Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1999, Síða 15

Ægir - 01.10.1999, Síða 15
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI lega sé hægt að finna galla á hinum stóru fyrirtækjum, ekkert síður en hin- um minni. „Á árum áður var myndin sú að það voru þekktir útgerðarkóngar í hverju byggðarlagi og í kringum þá fjölskyldur og ættir sem áttu mikið undir sér. Þar af leiðandi fylgja því til- finningaleg átök þegar breitt er yfir í umhverfi nútímans þar sem hugsun númer eitt er hagkvæmur rekstur fyrir- tækjanna. Þessi fyrirtæki voru nánast eingöngu rekin með hag byggðarlags- ins að leiðarljósi þar sem hugtökin arð- ur og framleiðni voru óþekkt. Mér finnst mjög skiljanlegt að þessi breyt- ing taki sinn tíma og að henni fylgi til- finningalegt átök en ég tel mig merkja að breytingin sé þegar gengin yfir hjá flestum af þekktari sjávarútvegsfyrir- tækjunum," segir Guðjón. Enn er óplægður akur Guðjón sér fyrir sér að fyrir utan áfram- hald samrunahrinu sjávarútvegsfyrir- tækjanna, sem þegar eru komin inn á hlutabréfamarkaðinn, sé ekki ólíklegt að til geti orðið ný og stór fyrirtæki þar sem mörg millistór fyrirtæki muni sam- einast undir einum hatti. „Að mínu mati," segir Guðjón, „eig- um við eftir að sjá 4-6 stór fyrirtæki í sjávarútveginum í framtíðinni en milli- stóru félögin eiga samt sem áður eftir að leika stórt hlutverk í greininni. At- hyglin beinist að hinum stóru og ég sé fyrir mér að ÚA og HB eigi eftir að sam- einast og á ^íðari stigum renni Síldar- vinnslan inn í það félag. Einnig er fjár- festing Þormóðs ramma-Sæbergs hf. í Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru hf. ákveð- in vísbending um samruna og ég tel að við eigum eftir að sjá eitthvað gerast þar innan skamms. Ekki má gleyma að eignarhluta Granda í Þormóði ramma- Sæbergi er um 17% og útiloka ég ekki að þau fyrirtæki geti átt samleið. Kaup Samherjasamstæðunnar á eigin bréfum er hugsanlega liður í yfirtöku á öðru sjávarútvegsfyrirtæki. Miðað við núverandi lög um stjórn- un fiskveiða er einstöku félagi ekki heimilt að ráða yfir meira en 10% af út- hlutuðum þorskkvóta og því geta þessi lög komið í veg fyrir frekari hagræð- ingu í sjávarútvegi. Ég tel það aðeins tímaspursmál hvenær stjórnmálamenn átta sig á því óhagræði sem felst í lög- gjöfinni og breyti í takt við þá framþró- un sem hefur átt sér stað í sjávarútveg- inum. Ég tel samrunaferlið hvergi nærri á enda runnið og ég get bara bent á Eyj- arisann svokallaða og SÍF-ÍS sem dæmi. Það eru markverðustu leikirnir á fyrir- tækjamarkaðinum í sjávarútvegi á þessu ári - að minnsta kosti enn sem komið er," segir Guðjón Sævarsson hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum. Samruni fjögurra fyrirtækja í Eyjarisann svokallaða telst til markverðari fyrirtækjasameininga hér á landi í ár: „Hrföi verið óframkvæmanlegt án hlutabréfamarkaðarins“ - segir Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri ísfélagsins Þó árið 1999 sé ekki liðið þá má fullvíst telja að það er þegar orðið eitt tíðindamesta árið hvað snertir eignarhald á sjávarútvegsfyrirtækjum síðan virkur hlutabréfamarkaður komst á hérlendis. Hæst ber sameiningu SIF og ÍS en hræringar hafa líka verið í Básafelli, Skagstrendingi, ÚA, SH og síðast en ekki síst ber að nefna hinn svokallaða Eyjarisa. Þar renna saman tvö rótgróin Eyjafyrirtæki í eitt, þ.e. Vinnslustöðin hf. og ísfélagið hf. og taka með sér Krossanes hf. og Ósland hf. inn í samrunann. Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri ísfélagsins, segir að samruni þessara fyrirtækja hefði líkast til ekki orðið ef ekki hefði verið fyrir hendi virkur hlutabréfamarkaður. „Samruni fyrirtækjanna miðast við 1. september 1999 en við gerum ráð fyrir að í byrjun desember verði haldnir hluthafafundir í fyrirtækjunum fjórum þar sem gengið verði frá samrunanum," segir Sigurður. „Svona samruni getur verið nokkuð flókinn en hann hefði örugglega ekki verið framkvæmanlegur ef hlutabréfamarkaður hefði ekki verið kominn til sögunnar. Ég held að hlutabréfamarkaðurinn sé orðinn nokkuð þroskaður og hann gefur tækifæri til enn stærri sameininga í framtíðinni en með því fororði þó að fyrirtæki eru samkvæmt lögum bundin að því hversu mikið þau mega eiga í kvóta í einstökum tegundum. Þar liggja takmarkanirnar.“ Þessir tveir stjómendur úr Eyjum hafa í nœg hom að líta við að koma heim og saman samruna fjögurra fyrirtcekja í eitt. Til vinstri er Sigurgeir Brynjar Krist- geirsson, framkvœmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum og til hœgri er Sigurður Einarsson, fram- kvœmdastjóri ísfélagsins hf. í Eyjum. NGIR 15

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.