Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1919, Page 18
16
hann lífeyri greiddan af þeirri upphæð, samkvæmt lögum
um lífeyrissjóð embættismanna.
d) 33. gr. frumvarpsins komi til framkvæmda 1. jan. 1919
og fari vísitalan eftir verðlagsskrá miðaðri við vöruverð
haustið 1918.
IV. Kennarar háskólans
og starfsmenn.
Fastir kennarar voru:
í guðfræðisdeild:
Prófessor Haraldar Níelsson, prófessor Sigurður P. Sívert-
sen og dócent Magnús Jónsson.
í lagadeild:
Prófessor Lárus H. Bjarnason, prófessor Einar Arnórsson
og prófessor Jón Kristjánsson.
Prófessor Jón Kristjánsson ljetst úr inflúensu 9. nóv. 1918.
í hans stað var yfirdóroslögmaður Ólajur Lárusson skipaður
prófessor 9. janúar 1919.
í læknadeild:
Prófessor Guðmundur Magnússon, prófessor Guðmundur
Hannesson, dócent Stefán Jónsson og aukakennararnir Andrjes
Fjeldsted, augnlæknir, Gunnlaugur Claessen, forstöðumaður
Röntgenstofnunarinnar, Jón Hj. Sigurðsson, hjeraðslæknir,
Ólafur Porsteinsson, eyrna- nef- og háislæknir, Sœmundur
Bjarnhjeðinsson, prófessor, holdsveikralæknir, Vilhelm Bern-
höft, tannlæknir, og Pórður Sveinsson, geðveikralæknir. Gunn-
laugur Claessen og Þórður Sveinsson sóttu báðir um lausn
frá kensluskyldu við háskólann framvegis, og var hún veitt
þeim frá byrjun næsta háskólaárs.