Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Síða 45
fylgiskjöl
i.
Lög
um stofnun háskóla
30. júli 1909.
I. Sljórn háskólans
1. gr.
I Reykjavik skal selja á stofn háskóla.
Skólinn nei'nist Háskóli íslands.
2. gr.
í háskólanuni skulu fyrst um sinn vera þessar fjórar deildir:
guðfræðisdeild,
lagadeild,
læknadeild og
heimspekisdeild.
Koma hinar þrjár fyrstu í stað hinna æðri mentaskóla, sem nú eru,
prestaskóla, lagaskóla og læknaskóla. Enn í fjórðu deildinni skal kenna
lieimspeki, islenska málfræði, sögu íslands og sögu íslenskra bókmenta
að fornu og nýju.
3. gr.
Stjórn háskólans er falin rektor háskólans og háskólaráði.
Háskólaráðið hefur úrskurðarvald í öllum þeim málum, er snerta
starfsemi háskólans, samkvæmt reglugjörð, sem konungur setur. Há-
skólaráðið fer með undirbúning þeirra mála, er leggja á fyrir konung,
löggjafarvald eða stjórnarráð, og snerta háskólann. F*að lætur stjórn-
arráðinu i tje allar þær upplýsingar, sem það þarf á að halda og
snerta háskólann sjerslaklega.