Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 16

Stúdentablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 16
Mvndir: Billi viðtalið 16 stúdentablaðið ” Eg er ágæt að draga hlöss u Vigdís Finnbogadóttir ræðir um eigið líf og gildi tungumála nú á dögum Vigdís Finnbogadóttir skipar ríkan sess í hugum flestra núlifandi íslendinga. Sjálfúr man ég óljóst cftir mér príla upp óteljandi stiga í Kópavoginum, vopn- aður litium pésa og ýta honum samvisku- samlega inn á heimili fólks. Þetta var árið 1980 og mamma var verkstjóri athafnar- innar, pabbi og eldri bróðir voru samstarfs- menn. Eg sá að vísu fullt af öóru folki með svipaða snepla, en kom ekki til hugar að það fólk væri í jafnmikilvægum erindgjörð- um og ég. Vissulega gerði ég mér enga hugmynd um alvöru málsins en laun erftð- isins voru greidd í brosandi andlitum for- eldra minna þann merkisdag, þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörinn forseti Islands. Vigdís var íyrsta konan í heiminum til að gegna embætti þjóðhöfðingja og í raun er engin leið að meta það gríðarlega starf sem hún kom í verk þau sextán ár sem hún var í forsvari fyrir þessa þjóð. Hitt veit ég þó að henni tókst að gæða embættið ákveðinni hlýju og nálægð án þess að tapa ögn af þeirri virðingu sem embættinu er nauðsyn- leg. Hún var hörð í horn að taka þegar á þurfti að halda en um leið sanngjörn og fylgin sér. Þótt Vigdís hafi látið af embætti 1996, þá eru störf hennar langt því frá fall- in úr gildi og fjölmargir íslendingar njóta góðs af þeim á degi hverjum, hvort heldur í því ötula starfi sem hún vann hér heima eða í gegnum þau sambönd sem hún kom á úti í hinum stóra heimi. Vigdís Finnbogadóttir er fædd 15. apríl 1930 og eru foreldrar hennar Ásta Sigríður Eiríksdóttir hjúkrunarkona og Finnbogi Rútur Þorvaldsson prófessor. Vigdís er með stúdentspróf frá MR og stundaði nám í frönsku og frönskum bókmenntum við háskólann í Grenoble og Sorbonne-háskóla í París frá 1949-1953. Vigdís nam einnig leiklistarsögu við Kaupmannahafnarháskóla 1957-1958 og lauk BA-prófi í frönsku og ensku frá HI og prófi í uppcldis- og kennslufræðum 1968. Starfsferill Vigdísar er ríkur og fjölbreyttur en hún hefur m.a. gegnt störfum blaðafulltrúa, ritstjóra og leiðsögumanns. Hún var frönskukennari bæði við MR og MH auk þess sem hún sá um frönskukennslu í sjónvarpi og kenndi franskar leikbókmenntir við HÍ 1972- 1980. Hún var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1972-1980 og forseti Islands frá 1980 -1996. Vigdís hefur hlotið fjölda viðurkenninga, setið í ótal nefndum og er heiðursdoktor í fjölmörgum háskólum víðs vegar um heiminn. Þótt Vigdís hafi látið af embætti forseta Islands árið 1996, hefur hún notað sam- bönd sín áfram til að verða íslensku þjóð- inni til gagns bæði hér heima og erlendis og gegnir nú t.d. starfi velgjörðasendiherra UNESCO í tungumálum heimsins. Vigdís hefur, starfi sínu samkvæmt, unnið mikið á erlendri grund og gerir sér því góða grein fyrir mikilvægi öflugrar tungumálakunn- áttu og hefur ávallt verið ötull talsmaður tungumála og á það bæði við um íslensku og erlend tungumál. Hún hefur beint störfum sínum í æ ríkara mæli að tungu- málum og er síðustu birtingarmynd þess að finna í hugmyndinni að Opnum Háskóla um allt land. Hér er um að ræða tungu- málanámskeið fyrir grunnskólabörn í dönsku, ensku, frönsku, spænsku og þýsku og verða námskeiðin haldin á alls 14 stöð- um á landsbyggðinni. Fléttað verður inn í ýmsum fróðleik um menningu, sögu, tón- list og siði viðkomandi þjóða og mun Vig- dís sjálf taka að sér kennslu í frönsku. Þessu verkefni er hrundið af stað í kjöltár evr- ópska tungumálaársins en það kcmur einmitt upp á sama ári og Háskóli íslands minnist 90 ára starfsafmælis síns. Að þessu tilefni var heiti Stofnunar í erlendum tungumálum breytt í Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og vill Háskólinn með þessari nafnbreyt- ingu heiðra störf Vigdísar Finnbogadóttur í þágu tungumála. Vigdís tók bón ritstjóra Stúdentablaðsins vel þegar hann