Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1938, Síða 10

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1938, Síða 10
8 fara vel með hana og að fara vel með frjálsræði sitt er að- alsmerki góðra drengja. Þið, sem hlakkið til að fá nú að gefa ykkur að því, sem þið hafið mestan áhuga fyrir, eigið eftir að reyna, að náinið er ekki leikur einn og' að þið verðið að púla í gegn um margt, sem ykkur þykir ekkert skemmtilegt. En þetta er fyrsti forsmekkurinn af kröfu lífsins til vkkar, og það er hezt fyrir ykkur að verða slrax mannlega við og ala upp í sjálfum ykkur þá gleði, sem er lieilhrigðust, stærst og karlmannleg- ust, nl. gleðin yfir vel unnu verki, yfir að hafa staðizt sína raun, sigrazt á erfiðleikunum, hverju nafni sem nefnast. Munið að mannsorkan er svo stórkostleg, þar sem sterkur vilji stýrir henni, að henni eru litil takmörk sett, og að hvert einstakt ykkar er orkulind, sem vilji ykkar ræður, livort varið verður til samstiltra átaka þjóðfélaginu og ykkur sjálfum lil gagns og gleði, eða hvort þið látið orku vkkar fuðra stefnulaust út í loftið. Látið ekkert vaxa ykkur í augum af því að það sé of mikið verk, og þegar skemmtanalöngun og skyldan togast á, venjið ykkur þá i tíma á að taka í með skyldunni. Leggið ykkur eftir fögrum listum og alið upp smekk vkkar fyrir fegurð í hverju formi sem er, svo að þið getið notið margs í lífinu, því að öll fegurð, hvort heldur er í hljómlist, skáldskap, málara- eða myndalist, auðgar þann, sem kann að meta liana. Skemmtið ykkur til að hressa vkkur, en lifið ekki til að skemmta ykkur. Minnist þess, að áfengi er hættu- legt fyrir veikan vilja og eitur hverjum andlega starfandi manni. Það er siðmenningarvottur að nota það vel, en það er sama og að nota það lítið. Farið vel með líkama ykkar og teljið ekki eftir ykkur tímann, sem fer í sund, skíðahlaup og aðrar útiíþróttir, sem veita hæði líkamlega og andlega hressingu i senn. Og þó að ykkur finnist þið vera fátæk, þá eruð þið þó svo rík. Þið eigið æskuna fram yfir þá eldri, menntunina fram yfir jafnaldra ykkar og þegar þar við hælist trúin á fram- tíðina, lifið, landið og sjálf ykkur, þá er ánægjulegt að fagna

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.