Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1933, Blaðsíða 54

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1933, Blaðsíða 54
52 Gamla Bíó. Þar héldu ræður þeir Alexander Jóhannesson, rektor há- skólans, og Þorsteinn Briem atvinnumálaráðherra. Þar söng stúdenta- kórinn, ungmeyjar sýndu fagra leikfimi, hljómsveit lék nokkur lög o. s. frv. Um kvöldið var veizla og dansleikur stúdenta á Hótel Borg, og stóð hann til morguns og fór hið bezta fram. Stúdentablaðið kom út þennan dag. Var það með svipuðu sniði og áður. Var það selt á Reykjavíkurgötum og sent í alla kaupstaði landsins, og seldist það því vel og var ágóði af því óvenjulega mikill. 1. desember merki voru og seld hér á götum bæjarins. Allur ágóði af deginum rann í sjóð Stúdentagarðsins, nema ágóði blaðsins. P. Petersen bíóstjóri lánaði stúdentum Gamla Bíó endurgjalds- laust. Þetta hefir hann gert í mörg undanfarin ár og á hann miklar þakkir skilið fyrir það. Rætt var um það í ráðinu, hvort eigi væri rétt að breyta hátíðis- degi stúdenta og hafa hann á öðrum tíma árs. Þótti sumum 1. des- ember óheppilegur, vegna þess að þá væri allra veðra von, og vildu helzt hafa hátiðisdaginn, þegar nýir stúdentar útskrifuðust í Mennta- skólanum síðast í júni. Ekki fékk þessi uppástunga mikinn byr. Stúdentagarðurinn. í byrjun háskólaársins áttu ]>essir menn sæti í Stúdentagarðsnefnd: Björn Þórðarson lögmaður, Gunnlaugur Einarsson læknir, Pálmi Hannesson rektor, Tómas Jónsson lögfræðingur, Pétur Sigurðsson háskólaritari, Ragnar Jónsson lögfræðingur og Pétur Jakobsson cand. med. Hinn 19. janúar 1933 létu Ragnar Jónsson og Pétur Jakobsson af störfum, en i þeirra stað kaus stúdentaráðið i nefndina þá Val- geir Björnsson bæjarverkfræðing og Kristján Steingrímsson stud. jur. Hinn 13. maí lét Kristján Steingrímsson af störfum, en kosinn var þá i nefndina Guðmundur í. Guðmundsson stud. jur. Formaður nefndarinnar er Pétur Sigurðsson, en gjaldkeri Tómas Jónsson. Stúdentagarðsnefndin er kosin af stúdentaráðinu til að ann- ast framkvæmdir og umsjón allra mála, er stúdentagarðinn varða, en úrslitavald um mál garðsins hefir stúdentaráðið. Þegar í byrjun háskólaársins tók stúdentaráðið garðsmálið til meðferðar, og vegna sameiginlegra átaka þess, stúdentagarðsnefndar og rektors Háskólans, prófessors Alexanders Jóhannessonar, komst nú verulegur skriður á framkvæmd þess. Átlu stúdentaráðið, nefndin og rektor nokkrar umræður um málið, og var sú ákvörðun tekin, að haf- izt yrði þegar handa um nauðsynlegan undirbúning og framkvæmdir i málinu, á þeim grundvelli, að byggður yrði sumarið 1933 stúdenta- garður fyrir það fé, sem handbært væri, með þeirri tilhögun, að Fyggja mætti við garðinn siðar, ef ástæður Ieyfðu og þörf krefði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.