Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Qupperneq 116
114
sjóðsins nú þegar, er heimilt að úthluta við fyrstu úthlutun úr sjóðn-
um eða síðar.
5. gr.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja kandídata í íslenzkum fræðum frá
Háskóla íslands, sem reyndir eru að áhuga, dugnaði og góðum hæfi-
leikum, til framhaldsnáms og undirbúnings frekari vísindastarfa.
Veita má sama manni oftar en einu sinni styrk úr sjóðnum.
Stjórn sjóðsins getur áskilið, að styrkþegi flytji fyrirlestra við
Háskóla íslands um rannsóknarefni sitt, og skulu þeir fyrirlestrar
tengdir nafni dr. Rögnvalds Péturssonar.
Nú berst engin umsókn um styrk úr sjóðnum, er stjórn sjóðsins
telur vert að sinna, og er þá heimilt að fresta úthlutun og úthluta
síðar því fé, er til úthlutunar skyldi koma.
6. gr.
Stjórn sjóðsins skal eiga frumkvæði að því, að styrkir séu aug-
lýstir til umsóknar, og skal umsóknarfrestur að jafnaði vera til
1. júlí, en styrkur skal veittur hverju sinni 14. ágúst.
7. gr.
Stjóm sjóðsins skipa þrír menn. Rektor Háskóla íslands er sjálf-
kjörinn, og skal hann vera formaður. Hina tvo kýs háskólaráð til
fjögurra ára í senn. Varamenn eru vararektor Háskólans og tveir
varamenn, er háskólaráð kýs.
Stjórn sjóðsins skal halda gerðabók um úthlutun styrkja og annað
það, er varðar hag og rekstur sjóðsins.
8. gr.
Háskólaráð lætur gera reikninga sjóðsins ár hvert, og skulu niður-
stöður þeirra birtast í árbók Háskólans. Reikningar skulu endurskoð-
aðir með sama hætti sem reikningar annarra háskólasjóða.
9. gr.
Leita skal staðfestingar forseta íslands á skipulagsskrá þessari, og
skal hún síðar prentuð í B-deild Stjórnartíðinda og Árbók Háskólans.
SKBPULAGSSKRÁ
fyrir sjóð Selmu og Kay Langvads til eflingar menningartengsla
íslands og Danmerkur, nr. 220, 14. sept. 1964.
1. gr.
Sjóðurinn er stofnaður af frú Selmu Langvad, fæddri Guðjohnsen,
og Kay Langvad verkfræðingi. Höfuðstóll sjóðsins eru danskar krón-