Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Síða 129

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Síða 129
127 Útgáfustarfsemi Stúdentaráðs. í maí kom fyrsta blaðið út, samtals 24 síður, en því ritstýrðu Björn Teitsson stud. mag. og Páll Skúlason stud. jur. Annað blað var gefið út af Stúdentaráði í októberbyrjun, 8 síður, en í því voru nýstúdent- ar boðnir velkomnir og helztu verk og verkefni Stúdentaráðs kynnt. Stórt og myndarlegt blað, 56 síður, kom út 1. desember og annaðist útgáfuna ritnefnd kosin á almennum stúdentafundi. Ritstjóri blaðs- ins var Jón Oddsson stud. jur. í janúar kom síðan út fjórða blaðið, 16 síður, og var það fjölritað. Blað þetta var helgað einu málefni, byggingu Hallgrímskirkju. Ritstjórar voru þeir Jón Oddsson og Garðar Gíslason stud. jur. Auk þessara fjögurra blaða hefur Stúdentaráð gefið „Vettvang Stúdentaráðs“ út tvisvar sinnum á árinu. Almennt félagslíf. Ásamt Orator, félagi laganema, efndi Stúdentaráð til mælskunám- skeiðs. Var það haldið á Gamla Garði, stóð í fjögur kvöld og endaði með opnum málfundi. Meðal þeirra, sem aðstoðuðu og leiðbeindu á námskeiðinu, voru þeir Ævar Kvaran leikari, Ólafur Egilsson lög- fræðingur, Þorgeir Ibsen skólastjóri og Sigurður Líndal lögfræðingur. Bókmenntakynningar voru tvær haldnar á árinu. Sú fyrri fór fram föstudaginn 8. nóv., og kynnti þar rússneska ljóðskáldið I. Dolma- tovsky rússneskar nútímabókmenntir. Sú síðari fór fram í desember, í hátíðasal Háskólans. Var þá kynnt jólaleikrit Þjóðleikhússins, Hamlet, eftir Shakespeare. Sverrir Hólm- arsson stud. mag. kynnti leikritið með fyrirlestri og leikarar Þjóð- leikhússins fluttu þætti úr verkinu. Formaður bókmenntakynningarnefndar var Þorleifur Hauksson stud. mag. í nóvember var efnt til bridgemóts. í byrjun nóvember efndi Stúdentaráð til kvöldvöku eða kynningar- kvölds fyrir þá erlendu stúdenta, sem nám stunda hér við Háskólann. Kvöldvaka þessi fór fram í setustofu Gamla Garðs og sóttu hana vel- flestir erlendu stúdentanna svo og nokkrir innlendir, alls um 50 manns. Formaður S.H.Í. bauð fólk velkomið og flutti síðan stutt er- indi um stúdentalíf á íslandi, hlutverk Stúdentaráðs og störf þess. Bornar voru fram veitingar og íslenzk kvikmynd var sýnd. B. Ýmis hagsmunamál stúdenta. Lesrými. Fátt hefur verið meira aðkallandi undanfarin ár en viðunandi lestraraðstaða fyrir háskólastúdenta.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.