Alþýðublaðið - 03.07.1923, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.07.1923, Blaðsíða 3
 3' látið byggja fyrir milli 70 og 80 milijónir króna . bæ;ði til bráða- birgða og langframa fyrir utan það, sem >prívat<menn og ríkið hafa stutt að þessu. En'þnð sór ekki högg á vatni, og skaj ég nú láta tölurnar einar tala eftir skýrslum, sem bærinn hefir ný- lega látið semja, og sýna þær bezt, hvernig ástandið er og hefir verið. Á 8 */2 ári eða frá október 1914 þar til í apríl 1923 eru 22,639 íbúðir teknar til notkunar hér í Kaupmannahöfn. Á sama tíma hafa 517 íbúðir ýmist verið rifnar niður eða verið breytt í veizlun- arhús eða annað þess háttar. í- búðatalan hefir þannig aukist um 22.122. Þessar 22,122 íbúðir eru alls 56,000 herbergi. Fólksfjölgunin var á þessum 8 r/a 82,000. Sé geit ráð fyrir sama mannfjölda á herbergi (Boligstandard) og 1916 eða 1,19 íbúa á hvert heibergi, þyrftu að vera 68,900 herbergi til umráða. En þar sem herbergja- talan að eins var 56,000 á tíma- bilinu, vantaði 12,900 heibergi til þess að geta fullnægt þörfiani eftir fólksfjöiguninni. Só nú gert ráð iyrir 2 og 3 herbergja íbúðum (sem er meðalstærð íbúða sfðustu 10 árin),: þá vantar enn þá 5,100 íbúðir, — svo ekki er ástandið glæsilegt. Til þess að sýna ástandið enn átakanlegar má geta þess, að hér* voru 1. febrúar 1923 5,007 sam- býlisíbúðir, með 5,126 fjölskyldum; þessar fjölskyldur leigðu svo út frá sér öðrum fjólskyldum, svo að í þessum 5,007 ibúðum bjuggu alls 10,133 fjöiskyldur eða 28,315 manns, með öðtum orðum 5 % af íbúum Kauamannaháfnar. Af þessum 28,315 manns voru 6,481 b'órn innan 14 ára. Af þessum fjölskyldum voru 85 °/o 1 1, 2 og 3 heibergja íbúðum. Að lokum skal þess getið, að hór eru nú 20,380 íbúðir með fleiri en 2 íbúum á'hveitjheibergi og 1674 íbúðir með fleiri en 4 í hverju herbergi. — Þaunig er þá ástandið hór í Kaupraannahöfn, og verður þó ekki annað sagt en að reynt, hafi verið að bæta úr"húsnæðiseklunni, eins og að framan hefir verið drepið á. Atið 1908 og 1909 báðu hús- eigendur menn bókstaflega að flytja í hús sín og buðu leigjendum fría húsaleigu- i marga mánuði jafnvel, ef þeir bara vildu flytja inn; nú fæst ekki íbúð, hvað sem í boði er, og húseigendur vilja fegnir verða af með leigjendur sína til þess að geta fengið að-a og hækkað húsaleiguna jafnframt. En hér er nokkuð, sem heitir húsaleigulög, og þau halda í að þessu leyti; það kemur flestum samaa um, sem um málið tala í alvöru, hvaða flokk sem þeir annais fylla. Er það ekki einmitt þetta, sem vantar í Reykjavík? Porfinnur Kristjátmon. Frá fitlðndum. — Á fundi, sem vinstrimenn héldu í Kaupmannahöfn 31. maí, hélt Madsen Mygdal landbdnað- arráðherra ræðu og réðst í henr.i harðlega á verklýðsfélögin og heimtaði, að lifnaðarmark verka- manna yrði lækkað enn meirá. Bídgar Riee Burroughs: Dýp Tapzansa Sveins gat veitt; en það, sem henni þótti vænst um, var það, hve kurteislega Sveinn kom ætíð fram við hana. Hún gat aldrei hætt að furða sig á því, að slík göfugmennska gæti dulist undir svo skuggalegum svip, unz hrjn, vegna sífeldrar sjálfsfórnar Sveins, var farin að sjá gæði hans ein í svip hans. Þau voru farin að fara nokkru lengri dagleiðir, þegar þau fréttu, að Rokofí væri að eins fáum dag- leiðum að baki þeim og vissi nú, hvert þau hóldu. Rá fór Sveinn út á áná. Hjá höfðingja, er bjó í þoipi skamt frá Ugambi, keypti hann bát. Svo flýðu þau upp ána með’ slíkum hraða, að þau fréttu ekki framar af Rokoff. Pegar ekki varð lengra komist á bitnum, stigu þau úr hoaum og héldu inn í skóginn. Þar varð færðin þegar erfið, liæg og hættuleg. Daginn eftir að þau héldu frá Ugambi, varð barnið veikt af köldusótt. Sveinn vissi, hver enda- lok þess mundu verðn, en hann gat ekki fengið Big til þess að segja Jane Olayton það, því hann sá, að konan var farin að unna barninu því nær eins og hún ætti það sjálf. ' Þegar veiki barnsina útilokaðieþað, að áfram. yiði haldið, snóri Sveicn dálítið af leið og settist að í rjóðri á bakka lækjar eins. Jane eyddi öllum stundum við að hjúkra barn- inu og var mjög hrygg i huga. 0 ; ekki batnaði, pegar einn burðamaðurinn, sem aafði verið að reika um skóginn, kom með þá fregn, að Rokoff væri í tjöldum skamt frá þeim ög líklega þekti dvalarstað þeiira, þótt öll hefðu þau haldið þetta hinn tryggasta felustað. Þessi fregn gerði óhjákvæmilegt, að þau héldu áfram flóttanum án tillits til veikinda barnsins. Jane Glaylon þekti Rússann svo vel, að hún vissi, að hann ínundi hiklaust. taka barnið frá henni, en það þýddi dauða þess. Er þau brutust áfram eftir því nær algióinni dýiagötu, strauk hver burðarmaðurinn af öðrum frá þeim. Feir höfðu verið nógu stæltir og trúir, meðan engiu hætta var á því, að Rokoff næði þeim. En þeir höfðu heyit svo ófagrar sögur af Rússanum og illmennsku hans, að þeim varð nóg um, og þegar þeir nú heyrðu, að hann væri í nánd, brast þá alveg jþorið, og þeir struku hið bráðasta frá hvítu mönnunum. Samt héldu þau Sveinn og Jane áfram viðstöðu- laust. Sveinn vftr á undan til þess að höggva veg | í gegnurn kjarrið, þar sem ekki varð öðruví3i komist i gegnum. Jane varð því að bera barnið. t*au gengu allan daginn. Seint um daginn sáu þau, að þau höfðu vilst, Rótt á eftir sór heyrðu þau að stór lest kom eftir veginum, sem þau höfðu rutt henui. Þegar það var víst, að þau næðust innan skamms, faldi Sveinn Jsne bak við stóra eik og þaktí hana og barnið viði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.