Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 19

Stúdentablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 19
stádentablaðið lð| Háskóli íslands hefur á undanförn- um árum aukið mjög umsvif sín á alþjóðavettvangi og gerst aðili að nokkrum fjölþjóðlegum stúdenta- skiptaáædunum. A hverju ári nýtir stór hópur íslenskra stúdenta sér þá samn- inga sem HI hefúr gert við erlenda há- skóla og tekur hluta af námi sínu út í hinum stóra heimi. Hingað til lands kemur jafnframt fjöldi erlendra stúd- enta í þessum sömu erindagjörðum og í ár eru skiptinemar við Háskóla Is- lands rúmlega 400 af alls 64 þjóðern- um. I’cir dreifast tiltölulega jafnt á all- ar deildir skólans en áberandi flestir stunda þó nám í íslensku auk þess sem að jarðfræði nýtur sífellt meiri vin- sælda. Til að tryggja að námsdvöl skipt- istúdenta við HI verði sem ánægjuleg- ust hefur verið komið á fót að erlendri fyrirmynd svokölluðu aðstoðarmanna- kerfi sem felst í því að þeim erlendu stúdentum sem þess óska, er fundinn aðstoðarmaður úr röðum íslenskra námsmanna. Markmiðið er að auð- velda skiptistúdentum að aðlagast nýju umhverfi, háskólanum og íslensku þjóðtélagi ásamt því að koma í veg fyr- ir félagslega einangrun. Alþjóðafulltrúi Stúdentaráðs og Al- þjóðaskrifstofa háskólastigsins hafa umsjón með kerfinu sem að vissu lcyti er enn í mótun en hingað til hefur framkvæmd þess þó gengið vel. I ár bárust 69 beiðnir um aðstoðarmann og óhætt er að fullyrða að undirtektir íslenskra stúdenta hafi verið góðar þar sem að öllum þeim er þess óskuðu var útvegaður aðstoðarmaður. Við val á aðstöðarmönnum er reynt að finna einhvern úr þeirri deild sem erlendi námsmaðurinn mun stunda nám við en eínnig er reynt að verða við óskum frá íslendingunum um t.d. þjóðerni. I slíkum tilfellum er oft um að ræða stúdenta í málanámi sem vilja nýta tækifærið og kynnast fólki scm hafa tiltekið tungumál að móðurmáli. Aðstoðarmaðurinn á að vera skiptinemanum innan handar við komuna til íslands og hjálpa honum mcð ýmis hagnýt atriði, t.d. innritun við Háskólann, stofnun bankareikn- ings og annað tengt stjórnsýslunni ásamt því að sýna þeim borgina og há- skólasvæðið. Félagslegi þátturinn skiptir miklu máli í starfi aðstoðar- mannsins en honum ber að kynna fé- lagslíf HI fyrir skiptinemanum og hafa frumkvæði að því að hittast og bjóða fram aðstoð. Samband erlenda nem- andans og aðstoðarmannsins á að byggja á jafningjagrundvelli og er fúll- komnum trúnaði heitið í upphafi sam- skipta. Aðstoðarmaðurinn getur sótt um að fá viðurkenningarskjal undirrit- að af rektor Háskóla Islands fyrir unn- ið starf en erlendis er slíkt afar vel met- ið þegar sótt er um skólavist. Sólrún Engilbertsdóttir hefur starfað sem aðstoðarmaður erlendra náms- manna undanfarin tvö ár en hún stundar nám í félagsráðgjöf. Sólrún sagði Stúdentablaðinu stuttlega frá kynnum sínum af aðstoðarmanna- starfinu. I fyrrahaust bað kunningjakona mín sem þá var starfandi alþjóðafúlltrúi mig um að taka að mér finnska stelpu sem var nýkomin til landsins. Það bráðvant- aði einhvern í hlutverkið en í fyrra var mun mciri eftirspurn eftir aðstoðar- mönnum en búist var við og Islending- arnir lengi að taka við sér. Ég sló til en verð nú víst að viðurkenna að ég var ekkert of öflug svona til að byrja með. Ég hitti stelpuna annað slagið á kaffi- húsi og hjálpaði henni m.a. við að leigja sér