Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1938, Page 68

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1938, Page 68
66 Skipulagsskrá fyrir Minningarsjóð Jóns prófasts Guðmundssonar. 1. gr. —■ Sjóðurinn er stofnaður af frú Guðnýju Þorsteinsdóttur, ekkju séra Jóns Guðmundssonar, fyrrum prófasts i Nesi i NorSfirSi, og heitir „Minningarsjóður Jóns prófasts GuSmundssonar“. 2. gr. — Stofnfé sjóSsins er 10000 — tiu þúsund — krónur. Er sjóSurinn eign Háskóla íslands og undir stjórn háskólaráSsins. 3. gr. — Fé sjóSsins skal ávaxta i bankavaxtabréfum, eða á annan jafntryggan hátt. 4. gr. — Höfuðstól sjóðsins má aldrei skerSa. Það fé, sem sjóðnum kann að áskotnast fyrir gjafir, áheit eða á annan hátt, leggist við höfuðstólinn. % hluti vaxtanna leggist einnig við höfuðstólinn, þar til sjóðurinn er orðinn 50000 —- fimmtíu þúsund — krónur. Eftir þann tíma leggist % hluti vaxtanna við höfuðstólinn, unz hann er orðinn 100000 — eitt hundrað þúsund —■ krónur, en að þeim tíma liðnum má verja öllum vöxtum sjóðsins á þann hátt, sem segir í 5. gr. 5. gr. —■ Þeim hluta vaxtanna, sem ekki er lagður við höfuðstól- inn, skal árlega varið til að styrkja þá háskólanemendur, sem ekki hafa nægilegan fjárkost til að kosta sig sjálfir við háskólann. For- gangsrétt til styrks úr sjóðnum hafa þeir stúdentar, sem eiga heima i Skorrastaðaprestakalli, þ. e. Neskaupstað og Norðfjarðarlireppi, þannig að styrkur úr sjóðnum verði eigi veittur öðrum, fyr en allir stúdentar, búsettir i fyrgreindu svæði, sem ekki geta kostað sig sjálfir við háskólann, hafa hlotið árlegan styrk úr sjóðnum, eftir því sem tekjur sjóðsins hrökkva til. 6. gr. — Reikningur sjóðsins skal birtur árlega i árbók háskólans. 7. gr. — Á skipulagsskrá þessari skal leita konunglegrar staðfest- ingar. Staðfest af konungi 28. april 1938.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.