Stúdentablaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 4
Svipmyndir frá
alþjóðadegi HÍ og SHÍ
FS og Íslandssími í samstarf
Félagsstofnun stúdenta og Íslandssími
hafa samið um símaviðskipti fyrir allar
deildir Félagsstofnunar, þ.m.t. íbúðir á
Stúdentagörðunum. Islandssími á þannig að
sjá um alla símaþjónustu fyrir FS, úthluta
1000 númera röð, sjá um að tengja öll íbúð-
arhús á stúdentagarðasvæðinu og setja upp
og reka símstöð. Hverri íbúð verður úthlut-
að föstu símanúmeri og verða öll símtöl
milli íbúða á Stúdentagörðum gjaldfrjáls. Þá
lxkkar stofnkostnaður verulega og gjaldskrá
verður hagstæðari en áður. Breytingar á
símanúmerum á Stúdentagörðum verða
gerðar í áföngum og geta þeir sem búa á
görðunum valið hvort þeir fá úthlutað nýju
númeri. Hins vegar fá allir nýir íbúar úthlut-
að nýju föstu númeri úr númerarunu garð-
anna. Farið verður að tengja íbúðir á næstu
dögurn og verður því verki, ásamt uppsetn-
ingu símstöðvar, væntanlega lokið eítir tvo
til þrjá mánuði. Miðvikudaginn 7. febrúar
skrifuðu Guðrún Björnsdóttir, fram-
kvæmdastjóri FS, Baldvin Ólason, rekstrar-
stjóri Stúdentagarða, Dagný Halldórsdóttir,
aðstoðarforstjóri Íslandssíma, og Sigurður
Sveinsson, viðskiptastjóri Islandssíma, undir
samninginn.
HASKOLAUTVARP FM 89,3
Dagana 26. febrúar til 4. mars mun háskólaútvarpið senda
út fjölbreytta
dagskrá kl. 13 - 18.
Hvar finnur maður svörín?
Nemendaráðgjöf við Háskóla íslands
Við hvern tala ég þegar ég ætla að skrifa
BA-ritgerð? Á ég að taka þetta nám-
skeið á undan þessu? Hvernig ædi sé
best að haga álaginu í náminu?
I’etta eru spurningar sem flestir þeltkja
enda lenda allir í því að vera ekki vissir um
hvernig sé best að skipu-
leggja nám sitt. Þá er gott
að geta leitað til eldri nema
sem geta gefið manni góð
ráð. Ekki eru þó allir jafn
framhleypnir og tíl í að
gefa sig á tal við ókunnugt
fólk og þess vegna voru
embætti nemendaráðgjafa
stofnuð fyrir tíu árum að
frumkvæði fulltrúa nem-
enda í háskólaráði. Nú er
nemendaráðgjöf orðinn
skipulagður þáttur af há-
skólastarfmu og heyrir
undir Námsráðgjöf. Stúd-
entablaðið kom að máli við
Hrafnhildi Kjartansdóttur hjá Námsráðgjöf
Háskóla Islands og spurði hana út í hlutverk
nemendafúlltrúa.
„Nemendafulltrúar eru undir umsjá
Námsráðgjafarinnar. Þeir eru nú um fimm-
tíu talsins. Markmiðið með nemendaráðgjöf
er að nýta þekkingu og reynslu þeirra nem-
enda sem eru komnir áleiðis í námi, bæði í
þágu nýnema og þeirra sem ekki eru enn
byrjaðir í námi. I’annig kynna nemendaráð-
gjafar fag sit á árlegri námskynningu sem
haldin er í Aðalbyggingunni.“
Hrafnhildur segir að Námsráðgjöfm vísi
oft fyrirspurnum til nemendaráðgjafa. „Ef
fólk er að leita upplýsinga sem varða tiltekna
námsgrein, t.d. um innbyrðis tengsl nám-
skeiða eða þvíumlíkt, þá er betra að nem-
endaráðgjafar svari slíkum spurningum. Svo
verða ýmis önnur verkefni á vegi nemenda-
ráðgjafa, t.d. að vera milligöngumenn í ýms-
um hagsmuna- og ágreiningsmálum. Starfið
er því fjölbreytt en alls ekki tímafrekt.“
Nemendaráðgjafar eru kosnir á aðalíúnd-
um deildarfélaga og hefúr Námsráðgjöf
mælst til þess að fráfarandi ráðgjafar tilnefni
eftirmenn sína. „Nauðsynlegt er að í þetta
starf veljist ábyrgt fólk með reynslu af nám-
inu. I byrjun haustmisseris er svo haldið
stutt námskeið fyrir alla nemendaráðgjafa
þar sem farið er yfir hlutverk þeirra og skyld-
ur. Til dæmis þurfa þeir að skrifa undir trún-
aðareið því þeir eru bundnir þagnarskyldu.
