Ægir

Volume

Ægir - 01.05.2000, Page 6

Ægir - 01.05.2000, Page 6
LEIÐARI Pétur Bjarnason, f ramkvæmdastjóri Fiskifélags íslands Nýr Ární Friðríksson Nýtt hafrannsóknaskip kom til landins 18. maí s.l. Það er mikill atburður fyrir fslenska þjóð og íslenskan sjávarútveg. Það er óþarfi að tíunda það á þessum vett- vangi hve mikilvægt það er fyrir Islendinga að búa vel að hafrannsóknum. Þekking á hafinu og auðlindum þess er ekki aðeins grundvöllur skynsamlegra fiskveiða eins og allir Islendingar vita og er undirstaða þeirra lífskjara sem við njótum. Þekkingin er einnig réttlæt- ing okkar gagnvart samfélagi þjóðanna á því hvernig við nýtum auðlindir okkar og sönnun þess að við séum einfær um það. Það er æ augljósara að þekking er okk- ar mikilvægasta vopn í endalausri sjálfstæðisbaráttu sem sífellt tekur á sig nýjar myndir. Fiskifélag Islands fagnar komu nýs varðskips og ósk- ar Hafrannsóknastofnun, íslenskri þjóð og íslenskum sjávarútvegi til hamingju með nýja skipið. Megi far- sæld fylgja ferðum þess og störfum. Þorskeldi Á ráðstefnu sem haldin var á vegum sjávarútvegsdeild- ar Háskólans á Akureyri og Stafnbúa - félags nema í sjávarútvegsfræði á Akureyri í síðasta mánuði var m.a. fjallað um hugsanlegt þorskeldi. Fram kom að það tók Norðmenn 15 ár að þróa laxeldi úr engu í að framleiða 100.000 tonn af laxi. Það kostar nú 10 til 14 norskar krónur að ala eitt kíló af laxi og að 20 til 25% af þess- um kostnaði er vegna litarefnis sem blanda þarf í laxa- fóður. Það kom einnig fram að Norðmenn hafa nú vax- andi áhuga á þorskeldi, enda hafa þorskveiðar þeirra dregist saman. Norðmenn ráða yfir allri þeirri tækni sem þarf til þorskeldis og fóðrið fyrir þorskinn verður væntanlega ódýrara en laxafóður. Talið var að kostnað- ur við að ala eitt kíló af þorski mun því væntanlega verða innan við 10 norskar krónur og gæti lækkað. Það er ekkert sem bendir til að kostnaður þeirra við að framleiða þorsk verði meiri en það kostar að veiða hann. Það er því engin goðgá að álykta sem svo að inn- an fimm til tíu ára verði ávallt fáanlegur á markaði ferskur norskur eldisþorskur í miklu magni. Hvaða áhrif það hefur á skilyrði þorskveiða og vinnslu þorskafurða hér á landi er óljóst en það virðist a.m.k. ástæða fyrir íslenskan sjávarútveg að leiða að því hug- ann að því að ef til vill eru þau skilyrði að breytast. 6

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.