Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1999, Page 13

Ægir - 01.10.1999, Page 13
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI „Ef ég tek fjölskyldufyrirtækin sem dæmi þá er oft vænleg leið fyrir þau að fá í byrjun skráningu á vaxtarlista VÞÍ en þar eru ekki eins ströng skilyrði um hluthafafjölda og gerist á aðallist- anum. Félögin þurfa að sýna fram á um 80 milljóna króna markaðsverð- mæti og að a.m.k. 25% hlutafjár dreif- ist meðal almennra fjárfesta. Verð- mætakröfunni held ég að flest fyrir- tæki í alvöru rekstri nái auðveldlega en það er eignarákvæðið sem hefur reynst meiri þröskuldur," segir Gunn- ar. En það er ekki nóg að uppfylla áð- urnefnd skilyrði. Stjórn VÞÍ tekur af- stöðu til skráningar nýrra fyrirtækja hverju sinni og þarf þá að líta til hags- muna og almennings og verðbréfa- markaðarins. Þannig gætu komið upp þau tilvik að stjórnin vísi félögum frá, t.d. ef þau eru ekki talin rekstrarvæn- leg. Verðbréfamarkaðurinn er því ekki leið út úr rekstrarvanda heldur kannski miklu fremur leið sem góður rekstur opnar fyrirtækjum. Keppikefli að komast inn á aðallista VÞÍ Segja má að munurinn á vaxtarlista og aðallista VÞÍ sé í grunninn ekki veru- legur og eru báðir listarnir fullgildir kauphallarlistar í samræmi við tilskip- anir ESB á því sviði. Eins og áður segir stíga fyrirtæki gjarnan sín fyrstu skref á markaðnum með skráningu á vaxt- arlistanum en fá síðan skráningu á að- allista, þar sem er að finna fyrirtæki með mikinn fjölda hluthafa og virkari verðmyndun. „Verið getur að sumum finnist það meiri virðingarsess fyrir fyrirtæki að ná inn á aðallistann. Án þess að nokkrar reglur séu fyrir hendi þá finnst mér ekki ólíklegt að sumir stærri fjárfestar setji sér þá viðmiðun að kaupa aðeins í fyrirtækjum á aðall- ista þannig að það er fyrirtækjunum mikið keppikefli að ná þangað," segir Gunnar Halldórsson. viðskipti með þau. Útgefendur verð- bréfa óska eftir skráningu verðbréfa á þingið. Þrjár tegundir verðbréfa eru skráðar; hlutabréf, skuldabréf og hlut- deildarskírteini verðbréfasjóða. Verðbréfaþing rekur tölvuvætt við- skipta- og upplýsingakerfi þar sem við- skipti með skráð verðbréf fara fram en VÞÍ stundar ekki viðskipti sjálft. Segja má að VÞÍ sé hlutlaus umsjónaraðili með verðbréfamarkaðnum og gæti þess að lög og reglur séu haldnar þannig að heilbrigður verðbréfamark- aður geti þrifist. Þingið mótar leikregl- ur sem fyrirtæki þurfa að uppfylla til að fara inn á markaðinn og jafnframt þurfa fyrirtækin að tilkynna Verð- bréfaþingi um allar þær ákvarðanir sem teknar eru í daglegum rekstri og geta snert gengisþróun í viðskiptum með hlutabréf þeirra. Opnar leið fyrir fjölskyldufyrirtækin Ein af vinsælustu setningum í ölduróti viðskiptanna og samrunaferlinu í sjáv- arútveginum er þessi: „Stefnt er að skráningu fyrirtækisins á Verðbréfaþing." Ástæður þessa eru fjölþættar. Ein er sú að með markaðsskráningu gefst t.d. eigendum fjölskyldufyrirtækja tæki- færi til að losa um sínar eignir, í öðr- um tilfellum meta eigendur fyrirtækja það svo að markaðsskráning sé væn- legasta Ieiðin til að viðkomandi fyrir- tæki geti vaxið og dafnað. í enn öðr- um tilfellum vilja menn koma sínum fyrirtækjum í kastljós, njóta þeirrar viðurkenningar sem því fylgir eiga fyr- irtæki með skráningu á Verðbréfaþingi og bíða tækifæranna til hagstæðra sameininga við önnur fyrirtæki. Gutmar Halldórsson, starfsmaöur VÞÍ. aðallista Verðbréfaþings íslands." „Virðingarsess fyrir fyrirtœki að ná inn AGIR 13

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.