Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 25

Stúdentablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 25
stúdentablaðið Ml Háskólar og heimsvæðing Ávarp á háskólahátíð 5. október 2001 r g óska okkur öllum til hamingju með 90 ára afmæli Háskóla Islands og býð ykkur hjartanlega velkomin til þessarar háskólahátíðar. Ég býð sérstaklega vel- komna hina erlendu rektora og vararektora sem heiðra okkur með nærveru sinni. Með þátttöku sinni í hátíðarhöldum okkar minna þeir okkur á að Háskóli Islands er hluti af samfélagi háskóla um heirn allan. Á þeint 90 árum sem Háskóli Islands hefur starfað hefur hann smám saman orðið virk- ari þátttakandi í hinu alþjóðlega háskóla- samfélagi og um leið lagt æ meira af mörk- um til að byggja upp íslenskt þjóðfélag með Ijölgun námsgreina, stórauknum rannsóknum, síaukinni fræðslu og þjónustu við landsmenn. Þær miklu breytingar sem orðið hafa hvarvetna í heiminum á atvinnulífi, menn- ingu og stjórnmálum má vafalaust rckja beint eða óbeint til þess sem kaliað hefur verið „rökvæðing veraldarinnar“ og á rætur öllu öðru fremur í starfi háskóla frá mið- öldurn til þessa dags. Ábyrgð háskóla á því sem gerist í heiminum er því hugsanlcga nteiri en okkur kann að gruna. Ein spurn- ing verður sífellt áleitnari í mínum huga: Öxlum við háskólafólk fyllilega ábyrgð okkar á þeim breytingum sem eru að verða í heiminum? Gerum við örugglega allt sem við getum til þess að starf okkar leiði til góðs fýrir framtíð mannkyns? Leiðum fyrst hugann að því í hverju starf okkar félst og um hvað það snýst. Háskóla- starfsemi ber hvarvetna sömu einkenni. Hún er þrotlaus barátta fyrir framgangi röklcgrar hugsunar sem miðar að því að atla fræðilegrar þekkingar á heiminum, tæknilegrar kunnáttu til að breyta honum og siðfcrðilegrar visku til að bæta hann eins og kostur er. Opinbert og viðurkennt hlut- verk háskóla frá tilkomu þeirra á miðöldum hefur verið eitt og hið sama: Öflun, varð- veisla og rniðlun þekkingar á heiminum og sjálfum okkur. Hvarvetna í háskólum heimsins gilda í meginatriðum sömu siðir, sömu vinnubrögð og sama virðing fyrir þekkingunni og öllu starfi sem henni teng- ist. Þekking er í hugum háskólatólks merki- legasta fyrirbæri heimsins. Hún tengir sam- an hugsanir og hugmyndir úr öllum kimum heimsins og getur santeinað mann- kynið handan alls þess sem greinir það í þjóðir, télagshópa og einstaklinga. Smám saman hefur háskólafólk í öllum heims- hornurn tileinkað sér sömu fræðilegu, tæknilegu og siðferðilegu þekkinguna - þekkingu sem cr reist á sömu röklegu for- sendum, borin fram í sama röklega formi og beitt eða hagnýtt með sömu röklegu að- ferðunum. Þessi heimsvæðing þekkingar- innar er órofa tengd starfi háskólanna og þeir eiga að vinna að því að hún leiði til góðs fyrir mannkynið allt. Ég trúi því að heimsvæðing þekkingar- innar - eða ætti ég að segja „þekkingar- væðing heimsins?" - hafi getað átt sér stað vegna þcss að hinar mannlegu verur eru í meginatriðum eins gerðar og hugsa á svip- aðan hátt, þótt þær tali ólíkar tungur, hafi ólík félagsleg kerfi og orðið fyrir mismun- andi lífsreynslu. Þess vegna má líta á mann- kynið, eins og franski hugsuðurinn og stærðfræðingurinn Blaise Pascal segir, „sem sömu manneskjuna sem enn lifir og lærir stöðugt.