Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 10
10 stúdentablaðið Uppskrift Bjúgu í boði Gauja Guðjón Ármannsson er þriðja árs nemi í lögfrxði og á ættir sínar að rekja í Þykkva- bæinn. Guðjón er búsettur í Mekka pipar- sveinsins, sjálfum Skerjagarðinum, og eins og sönnum piparsveini sæmir, er hann gríð- arlegur matgæðingur sem leggur mikið upp úr bjúgum. Þegar Stúdentablaðið rukkaði strák um matarboð, kom því ekk- ert annað til greina en að henda nokkrum sperglum í pott og láta lyktina umlykja sársvanga matargesti svo sultardroparnir seytluðu í glærum straumum um stífbónað gólf Skerjagarðsins. Guðjón verður íbygginn þegar hann er inntur eftir aðferðinni sem hann notar við bjúgnagjörning. „Bjúgu eru ekkert án kartaflna,“ segir lögfræðineminn ungi og leyfir þögninni að dáleiða hlustir ritstjórn- armeðlima. í kjölfarið kemur býsna drjúg ræða um kartöflurækt í Þykkvabænum og útskýrir Guðjón í þaula hvers vegna Þykkvabæjarkartöflur bragðast eins og þær gera. Þar sem Guðjón er í lögfræði, passar hann sig á að segja að kartöflurnar í Þj'kkvabænum séu ekki betri en aðrar kart- öflur. Þær eru bara öðruvísi. Eitthvað svo einstaklega ljúffengar. Svo áferðarfallegar. Svo ólíkar öllu öðru í veröldinni. Hann segir þetta ekki til að sannfæra okkur held- ur til að aðvara okkur. Hann veit að við stöndum við fótskör sannlciksstundar lífs okkar og brátt munum við baða okkur í gulleitri birtu kartöflunnar. Kartöflukóng- urinn gerir hlé á ræðu sinni og hripar ein- beittur niður hinn heilaga texta. Jozo salt Sun Glory ávaxtasa.fi Valkvœmt smjör (m&lir með Smjórva) Kartöflur úr Þykkvab&num Bjiígu (kindabjúgu reykt og soðin frá SS) Hrásalat (Hollt oggott) Aðferð Meðan Guðjón brasar við að útbúa fúll- komna diskinn upplýsir hann okkur um að þetta sé skrautútgáfa réttarins og bölvar því að bjúgun hafi verið forsoðin því slíkt ómeti sé venjulega einungis fyrir hann og ekki boðlegt þegar gesti ber að garði. Sal- atið tilheyrir einnig skrautútgáfunni. Guð- jón færist skyndilega í aukana þegar hann rífur upp hárbeittan kuta úr rassvasanum og hefúr nákvæman uppskurð á einum bjúgnadelanum. Þegar raufin er fullkomn- uð stráir Guðjón salti í sárið, dembir tveim- ur dýrindis kartöflum á diskinn og slettir hrásalatinu til hliðar. Voilá! Kempurnar settust að borðum og rifu í sig kræsingarnar með tilheyrandi slurki og ánægjustunum. Svo hátt reyndust menn hafa að nábúandi Guðjóns reif upp dyrnar, handviss um að Guðjón væri að orna sér yf- ir klámara. Viðkomandi var vinsamlegast beðinn um að snauta með sínar saurugu hugsanir og áfram var veislunni haldið þar til hvert einasta bjúga, var bjúga ei meir. Að lokum inntum við Guðjón eftir mat- seðli vikunnar en fengum þess í stað annan fyrirlestur um framtíðarsýn hins unga kart- öflubónda nema nú kallaði hann kúlurnar jarðepli og varð allur atár póetískur fyrir vikið. Ritstjórnarmeðlimir litu skelkaðir í augu hvors annars og risu hægt á fætur. Guðjón sá okkur aldrei hverfa út í nátt- myrkrið, hann var lokaður í sínu eigin skærgula kartöflulandi þar sem afi hans yf- irkartaflan, fór með dýra drápu um fávita sem borða ekki kartöflur. bv Heimspekinám í háskóla — til hvers? epli r Háskóla Islands hefur í áratugi verið starfrækt heimspekideild. Deildin er ekki fjölmenn en staða hennar virðist vera sterk. Hún lifir á gamalli og rótgróinni hefð. Þar eru verk gömlu meistaranna lesin og menn hugleiða um hluti sem við hin hugleiðum kannski ekki oft. Mál eru krufin til mergjar og skoðuð á hlutlægan hátt af öguðum hugsuðum. Allt er tilgangurinn og markmiðið með deildinni og námi í henni hið besta mál. En þarf að kenna þetta í skóla? Kann fólk ckki að lesa og hugsa heima hjá sér? Nei, svo virðist ekki vera hjá heimspekinemum. Þeir telja sig þurfa kennara til að segja sér hvað þeir eiga að lesa og hvernig á að túlka. Þetta lýsir fádæma skorti á frumkvæði og vilja til að auðga eigin huga og sál. Fólki er kcnnt að lesa í grunnskóla til að það þurfi ekki