Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 4

Stúdentablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 4
4 stúdentablaðið _______________fregnir____________ Hátíð í skugga skólagjalda Brot úr ræðu formanns Stúdentaráðs á Háskólahátíð Háskóla íslands 5. október 2001 Amiðvikudagsmorgun hóf Stúdenta- ráð undirskriftasöfnun til að mót- mæla fyrirhuguðum hækkunum og skoraði á stúdenta að leggja sér lið. Við- brögð stúdenta eru skýr og afdráttarlaus. A rúmum tveimur sólarhringum hafa rúm- lega 3100 stúdentar skrifað undir mótmæl- in og krafist þess að ráðherrar tjármála og menntamála dragi hækkun innritunargjalda til baka. I’etta þýðir að næstum því h\'er einasti stúdent sem hefur mætt í skólann undanfarna þrjá daga hefur skrifað undir mótmælin. Þessi fjöldi undirskrifta lýsir órofa samstöðu meðal stúdenta og ein- dregnum vilja þeirra til þess að brjóta á bak aftur ólöglega tilraun ráðherranna til að koma á skólagjöldum við Háskólann. Eg trúi því og treysti að Alþingi Islend- inga virði vilja stúdenta og leggist gegn f\rr- irhuguðum hækkunum. Stúdentar krefjast að Alþingi standi vörð um þjóðskólann og hugsjónir okkar um jafnrctti til náms. I afmælisblaði Háskólans spyr rektor ís- lensku þjóðina hvort það sé vilji hennar að tekin verði upp skólagjöld við Háskóla Is- lands. Svar fjármála- ráðherra við þessari spurningu liggur fyr- ir. Svar menntamála- ráðherra er öllum ljóst. Hækkun innrit- unargjalda er enn ein tilraun ráðherranna til að fara fjallabaks- leið að því að koma Háskóla Islands í þá stöðu að skólinn sé nauðbeygður til að taka upp skólagjöld. Háskólayfirvöld verða að standa fast á þeirri stefni sinni að hafna skólagjöldum. Aðeins er liðið rúmt ár frá því að rektor lagði fram bókun í æðstu stjórn skólans þess efnis að gjaldtaka við hið svokallaða MBA nám fæli ekki í sér stefnubrcytingu hvað varðar upptöku skólagjalda. Eg skora á há- skólayfirvöld að halda fast við stefnu sína og neita að beygja sig fyrir vilja ráðherranna. Stúdenta- ráð mun berjast af krafti gegn þessari til- raun til að breyta innritunargjöldum í al- menn skólagjöld. Háskólayfirvöld verða að leggja lóð sín á vogarskálarnar, þau geta ekki verið stefnulaus í einu stærsta hags- munamáli allra háskólamanna. Kæru hátíðargestir. I 90 ár hefiir Háskóli íslands verið kraft- rnikill þjóðskóli; greiður farvegur ungs fólks til æðri menntunar, farvegur sem hef- ur breitt úr sér og vaxið ásmegin með hverju árinu sem hefur liðið. I 90 ár hefur íslenska þjóðin hafnað skólagjöldum við þessa æðstu menntastofnun landsins. Há- skóli Islands er öflugri en nokkru sinni fyrr og íslenskt þjóðfélag hefur aldrei verið bet- ur í stakk búið til að halda úti alþjóðlegum rannsóknarháskóla. Á slíkum tímamótum ætti háskólahátíð að vera vettvangur fögnuðar, stolts og bjartsýni. Þess í stað er hátíðin haldin í skugga skólagjalda. Það er afmælisgjöf menntamálaráðherra til Háskólans. Stúd- entar munu aldrei taka við gjöf af þessu tagi, við ætlum ekki að víkja frá hugsjónunr okkar um jafnrétti til náms. Um leið og ég afliendi menntamálaráðherra undirskrift- irnar þá segi ég fyrir hönd stúdenta við Há- skóla Islands: Við mótmælum öll. Afstaða Vöku til hækk- unar innritunargjalda: Vaka er andvíg því að innritunargjöld í HI hækki skyndilega um 40% án nokkurra raka. Vaka hefur ályktað vegna málsins og þannig sýnt vilja sinn í verki. Samkvæmt frumvarpi til tjárlaga árið 2002 er yfirvöld- um Háskólans veitt heimild til að inn- heimta allt að 35.000 króna inriritunar- gjald. Hækkun upp á 10.000 krónur getur orðið stúdentum þungbær. Ekki síst í ljósi þess að ýmsar hækkanir af hálfu opinberra aðila hafa orðið að undanförnu svo sem hækkun leikskólagjalda. Þá er ástandið á leigumarkaði óhagstætt stúdentum auk þess sem almennar verðlagshækkanir hafa orðið. Hækkun innritunargjalda nú, án þess að sýnt hafi verið frarn á aukinn kostn- að við innritun stúdenta, er flestum stúd- entum því þungbær. Við leggjum áherslu á að verði frumvarpið að lögum frá Alþingi, þá þýðir það ekki að Háskólinn verði að hækka innritunargjöldin um hæl. Um er að ræða heimild og því hvetjum við yfirvöld Háskólans að nýta sér ekki til fulls heimild- ina til hækkunar innritunargjaids. Það liggur hins vegar ljóst fyrir að tekjur Háskólans verða að aukast og við höfum í því sambandi lagt áherslu á að efla tengslin við atvinnulífið, enda slík tengsl Háskólan- um sem og atvinnulífinu t\'ímælalaust til góða. Vaka hafnar á hinn bóginn skóla- gjöldum við Háskóla Islands. Stúdentaráð brást hart við frumvarpinu og rétt er að taka það fram að það er ckki enn orðið að lögum. Undirskriftasöfnun var hrint í fram- kvæmd og fóru stúdentaráðsliðar bcggja fylkinga í byggingar til að safna undirskrift- um. Ég er mjög ánægð með þá samstöðu sem fylkingar sýndu, enda ánægjulegt að andstæðar fylkingar séu samstíga í málum sem þessum. þorbjörg s. gunnlaugsdóttir Afstaða Röskvu til hækk- unar innritunargjalda: Röskva hefur ætíð barist af mikilli hörku gegn öllum hugmyndum um skólagjöld við Háskóla Islands. 