Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Side 20
18
illi elju og æmum tilkostnaði. Af öðrum bókagjöfum eru veiga-
mestar og mikilsverðastar dánargjöf Arvids Johanssons, pró-
fessors í Manchester, og loks gaf frú Hildur Blöndal allar út-
lendar bækur, sem átt hafði maður hennar, dr. Sigfús Blöndal,
bókavörður í Kaupmannahöfn. Eru það hátt á sjötta þúsund
bækur og um 800 sérprent. Er þessi gjöf fagur vottur um ást
þessarar útlendu konu á landi okkar.
Við bókagjafir þessar bættist svo nokkuð af bókum sérskól-
anna og bókakaup deildanna. Að öllu þessu urðu fyrst full not,
þegar það var flutt í hið nýja hús og komið í eina heild og
Háskólabókasafn stofnað. Nú eru í því 64.440 bindi og auk þess
smáprent. Ég nefni þetta sérstaklega af því að allir, sem við
vísindi hafa fengizt hér, hafa fundið til þess, að bókaskortur
hefur verið þeim helzt af öllu þrándur í götu.
Eins og sjá má á því, sem þegar hefur verið sagt, hefur
kennslu verið bætt við frá því, sem upphaflega var, svo er
um verkfræði, hagfræði, tannlækningar og erlend mál. En að
nokkru leyti hefur aukningin verið fólgin í fjölgun sérfræð-
inga, svo sem er í læknadeild og heimspekisdeild. Hefur Alþingi
og ríkisstjórn aftur og aftur sýnt skilning sinn á þessum efn-
um og aukið kennaraliðið.
Tvennt skal ég enn drepa á í þessu sambandi. 1 setningar-
ræðu sinni minntist Björn M. Ólsen á, að skarð væri í kennslu-
sviði háskólans, þar sem náttúrufræði væri þar ekki kennd.
Þá um veturinn kenndi dr. Helgi Jónsson jurtafræði, en ekki
varð framhald á þvi. 1 lögunum um Atvinnudeildina 1935 er
gert ráð fyrir, að starfsmenn atvinnudeildar kunni í framtíðinni
að hafa á hendi kennslu í náttúrufræði við háskólann. Sjálf-
sagt hafa ekki verið skilyrði til þess enn þá, náttúrugripásafnið
þarf án efa að komast upp áður. En geymt er ekki gleymt.
Langsýni og langminni á hér við eins og svo víða.
Annað, sem ég skal rétt drepa á, eru B.A.-prófin svonefndu.
Sendikennarar í erlendum málum hafa löngum verið við há-
skólann, allt frá André Courmont, sem var þegar fyrsta vet-
urinn. Fór hér fram töluvert mikil og merkileg kennsla, sem
margir hafa notfært sér. Til þess að koma þessu í fastari