Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 114

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 114
112 Árbók Háskóla íslands heimildir um fornan germanskan og nor- rænan menningararf, og ekki aðeins sögu sína, heldur og annarra, fyrst og fremst Norðmanna. En á þrettándu öld glötuðu þeir sjálfstæði sínu. Saga þeirra á næstu öldum verður saga af baráttu við örbirgð og eldgos, hungur og drepsóttir. En tungan og þjóðernið lifir. Menningin fer ekki forgörðum. í 600 ár eru örlög íslendinga saga um sambúð fátæktar og skáldskapar, frelsisástar og áþjánar. Það er ekki fyrr en á þessari öld, að íslendingar endurheimta sjálfstæði sitt og koma á fót nútíma tækniþjóðfélagi. Hvernig gat þetta gerst? Hvernig má það vera, að 200.000 manns á eylandi úti við norðurpól tali enn tungu, sem fyrir 1000 árum var töluð um öll Norðui lönd og kölluð var dönsk tunga? Hvernig má það vera, að á öllum þessum öldum skuli þessi tunga aldrei hafa greinst í mállýskur, þótt hún hafi aðeins verið töluð af nokkrum tugum þúsunda manna, sem jöklar, fjöll og firðir skildu á milli? Hvernig má það vera, að þessi fámenni og fátæki hópur manna skuli ávallt hafa talið sig þjóð? Hvernig má það vera, að sjálfstæð menn- ing, íslensk menning, skuli hafa orðið eldgosum og plágum, hungri og áþján yfirsterkari? Ef til vill hugleiðum við of sjaldan, hver er munur menningar og siðunar. Siðunin er fólgin í valdi mannsins yfir umhverfi sínu, viðleitni hans til þess að ná yfirráðum yfir öflum náttúrunnar, yfir jörðinni og himninum. Tækni og hagkvæmni eru ein- kenni siðunar. Hún færir velmegun, gnótt efnisgæða. Siðun dafnar best í fjölmenni. Þeim mun stærra sem þjóðfélag er, þeim mun líklegra er, að það sé siðaðra í þessum skilningi. En menning er annars eðlis. Menningu lærir engin þjóð af annarri. Hún er ekki háð fjölmenni þjóðar eða stærð þjóðfé- lags. Menning þjóðar sprettur af innstu rót hennar sjálfrar og dafnar vegna þeirrar orku, sem býr í gömlum jarðvegi hennar. Menning er ræktun mannlegra eiginleika. Þá skiptir ekki máli, hvort maðurinn býr í höll eða hreysi, hvort hann er hluti af stórri heild eða smárri. Menning er einkamál. íslendingar eru nýlega orðnir aðilar að vestrænni siðun. Það er ekki fyrr en á þessari öld, að þeir hafa tileinkað sér tækni og hagkvæmni. En sú menning, sem þeir skópu fyrir meira en þúsund árum, lifir enn. Hún breytist, og svo á að vera. En rót hennar er enn hin sama. Þess vegna er eðli hennar óbreytt og mun verða. Hver er þessi rót, sem íslensk menning hefur sprottið af? Hvað yljaði fátæku fólki á löngum kvöldum í köldum hreysum um margar aldir? Það voru þær sögur og þau ljóð, sem til forna höfðu verið skráð á skinn og gengu mann frá manni. í þeim lifði tunga forfeðranna. Þar varðveittist það þjóðerni, sem orðið hafði til á þeirri eyju, sem hlaut nafnið ísland. Til þessa dags hafa þær bækur, sem geyma þessar bókmenntir, um aldaraðir verið varðveittar í þeirri borg, sem áður var ekki aðeins höfuðborg Danmerkur, heldur einnig íslands. Nú er flutningur þeirra hafinn tii heimkynna sinna, til þess lands, þar sem þær voru ritaðar, til niðja þeirra manna, sem skráðu þær. Það gleður sérhvern íslending. Það er íslendingum ekki metnaðarmál að endurheimta hand- ritin. Auðvitað er þeim það tilfinningamál- En tilfinningarnar eru ekki fyrst og fremst tengdar stolti yfir afrekum forfeðranna, heldur hugboði um hitt, vituðu eða óvit-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.