Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Síða 70

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Síða 70
68 ekki er séð, hvernig tilraunin heppnast og hvað af þessu reynist lífvænlegt. Nokkur vafi er um það, hvaða stöður og nafnbætur kennarar eiga að hafa. Mætti vel vera, að auðveldara væri að fá viðurkenn- ing og prófréttindi, ef þeir hétu prófessorar og dósentar, sem kennsluna annast. Þarf að athuga þetta allt vel. Þá þarf og að undirbúa eða kynna sér undirtektir annara há- skóla. Og ennfremur þarf að skoða kostnaðarhlið málsins. Yegna alls þessa þótti eðlilcgra að klæða þetta ekki nú þegar í frumvarpsform, heldur flytja tillögu til þingsályktunar um rannsókn og' undirbúning málsins. En hraða ætti þeim undirbúningi sem mest, því að einsætt er, að koma þessari kennslu á sem allra fyrst, til þess að umbætur þær, sem henni fylgja, komi sem fyrst til greina. Hér á eftir er hirt álit sérfræðinga um þetta mál. 2. Sumarnámsskeið í sambandi við Háskóla ísiands. Hugmyndin um sumarnámskeið við Háskólann, þar sem út- lendingar gætu fengið æskilega tilsögn í íslenzkum fræðum, jafn- framt því, að þeir ferðuðust eitthvað um og kynntust landi og þjóð, varð til í sambandi við alþingishátiðina. íslendingur einn, sem búsettur er vestra, Dr. G. J. Gíslason í Grand Forks, hefir haft mikinn áhuga á þessu og rætt það við ýmsa lærdómsmenn vestra. Hafa þeir tekið mjög vel í málið og talið, að þetta geti orð- ið ekki aðeins til gagns fyrir útlendingana, sem liingað vilja sækja, og fyrir ísland, að kynna sig þessum mönnum, heldur geti þetta sumarnámskeið, ef vel gangi, með tíð og tíma orðið að stórfelldri stofnun, sem verði einn meginstyrkur Háskólans. Dr. Gíslason hefir ritað um þetta grein, sem mun birtast i tima- riti bráðlega, en er of löng til þess að taka hana í þessa greinar- gerð. En hann segir þar: „Sumarskólahugmyndin .... er einkum i þvi fólgin: 1. Að Háskóli íslands stofni til sumarkennslu, frá 1. júlímánaðar til loka ágústmánaðar ár hvert, í íslenzkum og Norðurlandafræðum, ásamt öðrum námsgreinum, sem eru sérkennilegar íslandi. 2. Að sérstök athygli verði veitt námsþörfum útlendinga og að skólinn sé aðallega þeim ætlaður. 3. Að svo ágætlega sé til kennslunnar vandað, að hún, i sinum sérfræðigreinum, skari fram úr öðrum menntastofnunum, hvar sem leitað sé. 4. Að skólinn standi reiðubúinn til að uppfræða og aðstoða nemendur, á hvaða þekkingarstigi sem þeir eru í þessum fræðum, allt frá byrjun til hinna dýpstu og flóknustu rannsókna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.