“ Sú manneskja er sannarlega óendanlega flókin og fjölbreytt: Hún er karl og kona og sameinar í sér alla kynþætti, aldurshópa, þjóðfélagshópa og trúarhópa. Er ekki skipulögð þekkingarleit, scm bvgg- ist á yfir\’Cgun og agaðri hugsun, eina leið okkar mannfölksins til að samhæfa óendan- lega flókinn og fjölbreyttan veruleika þess- arar manneskju sem allt mannkynið er? Nú við upphaf 21. aldar er eitt hugtak notað öllum öðrum fremur til að lýsa því sem er að gerast í heiminum og þeim breytingum sem eru að verða og munu verða á næstunni. Á heimstungunni ensku er orðið „globalisation“ notað um þetta hugtak, en bókstafleg þýðing þess á ís- lensku er „hnatt\'æðing.“ Á frönsku er tal- að um „mondialisation,“ heimsvæðingu. Á þessum málum báðum er einnig talað um ,,internationalisation,“ alþjóðavæðingu. Hvort sem menn kjósa að gefa þessum orð- um sömu merkingu eða túlka þau á ntis- munandi vegu er ljóst að hugsunin er af svipuðum toga: Eitthvert fyrirbæri - hug- mynd, tæki, hegðun, kvikmynd eða tón- verk - fer yfir hnöttinn allan, snertir allan heiminn eða skýtur rótum meðal flestra þjóða heims. Hvort sem menn kjósa að tala um ,,hnattvæðingu,“ ,,alþjóðavæðingu“ eða „heimsvæðingu“ er augljóslega um flókin tcrli að ræða sem brýnt er að greina og skilja bæði í einstökum atriðum og í heild sinni. Hvernig ber að skilja hnatt\'æðinguna sem nú á sér stað og þýðingu hennar fyrir framtíð heimsins? Og hver eru tengsl henn- ar við heimsvæðingu þekkingarinnar sem háskólar hafa staðið fyrir um aldir og eru stöðugt að vinna að? Ég ætla ntér ekki þá dul að athjúpa eðli og þýðingu hnattvæðingarinnar í stuttu ávarpi, en engum dylst að helstu þjóðfé- lagskerfi veraldar eru að taka breytingum undir áhrifiim hennar. Þessi kerfi - hagkerfi og stjórnkerfi þjóða og þjóðaheilda og enhfremur kerfi lífshátta og menningar - taka smám saman á sig sömu form um víða veröld. Hvar\'etna má sjá í mótun sömu eða svipaðar reglur, hugmyndir og venjur, sömu aðférðir við að skipuleggja viðskipti, samskipti og siði meðal þjóða heimsins, þrátt fyrir allt sem skilur þær að. Hér er kerfisbundin heimsmenning að skapast, ef ég má orða það svo. Jafnvel trúarbrögðin, svo ólík sem þau eru að formi og innihaldi, þurfa að heimsvæðast með þ\ í að laga sig að reglum „heimsþorpsins“ og hætta að stefna að heimsyfirráðum! Fyrir þessari samhæfingu þjóðfélagskerfa standa þær stofnana heimsins sent hafa rík- ust áhrif á hugsanir fólks, líf þess og störf. Stofnanir þessar eru ríki eða ríkjabandalög sem sameina misstóra hópa fólks, frá ríkjum á borð við Bandaríkin og Kína til smáríkja á borð við Island og Luxemburg. Það eru einnig fyrirtæki á borð við tölvurisann Microsoft og sjónvarpsstöðvarnar MTV eða CNN sem eru að störfum út um allan heim og hafa áhrif á hugsun fólks í öllum heimshornum. Til hliðar við hin voldugu ríki og stórfyrirtæki standa svo háskólarnir sem eru að störíiim hvarvetna í heiminum og vinna allir að því að mennta einstaklinga sem eiga að vera hæfir til að stýra málefn- um þjóða sinna og byggja upp fyrirtæki sem skapa atvinnu og móta lífsskilyrði alls þorra almennings um heim allan. Lítum nánar á háskólana. Á því leikur enginn vafi að þeir hafa gegnt og gegna lykilhlutverki í þeirri hnatt\'æðingu sem nú gengur yfir