Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 20

Stúdentablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 20
20 stútientablaðið lagakrókurinn Að hafa mök við annan mann en maður telur sig hafa Að þessu sinni verður lagakrókurinn með alvarlegra yfirbragði en hann var í síð- asta blaði. Mun króksritari gera tilraun til að fjalla um verknað sem rúmast innan lat- neska hugtaksins error de persona'. Verknaði þessum er lýst, og refsing lögð við honum, í 1. mgr. 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Er ákvæðið staðsett í 22. kafla lag- anna sem ber heitið kynferðisbrot, og gefur nafn kaflans til kynna efni ákvæðisins. Astæðan fyrir vali króksritara á umfjöllunarefninu er sú að króksritari telur það afar athyglisvert og jafnvel enn athyglisverðara að reynt hafi á það fyrir Hæstarétti. Umrxtt ákvæði hljóðar svo eftir að því var breytt með 7. gr. laga nr. 40/1992: „Hver sem heftir samræði eða önnur kyn- ferðismök við mann sem heldur ranglega að mökin eigi sér stað í hjónabandi eða óvígðri sambúð eða hann er í þeirri villu að hann eigi mök við einhvern annan skal sæta fangelsi allt að 6 árum” 2. Til að nálgast kjarna ákvæðisins með skýrari hætti má greina það í tvennt. Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann sem: 1. Heldur ranglega að mök- in eigi sér stað í hjónabandi eða óvígðri sambúð3 skal sæta fangelsi allt að 6 árum. 2. Er í þeirri villu að hann eigi mök við einhvern annan skal sæta fangelsi allt að 6 ár- um. Ætlar króksritari að gerast svo djarfiir að halda því fram að fyrra lið ákvæðisins sé of- aukið, þar sem að hann rúm- ast innan síðari hluta þess. Ekki fær króksritari séð að fólk í hjú- skap eða óvígðri sambúð (eða staðfestri samvist sbr. neðanmáls- grein 3), myndi njóta lakara réttaröryggis ef fyrri liður ákvæðisins væri felldur á brott. Þrátt fyrir þessa vankanta að mati króksritara er rétt að hann reyni að útskýra hvað felst í fyrri hluta ákvæðisins, t.d. má taka það dærni að kona hefúr mök við mann á þeirri forsendu að hann sé eiginmaður eða unnusti hennar, síðan kemur á daginn að þetta er einhver annar sem hún hafði e.t.v. alls ekki ætlað sér að hafa mök við. Gæti þetta t.d. hent í myrkvuðu herbergi. í síðari hluta ákvæðisins gæti hugtakið villa valdið skýringarvandkvæðum. í ákvæðinu sjálfu er ekki tilgreint hvað felist í henni, hins vegar er hugtakið skýrt nánar í greinargerð með frumvarpinu sem varð að lögum nr. 19/1940, í því segir: „Ekki er skilyrði til þess, að refsa megi eftir þessari grein, að sökunautur hafi sjálfur komið konunni í villu þá er í grein- inni getur. Nægilegt er að sökunaut sé kunn- ugt um, að villan er fyrir hendi, og að hann misnoti villuna sem í greininni segir.“ Sem dæmi má nefna, að það er ekki skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins að maður hafi klætt sig upp í dulargervi ákveðins manns og blekkt þannig annan aðila til að hafa mök við sig út frá þeim forsendum. Nægilcgt er t.a.m. að króksritari segðist vera Mick Jagger og einhver hefði mök við hann á þeim forsendum að hann væri goðið. Einnig mætti hugsa sér það ógeðfellda dæmi að króksritari gæfi sig á tal við blinda stúlku og stúlka þessi væri mikill aðdáandi Rolling Sto- nes, af einhverjum undarlegum ástæðum teldi hún að króksritari væri Mick Jagger - t.d. vegna keimlíks raddblæs Mick Jagger og króksritara - og myndi hafa mök við hann á þeim forsendum. Enn annað dærni mætti nefna, t.d. ef að króksritari hefði mök við klæðskipting, af sama kyni og hann sjálfur, og króksritari hefði mök við hann á þeim forsendum að hann væri kona, kæmi til álita að beita ákvæðinu. Um fullframningarstig brotsins, þ.e. hvenær brotið telst fullframið, er best að vitna í grein- argerð með frumvarpi því er varð að lögum nr. 40/1992: „Ekki er ætlast til í frumvarpi þessu að fuil- framið samræði sé virt með sarna hætti og tíðkast hefur í réttarframkvæmd, þ.e. þegar getnaðarlimur karlmanns er kominn inn í fæð- ingarveg konu og samræðishreyfingar hafnar. Nægilegt er að getnaðarlimur karlmanns sé kominn inn í fæðingarveg konu að nokkru leyti eða öllu. Sáðlát þarf ekki að hafa átt sér stað og meyjarhaft þarf ekki að rofna ef því er að skipta.