Alþýðublaðið - 05.07.1923, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.07.1923, Blaðsíða 3
 3 svívirðilagt, í fjandsamlegri von um, að fólkið sé hsefilega óment- að, heimskt og skilningslaust á íífið til þess að gína við atvega- leiðslu þeirra: >(Richard Wagner, 1813--1883, er sjálfsagt kunnur að nafni all- mörgum íslendingum sem stærsta söngleikaskáld heimsins, þö fáir að líkindum hafi heyrt eða skilji verk hans. En færri munu þein þó vera, sem er kunnugt, að Wagner var svæsinn, starfendi byitingamáður og tók þátt í byltingunni 1848 og várð fyrir það að fara landflótta til að komast hjá margra ára fangels- isvist. Eftirfarandi kafli er brot úr ritgerðum, sem hann skrif- aðifyrir Dresdener Voiksblátter:) Ég er hin hulda endurnýung æskunnar, hinn ævarandi frum- höfundur lífsins. Þar sem ég er ekki, þar geisar ógn dauðans. Ég er hugfróin, vonin, draum- sjón hinna kúguðu. Ég eyðilegg það, sem er, en af bjarginu, sem ég skín á, tekur nýtt hf fram að streyma. Ég kem til að brjóta aí yðúr alla þá fjötra, sem und- iroka yður, til að frelsa yður úr faðmi dauðans og til að blása nýju lífi í æðar yðar. í>að, sem er, verður að tarast. Það er hin eilífa lögeggjan lífsins, og ég, hin alt eyðileggjandi, uppfylli það lögmál til að skapa nýja, fegrandi tilveru. Ég vilumbreyta og endurnýja frá rótum það fyr- irkomulag, sem þið lifið viö, þvl það er afsprengi eymdarinnar, sem blómgást f eymd og volæði, og ávextir þess eru glæpir. Kornið er þroskað, og ég er uppskeru- maðurinn. Ég vii stökkva á burtu hverri einustu blekkingu, sem vald hefir yfir mönnunum. Ég vil eyðileggja drottnunarvald eins yfir mörgum, — drottnunar- vald þess Iítsnauða yfir hinu líf- ræna, — drottnun þess efaislega yfir þvf ándlega. Ég vil möl- brjóta vald hins mikla, afnema lög eignarréttarins. Látum vilja hvers einstaks vera meistara mannkynsins. Látum styrkleika hvers einstaklings vera hans eigin eign, því frjáls maður er heilag- ur maður og ekkert það til, sem er háleitara en hann. Ég vil eyðileggja núverandi fyrirkomulag, sem deilir mann- RafmagoS'Straujárn seld með ábyrgð kf. ll,OOo Rafofnar, okkar góðu og gömlu, frá kx*. 30,00. Hf, Rafmf, Hiti & Ljós, Laugavegi 20 B. — Sími 830: Bflmmfllm, sem sérstaklega er til búið til viðgerðar á gúmmí- stígvélum, lœst í Fálkanum. kyninu í óvinveittar andstæður: Þá sterku og þá lítilmagna, einkaréttindamenn og útlaga, ríka og snauða. Þáð gerir allar mannlegar verur ótarsælár. Ég vil eyðileggjá það fyrirkoœulag, sem gerir milljónir að þrælum hinna fáu og þá fáu þræla sfns Bdgar Kice Burroughs: Dýi* Tarzans. Gagntekin af skelfiDgu stóð Jane úti á skógar- götunni. Byssan og skotfærin voru gleymd í skýlinu. ' Sveinn var gleymdur og Rokofl og allar hættur. í trufluðum heila hennar rúmaðist ekkert annað en sá sorgiegi sannleiki, að barnið var sjúkt af hinni hræðilegustu frumskógaveiki, og að hún gat á engan hátt linað þjáningar, þess — þjáningar, sem hiaut að koma milii öngvitanna. Eina hugsun hennar var að finna einhvern, sem gæti hjálpað henni, — einhverja konu, sem hefði átt barn; — með þeirri hugsun kom endurminn- ingin um vinveitta þorpið, sem Sveinn hafði talað um. Ef hún að eins gæti í tíma náð því! Engum tíma var að spilia. Eins og hundelt hind snéri hún við og hljóp upp götuna í þá átt, er Sveinn hafði bent. Að baki sér heyrði hún skyudilega óp manna, skothveili og því næst þögn. Hún vissi, að Sveinn hafbi hitt Rússann. Hálfri stundu síðar * skjögraði húu lafmóð inn í lítið, afgiit þorp. Jafnskjótt flyktust kringum hana karlar, konur og börn. Ákafir, forvitnir svertingjar í uppnámi spurðu hana hundrað spurninga, sem hún ekki gat skilið eða svarað. það eina, er hún gat, var að benda tárvotum augunum á barnið í fangi sér, en stagastá: >Hiti, ■— hiti, — hiti.c Svertingjarnir skildu ekki orð hennar, en þeir eáu, hvað olli henni áhyggju, og brátt hafði ung J kona komið henni inn í kofa og reyndi þar ásamt fleirum að sefa barnið. Galdialæknirinn kom og kveikti ofurlítinn eld hjá barninu. Yfir honum sauð hann einhvern graut í leiipotti og gekk um leið muldrandi í kringum seyðinn. Alt í einu rak hann tagl af zebradýri ofan í grautinn ogatökkti nokkrum dropum af honum yfir andlit barnsins. Er hann var farinn. tóku konurnar að veina og væla, svo Jane hélt, hún yrði geggjuð; en hún vissi, að þelta var alt gert af góðum hug, svo hún þoldi það, þótt þjáningarnar út af veikindum barnsins ætluðu hreint að gera út af við hana. fað mun hafa verið komið undir miðnætti, er hún varð vör við skyndilega hræring í þorpinu, líún heyrði svertingjana deilay en skildi þá ekki. Alt í einu heyrði hún fótatak nálgast kofann, þar sem hún sat við bjartan eld með barnið i kjöltu sér. Veslingurinn litli var nú rólegur; augna- lokin voru hálfopin og sást í hræðilega starandi augun. Jane Clayton leit með skelfingu á liLla andlitið. Þetta var ekki hennar barn, — hvorki hold hennar né blóð, — en hversu samgróinn og kær var ekki þessi einstæðingur orðinn henni. Hjarta hennar, er var rænt afkvæmi hennar, hafði tekið þetta nafnlausa barn slíku ástfóstri, sem væfi það hennar barn. Veran á Kincaid átti sinn þátt í því. Hún sá, að dauðinn nálgaðist, og þótt hún sæi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.