heiminn. En gera þeir það á fyllilega ábyrgan og gagnrýninn hátt? Vinna þeir markvisst að því að breiða út þekkinguna og láta ljós hennar skína sem víðast í veröldinni? Er þekkingarvæðing heimsins, sem háskólarnir bera ábyrgð á, nægilega ríkur þáttur í hnatt\'æðingunni sem nú á sér stað í heiminum á öllum svið- um? Ég levfi mér að efast um það. Ég er sann- færður um að þeir gætu staðið sig miklu betur en þeir gera nú við að axla ábyrgð sína á gangi mála í heiminum. Ég veit að háskólatölk um víða veröld stundar fræði sín af heilindum og lyftir Grettistaki á hverjum degi við að atla þekkingar, varð- veita hana og rniðla henni til nemenda sinna og út í þjóðfélagið. Og ég veit að í heiminum er til það sem nteð réttu má kalla „heimsmenningu háskóla,“ menning sem snýst um að leita hins sanna og rétta í öllum málum, rökræða og reyna að skilja revnslu mannkynsins, allra manna, karla og kvenna, af veruleikanum — rétt eins og mannkynið væri eina og sama manncskjan frá upphafi vega. Tilgangurinn cr sá að reyna að átta sig á heiminum til að geta tekið þátt í því sem þar á sér stað á ábyrgan og áhrifamikinn hátt. Til þess þarf vissulega fræðilcga og tæknilega þekkingu, en þó ekki síður siðferðilega visku sem scgir okk- ur hvernig við getum nýtt fræðin og tækn- ina til góðs. Hér hafa háskólar heimsins verk að vinna. Siðferðileg viska kemur ekki til okk- ar af sjálfsdáðum, heldur með yfirvegun og rannsóknum á því hvernig mannkynið hef- ur frá öndverðu leitast við að sigrast á rang- læti, böli og glæpum sem markað hafa sögu þess. Menning er barátta gegn öllu því sem spillir eða tortímir lífinu. Og háskólar heimsins ciga að leggja sig alla fram í þeirri baráttu nteð gagnrýninni greiningu á sið- ferðilegum kjarna hverrar menningar og rökræðu um hann. Háskóli Islands vill leggja sitt af mörkum í þessu skyni. Stofnun hans fyrir 90 árum var einn mikilvægasti áfangi íslensku þjóð- arinnar í því að tryggja menningarlegt, stjórnmálalegt og efnahagslegt sjálfstæði sitt. Háskólinn skapaði þjóðinni vett\'ang til að menntast af eigin rammleik, færa skipulega til landsins þekkingu og andlega strauma frá öðrum þjóðum og verða um leið skapandi í vísindum og fræðum. Þessi 90 ár hafá verið ævintýri líkust og Háskól- inn hefur átt drjúgan þátt í að gera það að veruleika með því að opna dyr og glugga þjóðarinnar fyrir erlendum menningar- áhrifum og vinna jafnframt á agaðan og yf- irvegaðan hátt úr þessurn áhrifúm. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum sem var opnuð í upphafi þess- arar afmælisviku er mikilvægur liður í að efla ennfrekar þennan þátt í starfi skólans. Góður háskóli er uppeldismiðstöð þjóð- ar sinnar. Háskóli Islands hefur ávallt lagt sig frarn um að vera góður skóli og hafi það tekist, þá er það að þakka þjóðinni sjálfri sem hefur byggt hann upp og fært sér í nyt það sem hann hefur fram að bjóða. Og Há- skóli íslands hefur aldrei eins ntikið frani að færa til að etla menntun og menningu þjóðarinnar og einmitt nú á þessu afmælis- ári. Um leið og ég þakka þeim fjölmörgu sem hafa lagt Háskóli íslands lið og átt þátt í auðga starf hans, óska ég þess að hann rnegi þjóna íslenskri þjóð með síauknum krafti á komandi árum. páll skúlason

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.