ámálgaði við hana hvort hún fengist til að veita blaðinu viðtal. Um- ræðuefnið mun, eins og nærri má geta, snúast um atburði undanfarinna daga í tengslum við evrópska tungumálaárið og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í eriend- um tungumálum. Þar sem landsmcnn hafa ætíð borið hag Vigdísar fyrir brjósti, svipað og hún þeirra, þá vildi ég fyrst grennslast örlítið um hvað á daga Vigdísar Finnboga- dóttur hefur drifið síðan hún lauk embætti forseta Islands árið 1996. Um það leyti sem ég hætti starfi mínu sem forseti Islands, gerði ég mér vel grein fyrir því að alþjóðasamfélagið beið eftir mér. Sameinuðu þjóðirnar lágu á dyrabjöllunni og strax um ára- mótin 1997 var ég beðin um að taka að mér forystuhlutverk í heimsráði um sið- ferði í vísindum og tækni. Nú má spyrja sig af hverju ég var beðin um þetta því ekki er ég sérfræðingur í vísindum og tækni. Málið er hins vegar að þeir sem eru í forsvari fyrir alþjóðastofnanir finnst oft og tíðum gott að hafa ein- hvern sem fólk hefur heyrt um og að viðkomandi sé leiðandi í einhverjum ákveðnum málaflokkum. Eg réðst því í verkefnið ásamt þáverandi æðsta manni UNESCO, Federico Mayor, og við settum saman 18 manna ráð, alls staðar að úr heiminum. Við komum okkur saman um að í þessu átján manna ráði væru ekki endilega vísindamennirnir sjálfir, heldur þeir sem næðu til fólksins og gætu komið skilaboðum áleiðis um niðurstöðu nefndarinnar. Þessi nefnd heftir verið gríðarlega skemmtilegt við- fangsefni og innan hennar fjöllum við um siðferðilega notkun á orku og sið- férðilega notkun vatns, sem við því miður vitum að þrýtur á ákveðnum svæðum í heiminum. Einnig fjöllum við um upplýsingatækni en undir hana fellur sjálfur ytri geimurinn og gervi- hnettirnir sem þar þeysa á fleygiferð og taka myndir af jörðinni, hlusta á hvað við erum að segja núna, skoða kredit- kortin okkar og scnda niður til skrán- ingar í þartilgerðar tölvur. Siðférðið í þessu tilviki er í raun það sama og sið- ferðið við umgengni hafsins. Þetta er sameign okkar. Það má ekki fleygja hverju sem er þarna út og fyrr eða síð- ar liðast þessi tæki í sundur eins og önn- ur tæki gerð af mannavöldum og við þessu verður að bregðast. Þar á ofan er auðvitað stóra njósnakerfið þarna úti í geimnum því þarna lúrir hinn svokall- aði „Big Brother“ og mjög rnikill skortur er á siðvitund við notkun slíks njósnakerfis. Á degi hverjum fara t.d. fram miklar viðskiptanjósnir og mögu- leikarnir á skýrum og nákvæmum myndum úr geimnum eru orðnir ótrú- lega miklir. 1 þessu nefndarstarfi komum við okkur mjög fljótt sarnan um að við urð- um að hafa undirnefndir í hverri grein. Átján manna nefndin hittist bara einu sinni á ári og þar korna vísindamennirn- ir til leiks. I gegnum þessi störf mín á vegum nefndarinnar má því segja að ég sitji við fótskör þekkingarinnar í heim- inum og ég lít á það sem algjöran mun- að að fá að umgangast andlegt atgjörvi heimsins. Mitt hlutverk er að safna þessu úrvalsfölki saman, sem ég sjálf átti þátt í að velja, ákveða hvenær við eigum að hittast, opna fundi og síðan afhendi ég formanni í undirnefndinni stjórn. Svo sit ég og stýri fundum inn á milli og læri og læri og læri. Af þessum sökum hcf ég sjaldan lært jafn ótrúlega mikið á fimm árum heldur en á þeim fimm árum sem liðin eru frá því ég lauk embætti forseta íslands. Starf nefndar- innar hefur gengið gríðarlega vel en hafa ber í liuga að heimsráðið lýkur aldrei störfum vegna þess að siðtérðileg álitamál taka aldrei enda. Ég er tíma- bundið við stjórnvölinn á þessu heirns- ráði 21. aldarinnar og svo afhendi ég stjórnartaumana til annars aðila eftir ákveðinn tíma. Mér hefur verið sagt að ég hafi komið þessu ráði á brautartein- ana og það renni nú á teinununum í átt til þess að geta lagt ýmislegt til málanna um það sem kallað er á ensku „good behaviour" eða „good practice,“ þ.e. hvað er rétt og best að gera í vissum til- vikum hvað varðar mál á alþjóðavett- vangi. Það sorglega við alhcimsvæðing-

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.