“ Mun króksritari nú reifa fyrrnefndan dóm Hæstaréttar H 1943:167. Ari leigði herbergi ásamt Bjarna. Ari var oft utanbæjar, og leyfði hann þá Ceres, kunningja sínum, að sofa í herberginu, en þegar þeir voru báðir heima, sváfu þeir saman í rúmi Ara. Cer- es taldi, að Ari myndi ekki koma heim tiltekið gamlárskvöld, en fordæmi voru fyrir því að hann kæmi ekki heim þær nætur sem hann færi út að skemmta sér. Gekk Ceres til rekkju Ara þá um kvöldið ásarnt unnustu sinni, Evu. Að áliðinni nóttu kom Ari í herbergið. Voru þau Ceres og Eva þá sofandi. Ari afklæddist, slökkti ljósið og fór upp í rúmið til þeirra Ceresar og Evu. Nokkru síðar tók Ari að hafa samfarir við Evu. Hélt Eva, að hún hefði samfarir við unnusta sinn, Ceres, sem Eva kt'aðst fúslega myndi hafa leyft að hafa samfarir við sig. Eva komst að því að það var maðkur í mysunni þegar hún fálmaði um höfuð mannsins og fann að hann var sköllóttur, en það var Ceres ekki. I’egar hún varð vör við villuna braust hún fram úr rúminu og vakti Cercs. I hæstaréttardómn- um segir svo: „Ekki þykir fúllyrðandi gegn staðhæfingu ákærða [Ara], að hann hafi gert sér grein fyrir því, að stúlkan hafi verið sofandi4 og verður ákærði því ekki sakfelldur eftir 195. gr. laga nr. 19/19405.“ Hins vegar var talið að Ara hlyti að hafa verið það ljóst, að stúlkan áleit sig hafa samfarir \'ið mann þann, sem hún gekk til sængur með og hlaut hann því 5 mán- aða fangelsi með vísan til 199. gr. Að lokunt vill króksritari ntinna lesendur Stúdentablaðsins á varkárni í samskiptum sín- um við hitt kynið, eða eigið kyn ef því er að skipta, á ferðinni gæti verið úlfúr í sauðagæru! bjarni m. magnússon Neðanmálsgreinar ’Black's Law Dictionary lýsir hugtakinu svo: „A mistake about a persons identity". ’Áður en ákvæðinu var breytt, hljóöaði það svo: „Hver sem kemst yfir kvenmann vegna þess að hún heldur ranglega, að þau hafi samræði I hjónabandi. eða hún er (þeirri villu, að hún heldur sig hafa samræði við einhvern annan mann, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum". Breytingin var gerð til samræmis við tillögur svokallaðrar nauðgunarmálanefndar en hún annaðist endurskoðun kynferðisbrota I almennu hegningarlögunum. (greinargerð með frumvarpi að breytingartillögunum kemur fram ástæðan fyrir breytingunum, hljóða þær orðrétt: „Rétt þykir að öll þessi ákvæði nái jafnt til karla sem kvenna I samræmi við réttarþróun (öðrum löndum ... Þótt brot þessi bitni nær eingöngu á konum og núverandi orðalag sé því næst raunveruleikanum er ekki ástæða til að ætla að vlðtækara orðalag raski á nokkurn hátt réttarstöðu kvenna". !Með lögjöfnun frá lögum nr. 87/1996 myndi staðfest samvist (hjúskapur samkynhneigðral njóta réttarverndar fyrra hluta ákvæðisins. 'Vegna reglunnar um að sérhver vafi skuli skýrður ákærða I vil, á latnesku in dubio pro reo. 