Stúdentablaðið - 01.02.2001, Blaðsíða 22
j Röskva vill fulla ferð áfram!
- Úr málefnaskrá Röskvu
Þjóðarátak í þágu Háskóla íslands - kraft-
mikill Háskóli fýrir alla
'jþ í tilefni 90 ára afmælis Háskóia Islands vill
Röskva efna til þjóðarátaks í þágu Há-
skóla Islands. Afmxlið er kjörið tækifæri
til að vekja þjóðina til vitundar um mikil-
vægi öflugs þjóðskóla. Með skipulögðu
og sameiginlegu átaki stíidenta, ríkis,
sveitarfélaga, atvinnulífs og aimennings,
þar sem hver hefur sitt hlutverk gctum við
skapað kraftmikinn Háskóla fyrir alla:
Atvinnulífið: Meðal annars verði markvisst
-t
ieitað afmælisgjafa til Háskólans frá fyrir-
tækjum og tekið upp samstarf við Samtök
atvinnulífsins og fleiri um úttekt á því
hvernig háskólamenntun skilar sér til at-
vinnulífsins. Fyrirtæki veiti stúdentum styrki
til sérstakra verkefna og rannsókna og
möguleikar stúdenta á framhaldsstyrkjum
hjá Nýsköpunarsjóði námsmanna verði
auknir.
Almenningur: Stúdentar standi fyrir öflugri
kynningu á starfsemi Háskólans og mikil-
^vægi hans og almenningur riti undir áskor-
un á stjórnvöld um að hækka fjárveitingar til
Háskóla Islands á afmælisárinu.
Sveitarfélög: Sveitarfélögin á höfúðborgar-
svæðinu verði virkjuð til uppbyggingar
Stúdentagarða og sveitarfélög á lands-
byggðinni til uppbyggingar rannsókna.
Ríki: Markvisst verði barist fyrir því að ríkið
^geri vel við Háskólann á afmælisárinu og
m.a. hvatt til þess að afmælisgjöf ríkis til
skólans verði sérstök fjárveiting til bygg-
ingaframkvæmda.
Sóknarfærí í lánasjóðsmálum
• Röskva vili hærri grunnframfærslu og frí-
tekjumark. Nýlegur úrskurður umboðs-
manns Alþingis skapar sóknarfæri við
endurskoðun grunnframfærslunnar.
• Röskva vill að stúdentar taki af skarið og
geri sjálfir vandaða könnun á raunveru-
legri framfærsluþörf námsmanna.
• Röskva vill afnám tekjutengingar við maka
með því að nýta þann byr sem öryrkja-
dómurinn gefúr.
Lifandi Háskóli
• Röskva ætlar að festa Stúdentadaginn í
sessi og gera veg hans enn mciri.
• Röskva vili koma á fót nýnemaviku í sam-
starfi við nemendafélögin með margvís-
legum uppákomum.
Áframhaldandi sókn í kennslumálum
• Röskva vill að utanaðkomandi fagaðiiar
verði látnir meta gæði skora og deilda.
Röskva vill að kennslukannanir taki mið af
sérkennum deilda til að fá fram gleggri
mynd af gæðum námskeiða.
• Röskva vill flýta birtingu próftaflna.
• Röskva vill samstarf við aðra innlenda
skóla þannig að nemendur geti tekið
hluta náms síns við þá.
• Röskva vill að vinnuálag bak við hverja
einingu verði endurskoðað.
Þátttaka stúdenta í rannsóknum
Röskva vill efla aðstoðarmannasjóð HI.
• Röskva vill auka möguleika stúdenta á að
starfa á fræðasetrum vítt og breitt um
landið.
Stúdentavænt húsnæðiskerfi
• Röskva vill réttlátara húsaleigubótakerfi
sem veitir fleiri námsmönnum rétt til
húsaleigubóta.
• Röskva vill nýta þjóðarátakið til frekari
uppbyggingar Stúdentagarða.
Tæknivætt stúdentasamfélag
• Röskva vill standa fyrir söfnunarátaki til að
koma skjávörpum í alla helstu fyrirlestrar-
sali HÍ.
• Röskva vill prófgagnabanka á netinu þar
sem nemendur geta nálgast gömul próf
með aðgengilegum hætti.
• Röskva vill nútímalegri þjónustu á Stúd-
entagörðum. Biðlistar verði aðgengilegir
á netinu og nemendur losni við að skila
inn skattframtölum og námsyfirliti.
• Röskva vill vinna áfram að smartkortavæð-
ingu háskólasamfélagsins og rýmka með
því opnunartíma bygginga HÍ.
Búið að bömum stúdenta
• Röskva vill hcfja rekstur nýs leikskóla í
Efri-Hlíð.
• Röskva vill leita samninga um forgang
barna stúdenta í dagvistun við nágranna-
sveitarfélög Reykjavíkur.
• Röskva vill aukið tillit til séraðstæðna
barnafólks hjá LIN.