að láta kennara standa yfir sér og skipa því að lesa það sem það vill lesa og túlka það sem það les. Ég sé ckkert flókið við það að sitja á skólabekk í þrjú ár og meðtaka heilbrigða skynsemi gömlu meistaraniia og kalla sig háskólanema í leiðinni. Hver sem vill getur tekið bækur á leigu eða kcypt úti í búð og lesið' heima hjá sér. Það er ekki eins og það sé verið að kenna fólki að skilja eitthvað eða læra citthvað heldur bara lesa og hugsa! Ef fólk getur ekki gert það heima hjá sér þá hefur eitthvað mistekist í skóla- kerfinu v'ið meðhöndlun þess. Nú vilja margir kannski meina að heim- speki sé annað, mcira og dýpra en bara lest- ur á góðum bókum með það að markmiði að drekka í sig pælingar annarra og gera að sínum með örlidum áherslubreytingum á túlkunum milli hvers og eins. Ég vil meina að svona sé það og ekkert öðruvísi. Heim- speki hljómar rómantísk. Eflaust er eitt- hvað „fínt“ við það að lesa heimspeki og hugleiða gang lífsins í öguðu menntaum- hverfi æðstu menntastofnunar landsins. En eins og með flest sem þykir fint þá er ekki um neitt nema snobb að ræða. Ég þarf ckki að skrá mig í heimspeki til að lesa Plató og Sókrates. Ég þarf ekki að taka próf sem sannar að ég lesi heimspekibókmenntir. Ég þarf ekki gráðu til að sýna öllum að ég les Plató. Ef ég hef áhuga á að lesa tilteknar merkar bókmenntir þá geri ég það. Ef þörf er á viðurkenningu fyrir það þá á fólk kannski að hugleiða hvort það vanti ekki eitthvað meira og dýpra í líf viðkomandi en nám í heimspeki og gráðu að því loknu. Heimspeki snýst að einhverju og miklu leyti um að hugsa agað á ákveðinn hátt. Að minnsta kosti ímynda ég mér að það sé rök- réttur tilgangur með náminu. En þarf fólk virkilega að skrá sig í háskólanám til þess? Er háskólanám ekki eitthvað annað og meira en að læra að hugsa á ákveðinn hátt? Snýst háskólanám ekki um að fólk afli sér þekkingar sem mun síðar skila því og sam- félaginu einhverju til baka? Afhverju held- ur hió opinbera úti menntakerfi ef tilgang- urinn er bara sá að láta nemendur hugsa á ákvcðinn hátt sem í raun er alveg verðlaus ef engin þekking fylgir með nema hvernig Plató hugsaði sér Utópíu? Nú neita ég því ekki að ég hugsa með öðrum áherslum í dag en þegar ég hóf nám mitt í verkfræði. Já, ég er í verkfræði þar sem hagnýt mennt- un er á boðstólum. En án þess að ég hafi farið í námskeið í rökréttri hugsun verk- fræði þá hcfur þankagangur minn gagnvart mörgum hlutum breyst með náminu. Það gerðist bara. Ég eyddi ekki hundruðum þúsunda af opinberu fé til að læra sérstak- lega að hugsa á einn hátt eða annan. Sem sjálfstæður, hugsandi einstaklingur þá mót- ast hugur mmn af staðreyndum sem ég afla mér í námi og niðurstaðan er ég í dag. Rökréttar hugleiðingar eru góðar og gildar. Fólk á aldrei að hugsa öðruvísi en rökrétt og yfirvegað. Góðir heimspekingar sem hugsandi einstaklingar eru því hópur sem ég get ekki annað en litið upp til. Hins vegar þarf eitthvað aðeins meira en rökrétta hugsun til að verða góður heimspekingur. Listmálari verður aldrei góður nema hafa einhverja eiginleika sem skera þá frá öðrum málurum. Ekki er nóg að kunna að beita pensli. Á sama hátt og ég tel að ekki sc hægt að mennta fólk til að verða góðir listamenn þá tel ég að ckki sé unnt að búa til góða heimspekinga með því að hrúga fólki á skólabckk og kcnna því að lesa og hugsa. Ef heimspekinám snýst um að læra að hugsa á ákveðinn, agaðan hátt með lestri á frægum bókmenntum heimspckisögunnar þá mætti vissulega ætla að út úr deildinni komi virkir hugsandi einstaklingar sem munu lita umhverfi sitt með víðsýnu og rökréttu hugarfari. Ég held hins vegar að með einu kvöldnámskeiði í tvær vikur mætti kenna fólki þá tækni sem til þarf svo hugur mótist í ákveðna átt. Heimspekideild í háskóla er dýrt fyrirbæri og í raun félags- miðstöð fyrir fullorðið fólk rekin fyrir opin- bert fé. Hana á að leggja niður og breyta í námskeiðaskóla. geir ágústsson

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.