Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2000, Blaðsíða 58

Ægir - 01.05.2000, Blaðsíða 58
FRÓÐLEIKUR OG SKEMMTUN Chlamys islandica Hörpudiskur Skeljar hörpudisksins eru hringlanga eða eins og blævængur að lögun. Skeljarnar eru nánast jafnstórar og eru allflatar í fyrstu en verða kúptari með aldrinum. Hörpudiskurinn er gráhvítur, ryð- rauður eða bleikur á litinn og er neðri skelin ljósari en sú efri. Fíngerðar rákir ganga út frá nefinu eins og geisli. Á skelinni skiptast á dökkir og ljósir baugar sem stafa af breytilegum vaxt- arhraða sem háður er árstíðum og á þeim er hægt að ákvarða ald- ur skeljanna. Fullvaxinn hörpudiskur er 8-11 cm á hæð, en stærstu skeljar sem hafa veiðst hér við land eru um 16 cm á hæð. Tveir vöðvar halda skelinni saman, annan þeirra notar dýrið til að synda þegar það þarf að forða sér en hinn til að halda skelinni lokaðri. Sá vöðvi er hirtur til vinnslu og er hann 7-15% af heild- arþyngd dýrsins. Utan um vöðvann eru innyfli. Hörpudiskur finnst í Norður-Atlantshafi, norðan frá Svalbarða og suður með ströndum Noregs. Við Island, Jan Mayen og Grænland er hann algengur og á austurströnd Norður Ameríku, við Alaska og Síberíuströndina suður til Norður-Japans og Kóreu. Við ísland er hörpudiskur algengur allt í kringum land- ið nema við suðurströndina. Hann heldur sig helst við harðan botn og hefur fundis á 2 til 300 metra dýpi. Þar sem mest finnst af hörpudiski geta verið allt að 130 fullþroska skeljar á hvern fermetra. Æxlun verður í júlí og þá losa dýrin kynfrumurnar í sjóinn þar sem frjóvgunin fer fram. Eftir frjóvgun þroskast eggið í lirfu sem er sviflæg og rekur undan straumum í ca 8 vikur og þá verður lirfan botnlæg og byrjar að mynda um sig skel. 10 ára skeljar eur 6,5 til 8,5 cm á hæð en talið er að elstu skeljar hér við land séu yfir 20 ára. Fæðu sína síar hörpudiskurinn úr sjónum. Hann kemur sjónum á hreyfingu með bifhárunum og tálknin sía fæðu- agnir úr honum. Það eru mest svifþörungar og aðrar lífrænar agnir. Veiðar á hörpudiski hér við land hófust árið 1969 í Isafjarðar- djúpi. Upp frá því fundust sífellt fleiri veiðisvæði, sérstaklega á Vestfjörðum og á Breiðafirði. Síðustu árin hefur aflinn verið um það bil 8 til 13 þúsund tonn á ári. Til skamms tíma fór megnið af hörpidisksframleiðslunni til Bandaríkjanna en á undanförnum árum hefur útflutningur á hörpidiski til Evrópu aukist og á síð- ustu árum hefur mest verið selt til Frakklands. KR0SSGÁTAN Bratjá- iierkara Elditadí Fiskar Lileqa htcntiá Lnrdi Maáur Ltlf Ifrijkkur Hvíla Btskar Ctleriá 'Otta Oþokkar Serhljói Veióar- Fara Ófuii Úrgancj lllgres i Ahalcl Fc'ski- skip í. 2- Ofar Bor K\raka : • Bókitolu i 'Ftflda áttekii Greiní Slutlri raa 6u 5. V 3. 3. Rítt- tátur Káma V ► Glada 1. ALpatt KLukka. Hi'nniii \l ► ' V ‘Mt Haikkar Kafa r Skordúr Tíáu : ► V l : . Garáa- jurt H. Iraghefni Fjrsfur Mann 2><jr 'Ati 10. ► H. •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.