Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 23

Stúdentablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 23
stúdentabla&íð 23 Einmiðlunarfjelagið Austur Þýskaland hefur upp raust sína Grímur Atlason er nerni í sagnfræði við Háskóla íslands og þroskaþjálfi, auk þess sem hann sér samnemum sínum fyrir húsaleigubótum. Grímur vinnur nefnilega á Félagsþjónustu Reykjavíkur- borgar þar sent hann hjálpar fólki að kljást við kerfið. Grímur lætur þó ekki staðar numið við slík afrek því á haustmánuðum stofnaði hann Einmiðlunarfjclagið Austur Fýskaland sem ólíkt forvera sínum, þýska lýðræðislýðvcldinu, er kornið til að vera. Austur Þýskaland er mótfallið ofurtrú á markaðskerfinu og telur að fbrveri þess í Mið-Evrópu hafi haft margt gott til mál- anna að lcggja, ef frá eru dregnir nokkrir stórir mínusar. Austur Þýskaland var skráð á sinn eigin innri hlutabréfamarkað þar sem gengi bréfa fér ekki eftir framboði og eftir- spurn. Boðnir verða út 200 hlutir en til að baktryggja sig gefúr félagið út afkomuvið- vörun við upphafsdag útboðsins. Sökum hækkunar á verði matvöru og bensíns verð- ur hver hlutur seldur á genginu 0.5 og kostar því einungis 2000 kr. Til þess að kaupendur fari ekki illa út úr þessum við- skiptum, fær hver hluthafi bókina I búðinni hans Mústafa - og önnur ljóð fyrir börn með í kaupbæti. Við nálguðumst kappann í höfuðstöðvum húsaleigubótanna og spurðum hann spjörunum úr. Grímnr, ertu kommúnisti? I’að fer eftir túlkun orðsins. Menntaður þroskaþjálfi sem hangir á Félagsþjónustu Reykjavíkur hlýtur að vera kommúnisti. Þar fyrir utan er skoðun mín sú að við Islend- ingar erum þrælar þess sem við höldum að sé frelsi. Við höfúm nefnilega ekkert val- frelsi. Sjáðu bara nýjustu bóluna í formi Debenhams, það er hlegið að þessu í Bret- landi. Einungis lúðar ganga í lörfum frá Debenhams. Annað dærni er Tescosósurn- ar sem seldar eru sem eitthvert ljúfmeti í Nýkaupum. Uti í hinum stóra heimi er þessi viðbjóður seldur í verslunum nteð lægri standard en Bónus. Það er ekkert frelsi í þessunt kapítalisma eins og hann birtist okkur hér. Já, ég er kommúnisti, á því leikur enginn vafi! Verða bókaútj^efendur ekki alltaf að kapít- alistum? Ja, Mál og menning.hefur vissulega gef- ið okkur fordæmi fyrir slíku og er einkenni- legt til þess að hugsa að hið sósíalíska bóka- félag hans Rristins E. hafi breyst í marg- miðlunarrisa sem er nú á góðri leið með að niðurnegla bökabransann svo að plássið fyrir einyrkjann er ansi þröngt. Þetta er vissulega afleiðing mammonsdýrkunar - en í þessunt turnum leynist samt gott fólk og almennt séð eru nokkrar verulega fram- bærilegar bækur gefnar út ár hvert. Sala bókar minnar fylgir vitaskuld markaðnum að einhverju leyti en ég hef þó reynt að sporna við markaðslögmálunum t.d. með hinu sérstaka hlutafjárútboði. Hver er vantinjjavísitala Austur Þýskalands? Þar sem væntingavísitala Gallups er í engu samræmi við væntingar Austur Þýska- lands, hefúr félagið ákveðið að gefa út mánaðarlega væntingavísitölu. Austur Þýskaland væntir þess nú í október að það verði garnan að lifa í nóventber ef maður á annað borð væntir þess. Sejjðu mér meira frá frumútjjáfu félajjsins, I búðinni bans Mústafa - ojj önnur Ijóð Jyr- ir börn. Eitt sinn bjó ég í Danmörku þar sem ég starfaði að meðferðarmálum fíkniefnaneyt- enda. Eftir að ég fluttist heirn kom danskur vinur minn í heimsókn og gaf dóttur minni bókina í afmælisgjöf. Ég hrcifst af bókinni og stal henni af dóttur minni, fékk Friðrik H. Olafsson til að þýða hana og gef nú út. Ég ætla að nota þann útjaskaða frasa að þetta sé bók fyrir börn á öllum aldri og segja má að vísurnar tali frekar upp til manns heldur en niðúr. Börn eru ekki fávit- ar. Hver er höfundur bókarinnar? Hann heitir Jakob Martin Strid og er eins danskur og Danir geta mögulega ver- ið. Hann er einungis 28 ára gamall og teiknar meinfyndnar satírur aftan á danska blaðið Politiken. Hver er boðskapur bókarinnar? Bókin fer mikið inn á þá margþættu blöndun sem á sér stað á degi hverjum og þá ekkj bara á milli okkar mannanna heldur líka hinna ýmsu fiirðudýra, lifandi sem dauðra. Ætli boðskapnum verði ckki best lýst sem svo að það er pláss fyrir okkur öll. Mcnnskum smáborgarahætti er gefið langt nef og skrýtnu og fjölbreyttu sam- félagi cr lýst sem ósköp eðlilegu. Hvað mun Austur Þýsltaland taka sérfvr- ir hendur á trntu döjjum? Fleiri bækur gætu litið dagsins ljós og svo verður stórfelldur innflutningur í janúar á Mark Almond sem söng í hljómsveitinni Soft Cell og gaf m.a. út hinar feykigóðu skífur Non-Stop Erotic Cabaret og Non- Stop Erotic Dance. Eru íslendinjjar fordómafullir? sagði: „Hann er heimskur en hann veit að hann er heimskur og það gerir hann næst- um gáfaðan.“ Hægt er að nálgast bókina á vefsíðu Austur Þýskalands; www.ddr.is bv Sumir eru það. Það er t.d. oft sagt um mongólíta að þcir séu alltaf kátir. Sannleik- urinn er sá að mongólítar fara líka í fylu. Surnir segja að gamalt fólk sé Bíngófiklar en sumt gamalt fólk fér aldrei í Bíngó. Ergó súmm: við erum ntörg hver fífl, ntörg hver ágæt og langflest þolanleg. Sjálfur viður- kenni ég fúslega að ég er haldinn ákveðn- um fordómum. Ég er til að mynda for- dómafúllur út í markaðsöflin, ég neita að trúa að þetta sé eina leiðin. Málið er að gangast við fordómunum eins og rapparinn Froskur einn banka framdi rán með fægðum hnífi og læris- sneið en villtist að sönnu á salernið er sína vildi hann fara leið. Og lögreglan barði á luktar dyr í laganna nafni, en því miður: Að froskinum sótti sturlan stór og hann sturtaði sér bara niður. (Brot úr I búðinni hans Mústafa - ojj önnur Ijóð fýrir börn)

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.