Ægir - 01.12.1999, Síða 25
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
heldur hafði hún kannki ekki síður
áhrif á annan stórleik ársins í við-
skiptalífinu, þ.e. sameiningu íslenskra
sjávarafurða hf. og SÍF hf. SH og ÍS
voru fyrirfram liklegri til samruna en
hvað sem framtíðin ber í skauti sér þá
var uppstokkun í sölusamtökunum
tímabær og hasarinn í kringum kaupin
á hluta í SH var snjókornið sem byrjaði
að rúlla.
ÚA sannar tilverurétt
landvinnslunnar
í öðru sæti á áðurnefndum lista Ægis
er Útgerðarfélag Akureyringa hf. Fyrir-
tækið þykir hafa tekið stakkaskiptum
undir stjórn Guðbrands Sigurðssonar
og sýnt fram á hið illmögulega, þ.e. að
landvinnsla eigi sér framtíð á Islandi.
Sterk kvótastaða ÚA í þorski hefur
komið fyrirtækinu vel þegar aukning
hefur orðið á þorkkvóta en engu að
síður benda margir á að ÚA styrki sína
stöðu með því að vinna markvisst að
nýsköpun í sinni framleiðslu og
vöruþróun, m.a. með því að opna þró-
unarsetur með tveimur matvælafræð-
ingum í starfi. Önnur landvinnslufyrir-
tæki eigi eftir að taka ÚA sér til fyrir-
myndar á þessu sviði í framtíðinni
enda verði meiri peningar ekki sóttir í
landvinnsluna nema með vöruþróun
og framhaldsvinnslu afurða.
Milliuppgjör ÚA er talið hafa gefið
fyrirheit um góða afkomu á árinu í
heild. Þá er sameining-við Jökul talin
styrkja fyrirtækið og sömu áhrif verði
ef ÚA sameinist Hólmadrangi hf., eins
og raddir hafa verið uppi um á síðustu
vikum ársins.
Þorbirninum vel stýrt
Þorbjörn hf. í Grindavík kemst í þriðja
sætið á listanum. Sumir viðmælenda
Ægis segja einkenni á fyrirtækinu, eins
og svo mörgum öðrum í fremstu röð,
að því sé frábærlega stjórnað. Milliupp-
gjör sýndi 187 milljóna króna hagnað
á fyrstu sex mánuðum ársins og sýndu
allar rekstrareiningar innan fyrirtækis-
ins hagnað. Talið er að fyrirtækið muni
Hin eftirtektarverðu
Þau voru eðlilega mörg fyrirtækin sem nefnd voru til sögunnar í athugun
Ægis og umdeilanlegt er hvenær hægt er að tala um sjávarútvegsfyrirtæki og
hvenær ekki. Hér á eftir verða nefnd nokkur fyrirtæki sem nefnd voru í
könnuninni og full ástæða til að gefa gaum í upprifjun ársins.
Eimskip/Burðarás
Burðarás, dótturfyrirtæki Eimskips, komst oft í fréttir á árinu enda styrkti
það víða stöðu sína f sjávarútveginum. Til að mynda í UA, HB og
Síldarvinnslunni. Jafnvel var talið að sameining þessara þriggja fyrirtækja yrði
fyrr en síðar en ártalið 2000 mun renna upp án þess.
Hraðfrystihúsið - Gunnvör
„Eitt af þeim áhugaverðustu,“ segja margir um vestfirska risann. Bent er á
að fyrirtækið hafi allt til brunns að bera, sterka eigna- og kvótasamsetningu,
traustan mann í starfi framkvæmdastjóra þar sem Einar Valur Kristjánsson er,
þrautreyndan mann í stjórnarformennskunni þar sem er Þorsteinn Vilhelms-
son, Samherjamaður fyrrverandi, og loks megi benda á traustan eigendahóp.
Vísir gerir það gott
En það eru fleiri fyrirtæki verðug viðurkenningar en þau sem eru á
hlutabréfamarkaði. í þeim flokki nefna langflestir fjölskyldufyrirtækið Vísi í
Grindavík til sögunnar. Þetta stærsta línuútgerðarfyrirtæki landsins verður með
hverju árinu sterkara og virðist eflast við hvert nýtt verkefni, kannski fyrst og
fremst vegna þess að í þau er ráðist af fyrirhyggju og skynsemi. Bent er á
viðsnúning í rekstri Búlandstinds á Djúpavogi sem var vægast sagt í bullandi
vandræðum áður en Páll í Vísi og fjölskylda komu að málum í upphafi árs.
Sömuleiðis má benda á aðkomu Vísis að fiskvinnslunni Fjölni á Þingeyri. sem
sögð er fara þannig af stað að ekki sé ástæða til annars en ætla að Fjölnir geti
orðið til langrar og farsællar framtíðar á Þingeyri.
Áhugi fyrir FISK
Fiskiðjan Skagfirðingur stendur utan hlutabréfamarkaðar og þrátt fyrir að
ekki hafi verið mikill ljómi fyrir rekstrinum fyrir fáeinum árum þá hefur
fyrirtækið rétt heldur hressilega úr kútnum. Markaðurinn bíður greinilega eftir
innkomu FISK en talið er nauðsynlegt að fyrirtækið gangi fyrst í gegnum
sameiningu við annað sjávarútvegsfyrirtæki til að styrkja sig og stækka, auk
heldur sem markaðsmenn benda á að Kaupfélag Skagfirðinga þurfi að slaka á
taumhaldi sínu á FISK til að gera það áhugaverðara.
Sameining ársins
Sameining SÍF og ÍS er tvímælalaust sameining ársins. Með því verður til eitt
framsæknasta útflutningsfyrirtæki landsins og fyrirtæki sem spannar nær alla
flóru íslenskra sjávarafurða. Stjórnendur félagsins þykja einnig traustvekjandi
og hafi sannað það að íslensk sjávarúfvegsfyrirtæki eigi að víkka
sjóndeildarhringinn. Næsta ár er talið verða prófsteinninn fyrir hið
nýuppstokkaða SÍF.
NGÍR 25