Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Qupperneq 161
159
málaflokka, er stúdenta varða, eða hina, sem ekki varða stúdenta.
Verður sennilega að velja þann listann, sem styttri yrði — og vænt-
anlega yrði upptalning tæmandi í reglugerð. En allar bollaleggingar
um skýringu þessa atriðis eru að svo komnu út í bláinn; ósk og vilji
stúdenta hlýtur að vera, að í reglugerð verði mælt, að fulltrúi stúd-
enta sitji alla fundi háskólaráðs, en víki af fundi eða sitji hjá, er
þau mál eru afgreidd, sem ekki eru talin „varða stúdenta háskól-
ans almennt“.
Ekki er ákveðið neitt um það í lögunum, hvenær eða hvernig
stúdentaráð skuli velja fulltrúa sinn í háskólaráð, og ekki um það,
hvort sami fulltrúi skuli mæta fyrir stúdenta hönd heilan vetur. Er
eðlilegast, að ekki verði hafður neinn hringlandi í því og sami stúd-
ent mæti á fundum háskólaráðs hvern vetur í senn, sjálfsagt er að
kjósa varamann hans um leið og hann sjálfur er valinn — og að
kjósa aðeins annan þeirra í senn. Ekki er endilega nauðsynlegt, að
fulltrúinn hljóti % hluta greiddra atkvæða, eins og stungið var upp á
í tillögum stúdentaráðs, einfaldur meirihluti ætti að nægja.
í 14. gr. laganna er fjallað um fundi háskóladeilda. Var í frv.
ákvæði um heimild til að kalla fulltrúa stúdenta, er viðkomandi
deildarfélag nefndi til, á fundi, þegar þar væri rædd mál, er vörð-
uðu nemendur deildarinnar sérstaklega. Þessu var breytt, og í lög-
unum er greinin á þessa leið:
Nú er mál til umræðu á deildarfundi, sem varðar nemendur deildarinnar
almennt, og skal deildarforseti þá kveðja á fundinn fulltrúa nemenda, einn
eða fleiri, er stjórn deildarfélags nefnir til. Hafa fulltrúarnir þar mál-
frelsi, en eiga ekki atkvæðisrétt.
Um þessa breytingu er hið sama að segja og um breytinguna á
4. gr. Hér er að vísu gengið skemmra, því að fulltrúa stúdenta er
ekki fenginn atkvæðisréttur, en þar á móti vega nokkuð líkindin til
þess, að fulltrúar verði fleiri en einn í senn.
í 21.gr. frv. var svohljóðandi ákvæði:
Háskólaráði er heimilt, samkvæmt tillögum háskóladeildar, að ákveða
sérstök inntökuskilyrði í einstakar deildir eða greinar innan deildar. Með
sama hætti getur háskólaráð mælt svo fyrir í samþykkt, að aðeins ákveð-
inn fjöldi stúdenta skuli skráður i deild árlega og eftir hverjum reglum
hinni tilteknu tölu stúdenta sé veittur aðgangur að deildinni.
í efri deild var felld breytingartillaga um að fella niður síðari
málslið málsgreinarinnar. í neðri deild var hins vegar samþykkt til-
laga menntamálanefndar að fella þetta niður, en setja í þess stað:
Heimilt er að setja í reglugerð ákvæði um inntöku stúdenta í ein-
stakar deildir.