• Röskva vill setja barnagæslumiðlun Stúd-
entaráðs á nctið.
Magamál
• Röskva vill matsölustað í Stúdentaheimil-
ið við Hringbraut.
• Röskva vill að FS selji stúdentum heitan
mat á hagstæðu verði á háskólasvæðinu.
• Röskva vill matar- og kaffisjálfsala í bygg-
ingar Háskólans.
Umhverfisvænn Háskóli
• Röskva vill halda „Grænan dag“ til að
auka umhverfisvitund háskólafólks.
• Röskva vill auðvelda endurvinnslu gæða-
pappírs, gosdrykkjaumbúða og bylgju-
pappa á háskólasvæðinu.
Tengsl stúdenta, atvinnulífs og Háskólans
• Röskva vill reglulegt hringborð Háskólans
og atvinnulífsins til að auka tengsl skólans
við fýrirtæki og skapa aukið fjármagn til
HÍ.
• Röskva ætlar að berjast fyrir því að fýrir-
tæki sjái sér skattalegt hagræði í að veita fé
til Háskólans.
• Röskva vill auka möguleika stúdenta á
framhaldsstyrkjum hjá Nýsköpunarsjóði
námsmanna.
Réttindi stúdenta
• Röskva vill sérstaka Réttindaskrá stúdenta
þar sem réttindi og skyldur nemenda eru
skilgreind með skýrum hætti.
• Röskva vill tryggingamál stúdenta í höfn
þannig að réttarstaða þeirra sé tryggð.
Og allt hitt...
Röskva hefur gefið út ítarlega stefnuskrá
sem tekur á öllum þáttum háskólasamfélags-
ins. Kynnið ykkur málefni beggja fýlkinga
og takið afstöðu. Það skiptir máli að kjósa!
Helstu atriði
í stefnu Vöku 2001
Vaka leggur í þessari kosningabaráttu fram
mjög skýran valkost fýrir stúdenta. Við setj-
um fram ítarlega dagskrá fýrir Stúdentaráð
sem inniheldur fjóra viðburði í hverjum
mánuði og langflestir þeirra eru algjörlega
nýir af nálinni. I’essir viðburðir eiga sumir
að stuðla að samstöðu stúdenta en fjölmarg-
ir þeirra varða hagsmunamál stúdenta og
Háskóla Islands. Hér er listi yfir atburðina
en nánari útskýringar fást á heimasíðu okkar
www.vaka.hi.is og í útgáfú á vegum félags-
ins. Við byrjum í apríl þegar við höfúm
fengið tækifæri til að koma okkur fýrir í
Stúdentaráði.
Apríl
Fjölskylduvika - margvíslegar uppákomur
fýrir fjölskyldufólk.
Ráðstefna um framtíð háskólasvæðisins -
stórt hagsmunamál fýrir stúdenta.
Opinn ftindur um kosningarnar í Færeyjum
- áhugavert mál.
Húsnæðismál Háskólans tekin föstum tök-
um - kynningarátak Stúdentaráðs.
Maí
Jóga í leikfimishúsinu - losnið við stressið í
prófúnum.
Lánasjóðsmálin í brennidepli - hugmyndir
Vöku lagðar til grundvallar í árangursríkum
viðræðum við LIN.
Hagsmunasamtök íbúa á stúdentagörðum
stofnuð - sameiginlegur málsvari scm sinnir
hagsmunum íbúa á görðunum.
Betrumbætt einkunnaskilaheimasíða - já-
kvæður þrýstingur og málefnaleg gagnrýni.
Júní
Frumkvöðlanámskeið fýrir stúdenta - tæki-
færin eru alls staðar.
Næturgaman í Nauthólsvík - skemmtilegur
viðburður um sumarið.
Síungur Háskóli - Stúdentaráð tekur virkan
þátt í 90 ára afmæli Háskólans.
Lokaverkefnabankinn opnaður á netinu -
hugmynd Vöku framkvæmd með stæl.
JÚIÍ
Ný heimasíða SHI opnuð - alvöru netsam-
félag stúdenta.
Hollvinasamtök allra dcilda styrkt - raunhæf
leið til að styrkja stöðu deildanna.
Viðskiptapakki Stúdentaráðs kynntur -
Stúdentaráð kemur fýrirtækjum í samband
við háskólasamfélagið.
Islensk vísindi og þróunarlöndin - ráðstefna
um hvernig vísindasamfélagið getur komið
þróunarlöndunum til aðstoðar. Stúdentar
láta gott af sér leiða.
Ágúst
Handbók stúdenta kemur út - í fýrsta sinn
kemur Akadcmía út í byrjun skólaársins - nú
bætt og breytt.
Hvar á stúdentinn heima - Stúdcntaráð
berst fýrir betri húsakosti fýrir stúdenta.
Stúdentar í stórinnkaupum - ýmis tilboð til
stúdenta kynnt.
