Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 33

Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 33
FISKELDI isstöðvum fyrirtækisins nýtt allt að áttatíu sinnum og hægt er að ala fiskinn við nánast hvaða hita- stig sem er. Þær nýjungar sem farnar hafa verið hjá Máka hafa einnig vakið mikla athygli hjá Evrópusambandinu og íyrir vikið hefur fyrirtækið verið þátttakandi í ýmsum Evrópuverkefnum og fengið umtalsverða styrki út á þau. Um þessar mundir er á ann- an tug fiskeldisfyrirtækja á Is- landi sem fá styrki frá ESB og þar af er um helmingur þeirra í Skagafirði. Orri Hlöðversson er fram- kvæmdastjóri Hrings - Atvinnu- þróunarfélags Skagafjarðar. Hann segir að sú styrkjaflóra Evrópu- sambandsins sem Islendingar hafa aðgang að sé mjög fjölskrúðug, en leggur þó áherslu á að ekki geti hver sem farið að stunda gullgröft í sjóðum ESB. Styrkveitingar séu ströngum skilyrðum háðar og styrkir fáist ekki nema ljóst sé að þau þróunarverkefni sem unnin séu geti gagnast fyrirtækjum víða í Evrópu. „I mínum huga er helsti ávinn- ingurinn sá að menn geta með svona verkefnum öðlast sambönd og samstarf erlendis sem getur gagnast þeim með ýmsum hætti, til dæmis ýmisskonar rannsóknar- aðstoð og þekking. En menn skulu ekki fara að gera sér vonir um að hægt sé að fá styrki frá ESB til þess að bjarga iaunagreiðslum um næstu mánaðamót." Leiðin var lengri og skrefin styttri Rauði þráðurinn í máli þeirra sem töluðu á ráðstefnunni á Hólum í Hjaltadal var sá að þeir sem fást við fiskeldi á Islandi verði í ríkari mæli að sameina krafta sína. Þetta ætti ekki síst við um markaðsmál- in ..því menn hafa verið að láta markaðinn plata sig út og suður,“ eins og Haraldur Haraldsson, stjórnarformaður Máka hf., komst að orði. Hann sagði að þrátt fyrir það bakslag sem komið hefði í fiskeldi á Islandi á sínum tíma hefðu menn ekki misst móðinn. „Leiðin var lengri og skrefin styttri en menn töldu,“ sagði Har- aldur. Vigfús Jóhannsson í Stofnfiski, talaði á ekki ósvipuðum nótum. Hann sagði að nú væri þessi grein að verða nokkuð sjálfbær, en þeir þættir sem hvað mestu skiptu Haraldur Haraldsson, stjórnarformaður Máka hf. og Guðmundur Örn Ingólfsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, vinna að uppbyggingu barraeldis, sem á margan hátt má segja að marki upphaf nýrra tíma í fiskeldi hérlendis. væru auðvitað þeir að neysla á eld- isfiski færi sífellt vaxandi og verð- ið á honum væri stöðugra, gæði þess fóðurs sem notað væri færu vaxandi og markaðsmálin væru að komast í betra horf. Síðast en ekki síst væri fiskeldi nú viðurkennt sem grein sem hefði getað byggst upp í sátt við umhverfið og ætti mikla möguleika á að bæta sig. Því væri engin ástæða til annars en horfa með bjartsýni fram á veg- inn. VILHELM ÞORSTEINSSON EA 11 TEIKNISTOFA njCÞ TRYGGVABRAUT 22 AKUREYRI SÍMI 460 5757 FAX 462 6538

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.