Ægir

Volume

Ægir - 01.05.2000, Page 24

Ægir - 01.05.2000, Page 24
UMRÆÐAN Horft af sjónarhóli sjómanna Þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar í svokölluðu Vatneyrarmáli held- ur umræðan um stjórnkerfi fisk- veiðanna áfram, enda engin sátt um ýmsa þætti í kerfinu. Upphaf- legt markmið kvótakerfisins svo- kallaða var að byggja upp helstu fiskistofna við landið og koma í veg fyrir ofveiði. Með frjálsu framsali veiðiheimildanna átti flotinn að minnka og hagkvæmni veiðanna þar með að aukast. En hefur þetta gengið eftir? Flotinn hefur ekki minnkað og ég leyfi mér að efast um að hagkvæmni veiðanna hafi aukist ef rétt er mælt. Þrátt fyrir að í einu og öllu hafi verið farið að ráðum fiski- fræðinga um hámarksafla helstu fisktegunda síðastliðinn áratug virðist hægt ganga að byggja upp fiskistofnana. Reyndar virðist heldur halla niður á við, ef frá eru talin loðna og síld. Uttekt Haf- rannsóknarstofnunar á ástandi einstakra fiskistofna vegna veiði- ráðgjafar fyrir næsta fiskveiðiár er ekki lokið en bráðabirgðaniður- stöður gefa ekki tilefni til bjart- sýni eins og hér hefur komið fram. Ekki stóð á gagnrýni á aðferða- fræði Hafrannsóknastofnunar vegna lélegrar útkomu úr net- arallinu. Helstu áhangendur kvótakerfisins sáu að sjálfsögðu enga meinbugi á því ágæta kerfi, en höfðu allt á hornum sér varð- andi framkvæmd netarallsins og tímasetningu þess. Auðveld leið að skammast út i Hafró Eg ber fulla virðingu fyrir vís- indamönnum Hafrannsóknastofn- unar og þekkingu þeirra á lffríki sjávar. Þeir eru að sjálfsögðu ekki óskeikulir og á ýmsum sviðum vantar þekkingu sem ekki hefur verið aflað. Það kostar hins vegar peninga að afla þekkingar og verður því stofnunin að velja og hafna í þeim efnum. Hafrann- sóknastofnunin hefur hins vegar ekkert með stjórnkerfi fiskveið- anna að gera. Akvörðun um þá að- ferð sem notuð er til að stjórna veiðunum er tekin á pólitískum „Ég er hins vegar farinn að því að fiskveiðistjórnunarkerfið sé Langt i frá að vera það besta í heimi. Þaó atriði í fiskveiðistjórnuninni sem ég tel aó menn eigi að skoða velí þessu sambandi er frelsi útgeróarmanna til að versla með veiði- heimildirnar." vettvangi. Verði það niðurstaðan, eins og margt bendir nú til, að helstu nytjastofnar á Islandsmið- um séu í verra ástandi en vonir stóðu til, finnst mér orðið tíma- bært að það verði tekið til alvar- legrar skoðunar hvort orsakarinn- ar sé að leita í sjálfu stjórnkerfi fiskveiðanna. Auðveldast er auð- vitað að skammast út í Hafrann- sóknarstofnun og kenna vísinda- mönnunum um hvernig komið er. Eg er hins vegar farinn að trúa því að fiskveiðistjórnunarkerfið sé langt í frá að vera það besta í heimi. Það atriði í fiskveiðistjórn- uninni sem ég tel að menn eigi að skoða vel í þessu sambandi er frel- si útgerðarmanna til að versla með veiðiheimildirnar. Aflahlutdeildir hafa verið fluttar af skipum í nafni hagræðis. Flotinn heldur áfram að stækka og skuldir að aukast, þvert á það markmið sem sett var þegar kvótakerfið var tekið upp. Skipin sem aflahlutdeildin var flutt frá eru mörg hver enn í rekstri og er mikill fjöldi af svoköliuðum kvótalausum skipum í útgerð. Aflamarkið er leigt og hefur verð á þorskaflamarki verið um og yfir 120 kr/kg undanfarna mánuði. Fyrir veitt kíló af þorski fást hins vegar 70-80 kr í beinum viðskipt- um. Mikil hagræðing hlýtur að vera þar á ferð ef hægt er að gera upp við skipverja á löglegan hátt og reka útgerðina samt með hagn- aði. Þetta fyrirkomulag, þ.e. frjálst framsal veiðiheimilda og þá sérstaklega aflamarksins, veldur því að sóknin minnkar ekki þó „eigendum" veiðiheimildanna fækki. I heildina tekið held ég að sjó- menn gangi vel um fiskimiðin. Hins vegar býður þetta fyrir- komulag um óheft framsal afla- marks hættunni heim vegna þess hve dýru verði þarf að leigja afla- markið. Skip sem eru háð leigu- kvóta geta ekki komið með annan afla að landi en þann sem hæst verð fæst fyrir. Sjómenn bfða - aðrir semja Frelsi útgerðarmanna til að braska með veiðiheimildirnar að eigin geðþótta hefur víða neikvæð áhrif. Allir þekkja áhrifin á kjör sjó- manna. Þrátt fyrir ítrekaðar laga- setningar stjórnvalda til að reyna að knýja útgerðarmenn til að fara að settum lögum og gerðum kjarasamningi viðgengst þátttaka sjómanna í kvótakaupum enn. Þann 15. febrúar síðastliðinn runnu kjarasamningar fiskimanna 24

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.