinnsluna á staðnum - segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis Pétur Hafsteinn Pálsson fyrir framan Búlandstind hf. Undanfarna mánuöi hefur verið unnið aö 1500 fermetra viðbyggingu viö Búlandstind hf. og því ekki að sjá að œtlunin sé að draga úr þeirri starfsemi fyrirtœkisins. Varla er hœgt að segja að mikið hafi farið fyrir Vísi hf. í Grindavík í fjölmiðlaumraeðunni fyrr en um síðustu áramót þegar fyrirtœk- ið réðst í kaup á meirihluta Bií- landstinds hf. á Djúpavogi og tók við daglegri stjórn fyrirtœkisins. Fjöl- miðlaumfjöllun í kjölfarið varð mjög mikil en Vísismenn sögðu frá fyrsta degi að œtlunin vœri að efla fisk- vinnsluna á Djúpavogi, hœtta fryst- ingu á fiski í húsunum á Breiðdalsvík og Djúpavogi og taka þess í stað upp saltpskvinnslu á Djúpavogi með lík- um hœtti og fyrirtœkið starfrœkir í Grindavík. Pétur Hafsteinn Pálsson, stjórnarformaður Búlandstinds og framkvœmdastjóri Vísis, segir að Djiípivogur hafi hentað fyrirtœkinu afskaplega vel vegna þess að bátar Vísis hf. sœki mikið á miðin fyrir suð- austan landið og því sé lientugt að taka aflann þar á land og vinna hann. Strax eftir að Vísir tók við Bú- landstindi var frystitogarinn Sunnu- tindur seldur og sömuleiðis fiskimjöls- verksmiðja á Djúpavogi. í stað frysti- togarans voru keyptir tveir síldarbátar og ætlunin er að saltfiskvinnsla verði uppistaðan í vinnslunni á Djúpavogi en auk þess síldarvinnsla á haustin. í vor var hafist handa við 1500 fermetra viðbyggingu við hús Búlandstinds og mun nýja húsið skapa saltfisk- og síld- arvinnslunni betri aðstöðu. Sömuleið- is hefur Búlandstindur stofnað dóttur- fyrirtæki um fiskmarkað á Djúpavogi þannig að óhætt er að segja að hjólin hafi snúist mjög hratt frá því Vísis- menn tóku við stjórnartaumum í hjarta atvinnulífsins á staðnum. Búlandstindur sérhæfður í fram- leiðslu á saltfiskflökum „Það var leitað til okkar um að koma að rekstri Búlandstinds en við höfðum orðað það fyrir nokkrum árum að það hentaði okkur ágætlega að setja niður starfsemi á Djúpavogi vegna nálægðar við mið okkar skipa. Við sáum strax ákveðna möguleika á að færa Bú- landstind hf. að þeirri vinnslu sem við þekktum en það var ekki vafi í okkar huga að samsetning eigna fyrirtækis- ins var sá þáttur sem skapaði mesta vandann. Kvótinn var alltof lítill mið- að við þær vinnslur sem fyrirtækið var að reka og þess vegna urðum við að hætta vinnslu á Breiðdalsvík og selja bæði frystitogarann og fiskimjölsverk- smiðjuna til að gera fyrirtækið rekstr- arhæft á ný. Við erum mjög ánægðir með þá niðurstöðu sem varð með fiskimjölsverksmiðjuna og hún á von- andi eftir að vaxa og dafna hér á staðnum. Fyrirtækin þurfa hvort á öðru að halda og koma til með að vinna saman í framtíðinni. Hvað varðar saltfiskvinnsluna þá höfum við eingöngu flatningu í Grindavík en hér á Djúpavogi ætlum við að framleiða saltfiskflök og sér- ÆGIR 17 fóhann Ólafur Halldórsson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.