Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 12

Stúdentablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 12
12 stúdentablaðiA þrennan 'íMii i\ im:uj im. k« in »«ukt i> a> fcVWt MMrLT t\lkA(»k(«NA«> our l'LNfcLtm ( JUU XMLW.IV AV IMfc KfcAfc SIAK TMfc HLM (V fcM.fcfcLfcNI' # \N IN l LLLIÍ'.LNr, R.WI9I««Í BPIC RO.MANl CAPTAIN COR.ELLrS MANDOLIN Háskólabíó býður stúdentum við HÍ upp á tvær fjaðurmagnaðar ræmur á spottprís nú á allra næstu misserum. I’ar ber fyrst að nefna Captain Corelli's Mandolin en hún er frum- sýnd 26. október. I’essi mynd hefur hlotið lof- samlega dóma í útlandinu og ekki sakar að hafa spænsku blómarósina Penelope Cruz spígspor- andi fyrir augum sér þcssa dásamlegu stund þegar ljósin slokkna. Mótleikari hennar er kvennagullið Nicholas Cage og gerist myndin í Grikklandi árið 1941 þegar ítalskar og þýskar hersveitir réðust inn í landið. Kafteinn Antonio Corelli verður frá sér numinn af fegurð grísku gt'ðjunnar Pelagia en ýmis utanaðkomandi öfl hafa ýmislegt við slíkan ráðarhag að athuga. Hin stúdentamynd mánaðarins er frumsýnd 16. nóvember og er af allt öðrum toga því luin er franskur spennuhasar og ævintýramynd. Myndin byggir á sönnum atburðum sem gerð- ust árið 1766 og fjallar um tvo útsendara Lúð- víks XV. Konungurinn sendir þá til ákveðins héraðs sem hefur verið ógnað af skrímsli sem talið er að hafi murkað lífið úr 100 manns. Skrímslið leggst aðallega á konur og börn svo tími er til kominn að aðhafast eitthvað í málinu. Myndin er í sannkölluðum stórmyndarstíl cn er í leið sveipuð dulúð og rafmagnaðri spennu. Hún fór sigurför um Frakkland og önnur Evr- ópulönd og verður m.a. dreift af Universal Pictures nú í haust. Myndin er uppfull af mögnuðum átakaatriðum sem tekin eru upp með nýjustu kvikmyndatækni svo unun er á að horfa. Stiidentar fá scm fyrr miðann á 500 kr. gegn framvísun stúdentaskilrílds. n ' i. ' _ ís _ rv^i ' ís Bok manaðarins Diskur manaðarins Bók mánaðarins að þessu sinni heitir Dótt- ir beinagræðarans og er eftir skáldkonuna góðkunnu Amy Tan. Bækur hennar hafa notið mikilla vinsælda hér á Fróni og hafa títt dúkkað upp á lcslistum þeirra sem nema bókmenntir hér í skóla. Bókin fæst með 30% afslætti gegn framvísun stúdentaskírteina í Bóksölu stúdenta og verslun Máls og menningar á Laugaveginum. Þýðandi þessa þrekvirkis er Anna María Hilmars- dóttir og er það gefið út af Vöku- Helgafelli. Dóttir beina- græðarans er fjórða skáldsaga bandarísku skáldkonunnar Amy Tan, heill- andi saga og lit- rík sem hvar- vetna hefur fengið lofsam- lega dóma. Hér segir af Ruth sem er ung, bandarísk kona á framabraut. Hún á aldraða kín- verska móður, LuLing, en faðirinn er löngu látinn. Samband þeirra mæðgna hef- ur alla tíð verið þrungið spennu og ein- kcnnst af lítilli ástúð. Ellin er farin að sverfa að LuLing gömlu, með elliglöpum sem brot „ F> Ó T T J R biinagræðarams fara vaxandi. Dag einn finnur Ruth bunka af textum í fórum móður sinnar, endurminninga- rituð á kínversku. Hún finnur sig knúna til að láta þýða þau, í því skyni að varpa Ijósi á fortíð LuL- ing sem henni var að mörgu leyti hulin og til að öðlast skilning á nióður sinni áður en yfir lýkur. Það er svo saga LuL- ing af átakan- lcgum uppvexti hennar í Kína á fyrri hluta 20. aldar sem mynd- ar kjarnann í þessari marg- slungnu skáld sögu. Dóttir beina- græðarans sýnir ótvíræða hæfileika Amy Tan til að tefla saman litrík- um þáttum úr ólíkum menningarheimum, þeim vestræna og austræna, nútímanum og fjarlægri fortíð. Skáldsögur hennar hafa all- ar hlotið einkar góðar viðtökur íslenskra lesenda. r Rokksveitin Ulpa og frumburðurinn Mea Culpa Geisladiskur mánaðarins ber latneska heitið Mea Culpa og er fyrsti diskur hafnfirsku rokksveitarinnar UIpu. Ulpa var fyrsta hljómsveitin til að ganga til liðs við HITT sem er undirmerki hjá Eddu - miðlun og útgáfu. Hljómsveitin samanstendur af Magnúsi Leifi (söngur, gítar og básúna), Bjarna Guðmanni (gítar, hljómborð), Aroni Vikari (bassi, hljómborð) og Haraldi Erni (trommur) og er óhætt að segja að þeir félagar hafi slegið eftir- minnilega í gegn með 12 laga demói sem þeir sendu ffá sér í apríl 2000. Nú hefur frumburður- inn litið dags- ins ljós en upptökustjóri Mea Culpa er hinn virti upptökustjóri Valgeir Sigurðsson sem hefur meðal annars unnið mikið með Björk. Allt frá stofnun Úlpu hafa strákarnir ver- ið duglcgir að spila á tónleikum og hefur sveitin m.a. hitað upp fyrir Trans Am, Stephen Malkmus, Blonde Redhead og spilað í eftirpartíi Mogwai. Það má því vænta þess að piltarnir fylgi plötunni eftir af krafti og nýlega lögðu þeir upp í sína fyrstu hljómleikaferð til Bandaríkjanna þar sem þcir munu spila ásamt Ensími í Ncw York, Washington og Baltimore. Stúdentar við HÍ fá þessa frábæru frumraun á 20% af- slætti í verslun Máls og menningar á Laugavegi sem og í Bóksölu stúdenta í Stúd- entaheimilinu við Hringbraut. Stúdentar eru cinnig hvattir til að berja strákana aug- um á Airwaves tónlistarhátíðinni scm hald- in verður í október.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.