Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Page 92
90
færri en undanfarið, og bókaverzlun Munksgaards í Kaup-
mannahöfn sendi því fleiri tímarit ókeypis en nokkum tíma
fyrr (læknisfræðileg mest).
Nokkrir fræðimenn úr austri og vestri og allt sunnan úr
Indíalöndum skenktu safninu bækur og bæklinga eftir sig.
Sendiráð og fulltrúar flestra erlendra ríkja í Reykjavík gáfu
safninu margt af tímaritsheftum og stundum bækur, sem tals-
vert gagn mun að.
Upplýsingaþjónusta Bandaríkjanna í Reykjavík stóð fyrir
ágætri sýningu amerískra bóka vorið 1951 í Þjóðminjasafni.
Síðan gaf utanríkisráðimeyti þeirra bækurnar allar til Háskóla-
bókasafns (112 bindi), og var sú gjöf glæsileg bæði fyrir útlit
bókanna og efni, sem var fjölbreytt mjög.
Frakklandsstjórn sendi háskólanum einnig mjög álitlega bóka-
gjöf, sem veitir hugmynd um bókmenntir og þjóðmenning
Frakka. Bókaútgefandinn Louis Nagel gaf og 50 bindi franskra
bóka um þau efni og fleiri.
Af íslenzkum gefendum skulu þessir nafngreindir í ár: Alex-
ander Jóhannesson, Ásgeir Blöndal Magnússon, Ásmundur Guð-
mundsson (60 bindi), Biskup Islands, Björn Guðfinnsson, Einar
Öl. Sveinsson, Elísabeth Göhlsdorf, Geir Jónasson, Heimir Ás-
kelsson, Jóhannes Skúlason, Ólafur Lárusson, Ragnar Bene-
diktsson, Richard Beck, Sigurbjörn Einarsson, Sigurður Skúla-
son (safn ritdómaraeintaka), Sigurmundur Sigurðsson, Stefán
Einarsson, Valtýr Albertsson.
Bókaeign Háskólasafns 1. júlí 1951 var 64508 bindi, þar af
var ársaukningin 7649 bindi, þótt færri bækur væru pening-
um greiddar en hvert hinna áranna frá stríðslokum. Keypt
stórverk á árinu var eitt, Weimarútgáfan af verkum Lúthers,
92 bindi (og nokkur bd. óútkomin).
Aðstoðarbókavörður safnsins var Ölafur Hjartar, og var
auk 8 þús. kr. fjárveitingarinnar (sbr. fyrri ár) veitt til starf-
ans kr. 1622,50 í vísitöluuppbót fyrir veturinn. Jafnframt við-
urkenndi Háskólaráð, að úr þessu aðstoðarstarfi þyrfti eins
fljótt og mögulegt er að gera bókavarðarembætti, en í bili
voru eigi ráð á öðru en auka nokkuð f járgreiðsluna til starfans.
j