Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1999, Page 20

Ægir - 01.10.1999, Page 20
M arkaðsvœðing sjávarútvegsins Oskynsamlegt að setja takmörk á kvótaeign fyrirtækja - segja Heiðar Már Guðjónsson og Ægir Páll Friðbertsson, hjá Fyrirtœkjum og mörkuðum Islandsbanka „Það sem stendur íslenska sjávarútvegsmarkaðnum fyrir þrifum eru hömlur við fjárfest- ingu erlendra aðila í íslenskum sjávaríítvegi. Þetta skekkir samkeppnisstöðu sjávarítvegs við önnur fyrirtceki hér á íslandi," segja viðmcelendur Ægis hjá F&M íslandsbanka. Hjá íslandsbanka er starfrcekt sérstök deild wtdir nafhinu Fyr- irtœki og markaðir, F&M, þar sem veitt er fjölþœtt fjármálaþjónusta við stœrri fyrirtœki. Undir þetta svið heyra daglega stór sem smœrri mál sem tengjast sjávanítvegsfyrirtœkj- um, jafnt mál sem snerta daglega peningastjórnun sem og verðbréfavið- skipti. Fleiðar Már Guðjónsson, verð- bréfamiðlari hjá F&M, og Ægir Páll Friðbertsson, viðskiptastjóri hjá F&M, þekkja glöggt til sjávaríitvegs- ins ígegnum sín starfssvið og telja einsýnt að fyrirtœki geti sótt sér meiri og víðtcekari fjármálaþjónustu til banka en áðnr var. Þeir telja mark- aðsvœðinguna á fullri ferð ígreininni og að fjármagnið krefjist þess að fyrirtœki stœkki. Á hinn bóginn fari ákvœði um hámarkskvótaeign ein- stakra fyrirtœkja að hindra framþró- unina oggera greinina óhagkvœmari en ella gœti verið. „Hvað stærri viðskiptin varðar þá höfum við hjá F&M þjónustað stærri félögin og séð um að hnýta saman fjármögnun fyrir þau og séð um hluta- bréfakaup í tengslum við endurskipu- lagningu, þegar á slíku hefur þurft að halda. Sem dæmi um slíkt má nefna Hraðfrystihúsið-Gunnvöru hf. þar sem Islandsbanki kom að málum," segir Ægir Páll. Sérþekking í bönkunum Þeir Heiðar og Ægir Páll segja að í rekstri fyrirtækja í dag bjóðist mun víðtækari og betri fjármálaþjónusta en áður gerðist. Sérfræðiþekkingu í fjár- 20 MjIR -------------------------- málum sé að finna inni í bönkum og fjármálafyrirtækjum og hana geti fyrir- tæki nýtt sér en minnkað um leið þörfina fyrir að ráða inn í fyrirtækin sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum fjármála. „Það hefur orðið á 3-4 ára tímabili mikil útvíkkun á þjónustu bankanna við fyrirtækin, hvað þetta varðar," segja þeir Heiðar og Ægir Páll. - Færir þessi breyting meiri fjár- málaaga inn í fyrirtækin? „Ég held að það sem færi mestan aga inn í fyrirtækin sé markaðsvæð- Þorgeir Baldursson

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.