bíl og við aðrar reddingar. Við urð- um engir sérstakir félagar en það skipt- ir nokkru máli að fólk nái vel saman. Hún var aðeins hér í eina önn og eftir áramót \ ar aftur leitast eftir því við mig að ég tæki að mér skiptinema. Ég og vinur minn tókum að okkur í samein- ingu tvo bandaríska stráka sem var miklu skemmtilegri reynsla en með finnsku stelpuna. A milli okkar var meiri vinskapur, við fórum oft út að skemmta okkur saman, á kaffihús eða í bíó og ég lield enn sambandi við þá í dag. Svo nú í haust var ég enn og aftur beðin um að gerast aðstoðarmaður, í þriðja skiptið!! Þar sem þetta heppnað- ist svo vel síðast var ég alveg til og er- um ég og vinkona mín að prófa að vera tvær saman með fimm skiptinema sem eru frá Spáni, Belgíu, Taivan og Banda- ríkjunum ásamt einni stelpu sem segist ekki hafa neitt þjóðerni, finnst það ekki skipta máli!! Það hefur hingað til geng- ið vel en þau eru öll mjög sjálfbjarga. Hafðir þú einhverjar sérstakar óskir um þjóðerni? Nei, alls ekki. Það er auðvitað alltaf mjög þægilegt að hafa Bandaríkjamenn þar sem þeir eru yfirleitt frekar opnir og þ.a.l. auðveldari í samskiptum en ann- ars skiptir það mig engu máli. Hópur- inn sem ég er með núna er t.d. mjög al- þjóðlegur og það er mjög skemmtilegt. Það koma oft upp ansi áhugaverðar samræður eins og t.d í kringum hryðju- verkin í New York og gaman að heyra hversu ólík sjónarmið fólk hcfúr. Ertu dugleg að hafa samband við þau? Ja, bara svona í meðallagi. Ef ég myndi skynja að þau ættu í erfiðleikum með að fóta sig þá myndi ég að sjálf- sögðu vera duglegri. Þessir krakkar sem ég er með núna eru t.d. öll að gera það mjög gott þannig að ég er ckkert alltaf að hafá samband við þau. Ég býð þeim hins vegar stundum í mat og reyni að mynda smá fjölskyldustemmningu. Að mínu mati er mikilvægt að erlendu nemarnir geti komið inn á eðlilegt heimili annað slagið. Þau voru t.d öll svo glöð að fá grænmeti og einhvern al- vöru mat en mér skilst að matarmenn- ingin á heimavistinni á Gamla Garði sé ekki í mjög háum gæðaflokki auk þess sem að matvara hér er náttúrlega svo ótrúlega dýr!! Þau eru einnig afar ánægð með að kynnast Islendingum því við erum nú langt frá því að vera opin og erlendu skiptinemarnir umgangast mikið bara hverjir aðra. Ég skil ekki al- veg þá stefnu að setja þau öll saman út á Garnla Garð en þar eru eins og flestir vita mjög fáir íslendingar. Finnst þér þú vera að fá mikið út úr starfinu? Já, mér finnst mjög gaman að kynn- ast einhverju nýju, fá nýtt sjónarhorn auk þess sem að þetta er finn félags- skapur og góð tilbreyting frá Islending- um. Ég fór sjálf út á vegum Nordplus til Danmerkur og hefði sannarlega þurft á einhverjum að halda til að kom- ast almennilega inn í háskólalífið í Köben. Ég átti reyndar að hafa ein- hvern aðstoðarmann og reyndi marg- sinnis að hafa samband við hann en án árangurs! Ég veit ekki alveg hvað við- komandi var að að bjóða sig fram í þetta. En ég myndi tvímælalaust mæla með þessu. Þetta er mjög fínt ef maður vill æfa sig í tungmálum þrátt fyrir að það hafi ekki átt við í mínu tilfelli. Auð- vitað er náttúrlega frábært et' maður kann vel \’ið manneskjuna og getur myndað góð tengsl en að sjálfsögðu ræður maður engu um það. En um að gera að prófa, þetta er a.m.k. alltaf reynsla hvort senl hún er góð eða slæm. x_ _ jks

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.