Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1999, Síða 21

Ægir - 01.10.1999, Síða 21
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Ægir Páll Friðbertsson og Heiðar Már Guðjónsson, starfsmenn Fyrirtœkja og Markaðar hjá íslandsbanka. „Fjármagnið þrýstir á stœkkun fyrirtœkja í sjávaríitvegi, hvort heldur þar verður um að rœða sameiningar eða kaup fyrirtækja hver á öðru." ingin sjálf, þ.e. skráning fyrirtækjanna á verðbréfamarkað. Þá eru fyrirtækin að fara með fé annarra og aðhaldið verður allt annað en þegar menn eru að fara með eigið fé," svarar Heiðar og Ægir Páll bætir við að eftir því sem þekkingin aukist inni í fjármálastofn- unum þá greini starfsmenn þeirra bet- ur hvaða fyrirtæki séu vel rekin og hver ekki. Síðan fái fyrirtækin við- skiptakjör í samræmi við þetta mat. Hagkvæmara til lengri tíma litið að leita eftir fjármagni á markaði Heiðar og Ægir Páll segja að ef fyrir- tæki þurfi á fjármagni að halda til fjár- festinga eða vegna t.d. stækkunar þá sé til lengi tíma litið hagkvæmari kost- ur fyrir vel rekin fyrirtæki að sækja sér fjármagn með markaðsvæðingu frem- ur en lántöku. Hin „pólitíska" ákvörð- un í fyrirtækjunum snúist um vilja eigendanna til markaðsvæðingar. „En þetta fer þó mikið eftir aðstæð- um hverju sinni. Ef ríkjandi er meðbyr á hlutabréfamarkaði þá getur verið hagkvæmt að gefa út ný hlutabréf. Ef vextir eru mjög lágir getur verið hag- kvæmara að gefa út skuldabréf þannig að það er ekki hægt að gefa eina al- hliða formúlu fyrir því hvemig hag- kvæmast er að vinna. Eitt af því sem fyrirtæki geta gert þegar þau ráðast í fjárfrek verkefni er að gefa út nýtt hlutafé og kaupa það síðan til baka þegar verkefnum er lokið. Þetta hefur ekki verið gert hér á landi en er einn af möguleikunum sem bjóðast," segir Heiðar. Hömlur á fjárfestingu erlendra aðila standa greininni fyrir þrifum Þrátt fyrir kröftuga innkomu fjármála- stofnana á íslenska hlutabréfamarkað- inn telja þeir Heiðar og Ægir Páll ekki ástæðu til að ætla að áhugi fyrir hluta- bréfum í sjávarútvegsfyrirtækjum fari dvínandi. „Það sem stendur íslenska sjávarút- vegsmarkaðnum fyrir þrifum eru hömlur við fjárfestingu erlendra aðila í ísienskum sjávarútvegi. Þetta skekkir samkeppnisstöðu sjávarútvegs við önnur fyrirtæki hér á landi sem hafa fleiri möguleika til fjármögnunar en sjávarútvegsfyrirtæki en að öðru leyti teljum við að innient fjármagn sé nægjanlegt til að fjármagna sjávarút- veginn eins og hann er í dag. Við sjáum líka fyrir okkur að fjár- binding í sjávarútvegi geti minnkað. Vissulega eru miklir fjármunir bundnir í sjávarútvegi í dag og við sjáum gríð- arlega mikið af framleiðslutækjum sem ekki nýtast til fulls. Þess vegna er á næstunni kannski miklu meiri þörf fyrir að færa fjármagnið til þannig að framleiðslutæki nýtist betur, þ.e. að halda áfram hagræðingarferlinu. Þrátt fyrir að hagræðing hafi verið mikil í sjávarútvegi á undanförnum árum þá er langt í land með að henni sé lokið." - Þið eruð þá að tala um hagræð- ingu með því móti að fyrirtæki sam- einist hvert öðru. „Við erum að tala um stækkun fyr- irtækja, hvort heldur með samein- ingu, kaupum eða samvinnu. Ef við skoðum milliuppgjör 11 sjávarútvegs- fyrirtækja sem eru bæði í útgerð og vinnslu og voru á einnig á markaðn- um í fyrra, þá var hagnaður þeirra fyrstu sex mánuði ársins, fyrir fjár- magnsliði og skatta, um 1700 milljón- ir króna. Skuldir sömu fyrirtækja eru samanlagt um 30 milljarðar. Ef við gefum okkur að þegar upp verði staðið í árslok verði hagnaður fyrirtækjanna í heild um 3 milljarðar fyrir fjár- magnsliði og skatta þá er það sú tala sem skilar sér upp í 30 milljarða skuld- ir. Eftir stendur allt hlutaféð sem er að markaðsvirði 50 milljarðar og þetta segir okkur að fjármagnið hlýtur að krefjast þess að hagrætt verði í grein- inni. Ef 2 milljarðar af þriggja millj- arða hagnaði fara til að borga af lán- um þá stendur eftir einn milljarður fyrir hluthafa upp í 50 milljarða króna markaðsverðmæti og því hlýtur að vera búið að verðleggja inn í sjávarút- veginn ansi miklar væntingar um mikla hagræðingu. Krafan hlýtur að vera sú að fyrir- tækin stækki vegna þess að hag- AGiIR 21

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.