Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1999, Blaðsíða 31

Ægir - 01.10.1999, Blaðsíða 31
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Sjávarúvegsráðheira á Fiskiþingi: Grein sem tala þarf einni röddu /’mínum liuga er skýrt að sífellt fleiri úrlausnarefni íslensks sjávar- útvegs krefjast þess að greinin tali einni röddu. Því er mikilvœgt að Fiskifélagið, sem sameiginlegur vett- vangur hagsmunaaðila í sjávarút- vegi, styrki sig enn frekar í náinni framtíð. Umhverfis- frceðslu- og menntamál eru verkefni sem at- vinnugreinin verður að vera sani- mála um hvernig skuli leysa. Eitinig hlýtur það hlutverk Fiskifélagsitis, að móta stefnu greinarittnar og fylgja henni eftir, að vera mikilvœgt," sagði Árni Mathiesen, sjávarútvegsráð- herra í ávarpi síttu við upphaf58. Fiskiþings, setti haldið var fyrir skömmu. Yfirskrif Fiskiþings að þessu sinni var Sjávarútvegur: Alþjóðasanmingar og umhverfismál. Um þetta voru flutt er- indi á þinginu og að því loknu störf- uðu vinnunefndir þingsins og skiluðu á seinni degi þingsins af sér verki sínu sem sett hefur verið saman í eina yfir- lýsingu og birtist hún hér í næstu opnu Ægis. Alþjóðlegar kröfur og umhverfi Sjávarútvegsráðherra ræddi um alþjóð- lega tengingu sjávarútvegsins í erindi sínu og taldi hann fiskvinnsluna hér á landi lengst komna í aðlögun að al- þjóðlegum kröfum og umhverfi. „Hugmyndir um rétt neytenda og neytendavernd eru mönnum ekki sér- staklega tamar hér á landi, ástæðan er vafalítið smæð markaðarins og nálægð framleiðenda og kaupenda. Ég hef sagt að fiskvinnslan sé líkast til sú grein sem er einna lengst komin við að Ámi Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, flyt- ur ávarp sitt á Fiskiþittgi. svara slíkum kröfum, því hún vinnur í alþjóðlegu umhverfi að þessu leyti. En þótt sjávarútvegurinn svari þannig vel því sem farið er fram á í reglugerðum viðskiptalandanna, er björninn ekki unninn. í lögum og reglugerðum, eru bundnar þær reglur sem samfélagið hefur komið sér saman um að eigi að gilda. í ljósi þess finnst mér það hljóti að vera meginhlutverk Fiskifélagsins að fylgjast með og bregðast við nýjum hugmyndum á sjávarútvegssviðinu. Fylgjast með framgangi þeirra og hafa áhrif á það, hvort og hvenær þær þró- ast. Ég er ekki að tala um varðstöðu nema að litlum hluta, ég tel að félagið eigi fyrst og fremst að vera skapandi og mótandi," sagði ráðherrann. 58. Fiskiþing Fiskifélag íslands Mótaðar verði siðareglur íslensks sjávarútvegs Árni taldi mikilvægt að íslenskur sjáv- arútvegur setji sér siðareglur og til- kynnti um leið um erindi sem hann hefur sent Fiskifélagi íslands þar sem hann hvetur félagið til að koma á fót starfshópi til að móta siðareglurnar. Hét ráðherrann um leið fjárhagslegum og faglegum stuðningi sjávarútvegs- ráðuneytisins við verkefnið. „Mín tillaga er því að greinin móti sér eigin sýn í umhverfismálum, marki sér stefnu og setji fram skýra aðgerðar- áætlun. Hún setji þannig þær reglur sem hún vill sjálf vinna eftir. Þær verði til viðbótar við reglur stjórnvalda og nái jafnvel yfir enn stærra svið," sagði Árni. „Það er auðvitað rétt að sjávarút- vegur gengur út á að veiða og vinna fisk, en ég held að það sé nauðsynlegt að við gerum okkur skýra grein fyrir, að fiskur keppir við margskonar mat- vöru þar sem framleiðendur eru með umfangsmikla hagsmunagæslu bæði gagnvart því sem er, og gæti orðið. Svo eru líka margir öflugir hópar sem segja að auðlindanýtingin sé mál okkar allra. Þar hafi margt farið á verri veg, og til þess að koma á framfæri þeim sjónarmiðum sem duga til að bæta úr, eigi að nota umhverfismerkingar. Þessa umræðu þekkjum við og við henni er hægt að bregðast á ýmsan hátt. Ég held að umhverfis og/eða gæðamerki á fisk komi í framtíðinni, en að því eru ýmsar leiðir. Ein leiðin er sú sem unnið hefur verið að í ráðu- neytinu og í norrænu samstarfi," sagði Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra. --------------------ÆGiIR 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.