Alþýðublaðið - 07.07.1923, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 07.07.1923, Qupperneq 1
»923 Laugardaginn 7. jdlí. 152. tölublað. Sjdmannafélag Reykjavíkur 1 ' 1 1____m» 1 1 1 1 iiiin 1 111_1 1 heldur fund í Goodtemplárahúsinu laugardaginn 7. júlí kl. 7»/2. Fundarefni: Kaupdeitan (vörnin). Félagar, fjölmennið! Sýnið skírteini við dyrnar. Eigið það ekki á hættu, að eignir ykkar brenni övátryggðar. Brunabótafélagið „Nye Danske Brandíorslkrings @elskafe“ (eitt af elztu og ábyggilegustu vátryggingarfélögum Norðurlanda) tekur í eldsvoðaábyrgð húseignlr (þar á meðal hús f smíðum), innanhúsmuni, verzlunarvörur alls konar og ánnað lausafé. Vátryggingargjald hyergi lœgra. Aðalumboðsmaður fyrir ísland Sighvatur Bjarnason, Amtmannsstíg 2. y Skrifstofutími frá kl. 10 f. h. tll Jcl. 6 e. h. hvern virkan dag. Lúðras veitin. Lúðrasvéit Reykjavíkur á af- mæli í dag. Hún hefir nú starfað í heilt ár undir hinu nýja skipu- Iagi, og árángur þeirrar starf- semi er furðulegá mikill. Undir- rót hans er vitanlega sú fram- taks^ómi að fá hingað mann þann, Otto Böttcher, er stýrt hefir starfi sveitarinnar þetta fyrsta ár hennar með óblöndn- um, þýzkum áhuga og dugnaði. En félagar hans hafa lfka fylgt honum trúlega og af þoii'og þrautseigju. Af þessu samstarfi þeirra hefir Iíka sprottið mikili ávöxtur, lúðrasveitin sjálf, sem önnur slík hefir ekki þekst hér fyrr, og afrek hennar til fremdar hljómlist í borginni, svo sem úti- leikir hennar bygging hljóm- skálans og stofnun hljóðfæra- skólans. Hefir sveitin því ástæðu til að vera hreykin á þessu af- mæli sínu. Af tilefui þess leikur hún úti í kvöld á Austurvelli kl. 8 »/2 og tekur um Ieið þakk- samlega á móti afmælisgjöfum í kassana, sem menn kannast við. Á morgun fer lúðrasveitin til Þingvalla og leikur þar einni eða tveimur stundum eftir há- degi. H. Slys. Bifreiðarslys vildi til vestur hjá Seldúðum í gær á þann hátt, að meðan bifreiðarstjórinn fór inn í hús, íyltist bifreiðin, sem vár vöruflutningabifreið, af börnum, og ók bifreiðarstjórinn af stað án þess að gæta þess að reka börnin af bifreiðinni. Þegar svo bifreiðin ök fyrir næsta götuhorn, var svo mikill hraði á, að kast kom á allan hópinn, svo að þrjú börnin hrutu úr, og eitt þeirra, 12 ára stúlka, dóttir Ásgeirs Ásmundsson í Selbúðum, varð fyrir öðru afturhjólinu og meiddist - stórkostlega á höfði. Var hún samstundis flutt á sjúkrahús og dó þar klukkustund síðar. Margir bifreiðárstjórar, sem vöruflutningabifreiðum aka, gera sér það að fastri reglu að aka aldrei börnum á bifreiðum sfnum, enda er þar illstætt fyrir karl- menn, hvað þá börn, ef nokkur hraði er á. Slíka reglu ættu okki margir, heldur allir bifreiðar- stjórar að hafa. Þyrftu þá ekki slík slys sem þessi að koma fyrir. Listasýningu, hina 4. í röð- inni, ætlar Listvinafélágið að halda í haust. V’rður hún opnuð 22. september. Myndir eiga að 1 vera komnar fyrir 18. september. Vatniö. Aðfaranótt sunnudaga verður vatni úr Elliðaánum hleypt í vatnsæðar bæjarins ög verður ekki fyrst um sinn samband við Gvendarbrunna. Borgarstjórinn í Reykjavík, 6. júlí 1923. K. Zfmsen. Strausykur 70 aura, melís 75 aura, toppasykur, smjörlíki 80 aura, spaðsaltað dilkakjöt. Hannes Jónsson, Laugavegi 28. Hámark vinnntíma á dag á að vera átta tímav við létta vinnu, fœrri tímar vlð erfiða vinnu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.