'Ákvæðið hljóðaði svo: „Hver sem hefur samræði utan hjónabands við kvenmann, sem er geðveik eða fáviti, þannig er ástatt um, að hún getur ekki spornað við samræðinú eða skilið þýðingu þess, skal sæta fangelsi allt að 8 árum". ping-pong Musterisprestarnir Nú hef ég stundað nánt við Háskóla íslands í tvo mánuði. Eg hef leitað að andlegri uppljómun og lausn lífs- gátunnar. Eg hafði búist við því að verða gáfaður af því að stíga inn í skólann en Há- skóli Islands hefur ekki staðið undir vænt- ingum sem það andlega musteri sem fólk vill meina að hann sé. Ég sofna í tímum og námsefnið er álíka spennandi og stúd- entapólitíkin. I fyrstu tímunum hafði ég horft með aðdáunaraugum á prófessorana því þetta voru prestarnir í þessu andlega musteri. En af hverju voru þeir að kenna þessa leiðinlegu hluti? Maður sá á þeim að þeir voru gáfáðir, maður sá í augum þeirra að þeir höfðu ftindið fyrir andlegri upp- ljómun. Þeir hljóta að vera neyddir til að kenna þessa vitleysu. Þeir vilja örugglega kenna lausn iífsgátunnar og leiðina að því að verða andans maður. En Páll Skúlason hefur örugglega hent öllum góðu bókun- um á bálköst. Eg ákvað að gefast ekki upp í þessari krossferð minni gegn eigin heimsku. Eg skal verða gáfaður, ég skal fá andlega uppljómun, ég æda mér að verða andans maður. Ég ákvað að hitta á prófessorana á heimavelli. Ég fór að hitta á musterisprest- ana einhvers staðar þar sem Páll Skúlason heftir ekki málfrelsi þeirra og þeir geta lát- ið vísdóm sinn flæða óhindrað. Ég fór nið- ur í íþróttahús á fund hjá Menningarfélag- inu. í Menningarfélaginu eru u.þ.b. 30 próféssorar og hittast þeir þrisvar í viku, örugglega til þess að ræða andans málefni. Ég laumaðist inn í tímann hjá þeim. Ég hafði búist við menningarlegum samræð- um, ég hafði búist við andans uppljómun, ég hafði búist við öllu nema þessu... Þeir hlupu í hringi bara eins og ekkert væri. Þeir þögðu bara og hlupu í hringi. Engar samræður. Enginn var að leysa lífsgátuna, þeir hlupu bara í hringi. Eru þetta kannski ekki andans menn? „Jú þeir eru örugglega bara að hlaupa til að koma heilasellunum í gang“ hugsaði ég með mér. En eftir að þeir höfðu lokið sér af að hlaupa í hringi þá fóru þeir að teygja...og enn ekkert gáfu- legt og svo fóru þeir í blak... og engin lausn lífsgátunnar, engin uppljómun. Þeir spiluðu bara blak eins og... og hlupu um einsog... og voru tapsárir eins og... venju- legir menn! Gat verið að þessir menn væru ekki þeir djúphyggjumenn sem ég hafði talið þá vera? Voru þeir bara prestar í þessu andlausa musteri sem Háskóli Islands er og voru þeir bara sáttir við það? Hefúr Páll Skúlason ekkert kúgað þá? Eru þetta ekki andans menn? Bjallan í íþróttahúsinu hringdi og tím- inn var búinn. Þetta Menningarfélag hafði ekki staðið undir væntingum. Ég gekk nið- urlútur inn í klefann. En þá fékk ég vonar- neista. Þeir hlupu allir niður í kjallara á leið í gufú. „Já þar byrja umræðurnar, þeir voru bara að hita aðeins upp inni í sal“ hugsaði ég með mér. í guftinni mun ég finna fyrir uppljómun andans. Ég fór nið- ur stigann fúllur eftirvæntingar og þegar ég opnaði dyrnar blasti við mér ófögur sjón. Tuttugu naktir musterisprestar drekkandi bjór og talandi um k\'enfólk. Þeir drukku ekki koníak heldur bjór, þetta voru... þeir sátu í gufunni á sprellunum, þetta voru bara... þeir töluðu um kerling- ar, þctta voru bara venjulcgir menn. Ég hafði mætt þarna í leit að lausn lífs- gátunnar, ég hatði mætt í þeirri von að verða andans maður en ég hitti fyrir venju- lega menn sem spiluðu blak og fóru nakt- ir í gufú og töluðu um venjulcga hluti og drukku bjór og... „Qgfyrsta lcxía min í mannpekkingu, bún var pá svona. Mnsteri vizkunnar í rústum. Sjálfir musterisprcstarnir jjengnir saman í pervisalega hvcrsdajjsmenn. Ojj éjj bafði verið sá asni að trúa, að petta vœru vitrinjj- arnir, sem veittu bnjjsnn minni spekina ojj lciddit innr&ti mitt á vejju fullkomleikans.a -Þórberjiur Þórðarsson

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.