Hraðlestrarnámskeið fýrir stúdenta - stúd-
entar lesa hraðar með Vöku.
September
Stúdentadagurinn - góð hefð fest í sessi.
Heilsuvika - hcilbrigð sál í hraustum líkama.
Ráðstefna um netið og kennsluhætti fram-
tíðarinnar.
Hvernig kernst ég í gegnum Háskólann -
Stúdentaráð, undir forystu Vöku, tekur vel á
móti nýstúdentum og hjálpar þeim að að-
lagast.
Námskeið fýrir hagsmunafúlltrúa stúdenta -
Stúdentaráð eykur tengsl við hagsmunafull-
trúa og aðstoðar þá við störf sín.
Október
Háskólaleikarnir - HÍ keppir við aðra skóla.
Vísindaferðir fýrirtækja í Háskólann - Vaka
býður fulltrúum fýrirtækja að kynna sér Há-
skóla Islands.
Tónlistarvika - ljúfir tónar létta andrúms-
loftið í Háskólanum.
Á jöðrum hefðbundinna fræða - ráðstefna
um þverfaglegt nám og rannsóknir.
Nóvember
Leikhúsvika - háskólafólk skreppur í leikhús
og leikhúsfólk skreppur í Háskólann.
Glósuveisla - Stúdentar skiptast á glósum.
Trúarbragðavika - jafnréttisnefnd Stúdenta-
ráðs stendur fýrir kynningarátaki á trúar-
brögðum heimsins.
I’unglyndir dagar - Stúdentaráð, undir for-
ystu Vöku, tekur skammdegisþunglyndi til
umræðu.
Desember
Fullveldishátíð - Stúdentaráð, undir forystu
Vöku, heldur glæsilega hátíð þann 1. des.
Jóga - það þarf líka að slappa af í jólapróf-
unum.
Jólatrésskemmtun - að venju stendur SHI
fýrir jólaballi í samstarfi við Félag háskóla-
kennara.
Virkt eftirlit með prófaframkvæmd - Vaka á
vettvangi.
Janúar
Eru próf besti mælikvarðinn á námsárangur?
- ráðstefna um námsmat í Háskóla.
Dansnámskeið - stúdentar rifja upp sporin
fýrir árshátíðavertíðina
Er háskólanám fúllt starf? - niðurstöður í
viðhorfskönnun stúdenta kynntar og um-
ræður um viðhorf til háskólanáms.
Fjármálanámskeið - Stúdentaráð hjálpar
stúdentum að sjá fram úr skuldunum.
Febrúar
Réttindavika - kynning á baráttumálum
stúdenta
Innanskólarimman - ftilltrúar deilda takast á
í ýmsum þrautum
Kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs -
líflegur tími í hagsmunabaráttunni
Háskólinn í alþjóðlegu umhverfi - ráðstefna
um stöðu HI í aþjóðlegu vísindasamfélagi
Mars
Menningardagar - menningarviðburðir fýr-
ir stúdenta
Nýtt Stúdentaráð - tekur við 15. mars
Önnur helstu atríði:
LÍN
Hækkun frítekjumarks og lækkun skerðing-
arhutfallsins eru forgangsmál.
Betri þjónusta.
Afnám tekjutengingar við húsaleigubætur.
Afnám skerðingar vegna tekna maka.
Kennslumál - og hagsmunamál
Stúdcntar í vcrknámi séu tryggðir.
Þverfagleg nám í öndvegi.
Próftöflur og stundaskrár í kennsluskrá.
Reglulegar kennslukannanir.
Framhaldnám eflt.
Prófsýningar auglýstar.
Skráningareyðublöð á netið.
Betrumbætt einkunnaskilasíða.
Gömul próf á netið.
Starf Stúdentaráðs
Betri samskipti við nentendafélög og hags-
munafulltrúa.
Óháð hagsmunabarátta.
Námskeið fýrir hagsmunafulltrúa.
Hús og HÍ-býli
Sólarhringsopnun í byggingum Háskólans.
Meira úrval, lengri opnunartími og fjöl-
breytni í kaffistofunum.
Háskólatorg.
Afnám einkaleyfisgjalds Happdrættis Há-
skóla íslands.
Ríkið styrki húsbyggingar HI til jafns við
byggingar annarra skóla.
Staðarnetið notað í kennslu.
Betri bókakostur.
Fleiri tímarit.
Bætt aðgengi fadaðra.
Lengri opnunartími I’jóðarbókhlöðunnar.
Fjölskyldumál
Fleiri dagvistunarúrræði.
Stundaskrár taki mið af eðlilegum vinnu-
degi.
Betri nýting á skólaárinu.
Barnfóstruvefúr.
Hér er tæpt í stikkorðaformi á áhersluatrið-
um Vöku fýrir þessar kosningar. Við bend-
um fólki á heimasíðu okkar þar sem nánari
upplýsingar er að finna.
22 stúdentablaöið - febrúar ‘01