Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1926, Blaðsíða 45

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1926, Blaðsíða 45
43 Bjarni var meðalmaður á vöxt, þrekinn og karlmannlegur, fráneygur og að öllu hinn gjörvulegasli. Hann var mælsku- maður, gunnhvatur og gunnreifur, og skein ennimáni hans þá oft ægigeislum; veilli hann andstæðingum sínuin á þingi oft þung sár, en hann var drenglyndur bardagamaður. Ilann har að mörgu leyti höfuð og herðar yfir Jlesta samþingis- menn sína, og þólt hann væri að jafnaði i fámennum llokki á þingi, munu fáir hafa haft meiri og ríkari áhrif á fram- gang ýmissa mála en hann. Hann var hugsjónamaður og trúði á mátt islensks anda og íslenskrar framtiðar. Hann var frjálslyndur og barðist gegn hvers kyns höftum í andlegum og efnalegum skilningi. Hann trúði á ágæli islenska kyn- stofnsins og taldi fullkomin ráð íslendinga yfir öllum mál- um sinum grundvallarskilyrði allra framfara þjóðarinnar. Hann unni iþróttum, listum og vísindum, og lagði með lið- sinni sínu drjúgan skerf til framgangs þessara mála. — Hann var tvíkvæntur, i fyrra sinn Guðrúnu Þorsleinsdótlur og átti með henni eina dóttur og tvo sonu (Sigríði, Borstein og Eyslein), en í siðara sinn Guðlaugu Maguúsdótlur og lifa þrír synir þeirra (Bjarni, Magnús og Jón). Háskólinn mun einkum minnasl Bjarna sem forvígismanns á alþingi um heiður og sóma stofnunarinnar og mentamála þjóðarinnar. Alexander Jóhatinesson. Skýrsla um Stúdentaráðið 1924—1925. Kosning í Stúdentaráöið fór fram dagana 27. okt. — 3. nóv. 1924 og hlutu þessir stúdentar kosningu: 1. F'ráfarandi Stúdentaráð kaus Gunnlaug Indriðason stud. mag. 2. Við deildakosningar: í guðfræðisdeild Eirikur Sv. Brynjólfsson. í læknadeild Einar Ástráðsson. í lagadeild Gunnlaugur E. Briem og í heimspekisdeild Porkell Jóhannesson. 3. Við almennar kosningar: Karl Jónasson stud. med., Einar B. Guð-

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.