40% hækkun innritun- argjalda er ekkcrt annað en dulbúin upp- taka skólagjalda við Háskólann enda er hækkunin sett fram með þeim hætti að gjöldin eigi að standa undir útgjöldum til kennslu, Það brýtur gegn lögum því innrit- unargjöld mega einungis standa undir kostnaði við innritun nemenda. Engin rök hafa verið færð fyrir því að sá kostnaður hafi aukist um 40% á þeim tveimur árum sem eru liðin frá því að gjöldin voru síðast hækkuð. Röskva lítur því á boðaða hækkun innritunargjalda sem enn eina tilraun menntamálaráðherra til að koma á almenn- um skólagjöldum. Að frumkvæði Röskvu hóf Stúdentaráð því þegar í stað undirskriftasöfnun til að mótmæla boðaðri hækkun og krefst þess að menntamálaráðherra dragi hækkunina til baka. Viðbrögð stúdenta voru skýr og af- dráttarlaus en á rúmum tveimur skóladög- um skrifuðu tæplega 3200 stúdentar undir mótmælin. Önnur eins þátttaka í undir- skriftasöfnun á vcgum Stúdentaráðs hefur ekki sést í fleiri ár. Órofa samstaða er með- al stúdenta um að brjóta hækkanirnar á bak aftur. Menntamálaráðherra reiknaði ekki með svo kröftugri mótspyrnu frá stúdentum og hann hefur þagað þunnu hljóði frá því að honum voru afhent mótmælin með eftir- minnilegum hætti á háskólahátíð. Ráðherr- ann hcfur gengið eins langt og hann þorir til að korna á almennum skólagjöldum en aðeins eru rúmlega t\'ö ár frá því að hann varð að gefast upp fyrir mótmælum stúd- enta við að koma skólagjöldum á með beinni lagasetningu. Nú á að reyna tjalla- baksleiðina og breyta innritunargjöldum í almenn skólagjöld. Röskva mun berjast af hörku gegn hækkun innritunargjalda og treystir á samstöðu stúdenta í þeirri bar- áttu. Þetta mál er prófsteinn á samtakamátt stúdenta en llöskva er þess fullviss að stúd- entar munu standast prófið og takast að brjóta boðaða hækkun innritunargjalda á bak aftur. Stöndum \'örð um jafnrétti til náms! þorvarður tjörvi ólafsson Húsaleigubætur skatt- frjálsar Stúdentaráð hefur lagt ntikla áherslu á bar- áttuna fyrir úrbótum á húsaleigubótakerf- inu. Erfitt ástand á leigumarkaði hcfur komið illa niður á stúdentum og húsaleigu- bótakerfið hefur ekki veitt þeirn nægilegan stuðning. Stúdentaráð hefur sett fram skýr- ar kröfur um breytingar sem miða að því að gera húsaleigubótakerfið sanngjarnara og hagstæðara námsmönnum. Mikill sigur vannst nú á haustmánuðum þegar ríkis- stjórnin tilkynnti að skattlagning húsa- leigubóta verði afnumin. Stúdentar þurfa því ekki lengur að grciða um 40% skatt af húsaleigubótum og er þetta því í raun veruleg hækkun bótanna. Skerða ekki lengur námslán Forystumenn Stúdentaráðs hafa ítrekað fundað með ráðherrum félagsmála og fjár- mála og krafist afnáms skattlagningar húsa- leigubóta. Síðast var fundað með fjármála- ráðherra þann 22. ágúst síðastliðinn. Stúd- entaráð hefur bent á þá óréttlátu staðreynd að þeir sem leigja húsnæði og fá húsaleigu- bætur skuli borga af þeim skatt á meðan að þeir sem eiga húsnæði hljóta skattfrjálsar vaxtabætur. Stjórnvöld hafa nú orðið við kröfum Stúdentaráðs um afnám skattlagn- ingar húsaleigubóta. Breytingarnar eru mikilvægar fyrir stúdenta enda cru þeir um fjórðungur þeirra sem fá húsaleigubætur. Húsaleigubætur hafa ætíð talist til tekna hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og skert upphæð námslánanna. Afnám skatt- lagningar húsaleigubóta kemur í veg fyrir þessa skerðingu og kemur því til með að hækka námslán rnargra stúdenta. Barátta stúdenta skilar árangri Þorvarður Tjörvi Ólafsson, formaður Stúd- entaráðs, er ánægður nteð yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar um að húsaleigubætur verði skattfrjálsar. „Við höfum beitt okkur af full- um þunga fyrir breytingum á þúsaleigu- bótakerfinu og nú hefur enn einn sigurinn unnist. í vor féngu námsmenn, sem leigja herbergi á stúdentagörðum, rétt til húsa- leigubóta. Það var ntjög mikilvægur áfangasigur og veitti stórum hópi stúdenta aukinn stuðning. Afnám skattlagninar húsaleigubóta er hins vegar mun stærri sig- ur og mun færa öllum stúdentum í leigu- húsnæði auknar tekjur. Eg er ntjög ánægð- ur með að barátta stúdenta hafi skilað ár- angri. Ég held að okkur hafi tekist að sann- færa stjórnvöld um að þeint sé ekki stætt á að mismuna fólki eftir því hvort það eigi húsnæði eða séu leigjendur.“

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.