Alþýðublaðið - 06.07.1923, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.07.1923, Blaðsíða 3
 Muniö, að Mjólkurfélag Reykjavíkur sendir yður daglega heim mjólk, rjóma, skyr og smjör, yður að kostnað- arlausu. — Pantið í síma 1387. Til Dagsbrúnarmansla Pélagsgjöldum or yeitt móttaka alla yirka daga kl. 6—7 siðd. í Tryggva- götu 3. Jóu Jónsson, fjármálaritari. leiðslunnar hafi fallið, heldur sumpart hækkað, t. d. kol. Fyrst er því að svara, að sjóménn hafa Iækkað sinn þátt í útgerð- arkostnaðinum meira en holt er og sízt minna tiltölulega en verð afurðanna hefir lækkað. Að ann- að hafi ekki lækkað að sama skapi er fyrst og fremst útgerð- armönnum að kenna, þar sem þeir hafa beint og óbeint spilt gengi íslenzkra peninga og með því haldið uppi dýrtíð í landinu. Um kolin mega þeir og að nokkru sjálíum sér kenna, þar sem landsverzlun var fyrir þeirra Hjálparstöð hjúkrunarfélags- ins >Líknar< er opin: Mánudaga . . . kl. n—12 f. h. IÞriðjudagá ... — 5—6 e. -- Miðvikudaga . . — 3—4 e. -- Föstudaga ... — 5—6 e. -- Laugardaga . . — 3—4 e. - SJítiI húseign á góðum stað er til sölu. Greiðsluskilmálar þægilegir. Afgr. vísar á. tilstilli Iátin hætta kolaverzlun, en hún gat vitanlega komist að betri kolakaupum en einstak- lingar. Hér hefir nú verið sýnt, að allar þessar átyllur eru ónýtar til að reisa á þeim kaúplækkun- arkröfu, en að öðru leytl eru þær góðar og sterkar, — að því leyti, að þær eru hrópandi ásök- un á hendur útgerðármönnum fyrir framferði þeirra og með- ferð á því valdi, er eignarráð framleiðslutækjanna hafa fengið þeim, og sýna betur en flest annað, hversu óhafandi er, að á slíkt skipulag haldist til lang- tramá, að minsta kosti án alvar- legrar og öflugrar íhlutunar rík- isvaldsins. Átyllubygging skrifstofustjór- ans er hrnnin. Á því íyrirtæki hafa útgerðarmenn áreiðanlega tapað, en ekki grætt, og það er enginn þjóðarskaði. Framlelðslntækin eiga að vera þjóðareign. Tarhugaverð skuld- heimta. Gott er jafnan að eiga skulda- skifti sin við áreiðanlega menn, en bezt er þó að þurta elgi að skutda verzlunum og einstökum mönnum. En því miður er efnahagur fárra svo góður, að ekki þurfi þeir að njóta lánstrauats. Og því Bdgar Rice Burroughs: Dýi* Tarzuns. mjög eftir fóstra sínum, óskaði hún, að endinn yrði nú skjótur og leysti barnið við þjániagarnar. Pótatakið út.i fyrir hætti við kofadyrnar. Úti fyrir heyrðisthljóðskraf; augnabliki síðar kom M’ganwazan, höfðingi flokksins, iim. Hún hafði varla séð hann, því konurnar höfðu strax tekið við henni. Hún sá nú, að höfðinginn var illilegur, og skein alt hið versta úr svip hans. Jane fanst hann líkari górillaapa en manni. Hann reyndi að tala við hana, en árangurslaust, og loks kallaði hann á einhvern úti. Annar svertingi kom inn; — sá var mjög ólíkur höfðingjanum, — svo ólíkur, að Jane sá strax, að hann var af öðrum flokki. Maður þessi var túlkur. Og fann Jane því nær við fyrstu spurningu M’gawazans, að hann var að reyna að grafast eftir einhverju alt öðru. Henni fanst það skrítið, að náunginn skyldi svo skyndilega fá áhuga á ætlunum hennar og einkum þó því, hvert ferðinni hefði verið heitiÖ, er hún varð að stanza í þorpi hans. Hún sá enga ástæðu til þess að dylja hann sannleikans; en þegar hann spurðí, hvort hún byggist við að hitta mann sinn að lokinni ferð þessari; hristi hún neitandi höfubið. Nú sagði hann henni, hvað hann hefði viljað. >Ég hefi nýfrétt,< sagði hann, >hjá mönnum, sem búa við vatnið mikla, að maður þinn hafi komið upp Ugambi á eftir þór nokkrar dagleiðir, en þá hafi svertiugjar ráðist á hann og drepið hann. Ég hefi sagt þér þetta, svo þú eyðir ekki óþarfa-tíma, ef þú hygst að hitta bóuda þinn við lok ferðariunar, heldur haldir rakleitt til strandar- innar.< Jane þakkaði Mrganwazan fyrir velvild hans, þótt hjarta hennar yrði dofið af þjáningum við þetta nýja áfall. Hún hafði þjáðst svo síðustu dagana, að heilinn var orðinn sljór. Hún starði þögul á andlit barnsins í kjöltu sér. Höfðinginn var farinn. Nokkru síðar heyrbi hún aftur þrusk við dyrnar; — annar var kominn inn. Ein konan kastaði skíði á eldinn. Eldurinn blossaði upp og varpaði birtu um kofann. Bjarminn'sýndi Jane, að barnið var dáið. Hún gat ekki sagt, hve lengi það hefði verið. Stuna le’ð frá brjósti hennar; höfuð hennar hné þögult ofan á böggulinn, sem hún þrýsti að brjósti sór. Urn stund var þögn í kofanum. Pá tók ein svertingjakonan að gráta ákaflega, Karlmaður hló fyrir framan Jane Clayton og nefndi nafn hennar. Hún hrökk saman, leit upp, og við henni blasti háðsiegt andlit Nikolas Rokoffs.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.