Þá hafa þeir skyldum að
gegna, ekki aðeins við
nemendur heldur einnig
við viðkomandi náms-
grein. Embætti þeirra
gengur svo að hluta til út
á að jafna aðgang nem-
enda að upplýsingum,
óháð framfærni hvers og
cins eða kunningsskap
við reyndari nema.“
Nemendaráðgjafar
geta alltaf leitað til
Námsráðgjafar ef erfið
mál koma upp en aðrir
_______________ samstarfsaðilar eru Stúd-
entaráð Háskóla Islands,
Nemendaskrá, skrifstofústjórar deilda,
kennarar og Alþjóðaskrif-
stofa háskólastigsins.
Nemendaráðgjafar fá skjal
í lok starfstímabilsins á ís-
lensku og ensku, undirrit-
að af rektor, og þetta láta
nemendur gjarna fylgja
með umsóknum við er-
lenda háskóla þar sem oft
er tekið tillit til trúnaðar-
starfa á borð við þetta.
Ekki full
vinna!
Kristján Rúnar Kristjánsson er nemendaráð-
gjafi fyrir nemendur í stærðfræði og eðlis-
fræði. I’etta er annar veturinn sem hann
gegnir þessu starfi en hann stundar meist-
aranám í eðlisfræði og lauk BS-prófi í eðlis-
fræði og stærðfræði.
Kristján fer að hlæja þegar ég spyr hann
hvort allt sé brjálað að gera hjá honum sem
nemendaráðgjafa. „Þetta er nú ekki alveg
íúll vinna! En auðvitað þarf að gegna vissum
skyldum. Aðalmarkmið
mitt er raunar að halda í
fyrsta árs nema en í þess-
um skorum er mikið
brottfall á fyrsta ári sem er
slæmt því það hefja ekki
svo margir námið. Fyrsta
árs nemarnir eru okkur
rnjög kærir og við leggj-
um mikið upp úr því að
halda þeim hjá okkur. I
byrjun annar fara allir
með félaginu í sumarbú-
staðaferð og þá hef ég
notað tækifærið og kynnt
nemendaráðgjöfina í
svona heimilislegu and-
rúmslofti!“
Kristján er ekki með fasta viðtalstíma en er
mikið á ferli í skólanum og heíúr auglýst
netfangið sitt víða þannig
að nemendur geta alltaf
sent honum póst. „Flestar
fyrirspurnir snúast því
miður um að nemendur
sjá fram á að ráða ekki við
fúllt nám og þá er ég þeim
innan handar um hvernig
þeir geta raðað saman
námskeiðum. Að sama
skapi eru svo fáir nemend-
ur hér að þeir þurfa að
hafa visst samráð um
hvaða valnámskeið þeir
ætla að sækja og ég hef
skipulagt það. Nú og svo
hef ég skipulagt hlut eðl-
isfræðinnar og stærðfræðinnar á námskynn-
ingunni sem haldin er í Aðalbyggingunni en
það hefúr allt verið í nánu samráði við kcnn-
ara enda eru það yfirleitt einn kennari og
einn nemandi sem sjá um að kynna hvert
fag.“
Aðspurður um hvort hann fái sálræn
vandamál nemenda inn á borð til sín, þá
hristir hann bara höfúðið og segir að hann
myndi nú vísa slíkum málum annað. Við svo
búið kvaddi ég Kristján, fullviss um að hann
heföi svör á reiðum höndum handa ráðvillt-
um nemendum.
Full þörf
á þessu
Helga Þórunn Arnardótt-
ir hefúr lokið 60 eining-
um í félagsfræði og stund-
ar nú nám í í félagsráðgjöf
þar sem hún er nemenda-
ráðgjafi. Aðspurð um
starfið segir hún að það
felist fyrst og fremst í að
veita nemendum upplýs-
ingar um námsgreinina frá sjónarhóli þess
sem leggur stund á hana.
„Þá er ég að tala um upplýsingar um inni-
hald cinstakra námskeiða, um mismunandi
kröfúr og mismunandi áherslur kennara. Að
sama skapi getur nemendaráðgjafi leiðbeint
nemanda um hvert hann eigi að snúa sér í
réttindamálum, hvort sem það eru hags-
munamál eða kvartanir yfir einstökum atrið-
um. Að sama skapi þarf nemendaráðgjafi að
vera tengiliður við aðra fagtengda skóla og
stofnanir."
Helga telur vera fulla þörf fyrir svona
embætti. „Auðvitað leita margir fremur til
einhvers sem þeir þekkja en ef fólk þekkjr
engan er nauðsynlegt að það geti fengið
upplýsingarnar einhvers staðar. Ég hvet
nemendur eindregið til að hafa samband ef
eitthvað er, hvort scm er í gegnum síma eða
tölvupóst. Þá má minna á að nemendaráð-
gjafar eru bundnir af þagnarskyldu og fúll-
um trúnaði er heitið um öll mál, hversu
smávægileg sem þau kunna að virðast."
Netfang Helgu er helgaar@hi.is
4 stúdentablaðiö - febrúar ‘01