Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 29

Stúdentablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 29
stúdentablaðið 291 Vatnsmýri . Hvers vegna svæði Háskóla íslands og Vatnsmýrin er ákjósanlegasti staðurinn fyrir þróun þekkingarþorps á höfuðborgarsvæðinu: 1. Alvöru þekkingarþorp þarf að vera við öflugan rannsóknarhá- skóla. 2. Háskóli íslands er langöflugasti rannsóknarháskóli landsins. 3. Háskóli íslands er einnig langstærsti háskóli landsins og há- skólaflóran því fjölbreyttust þar. 4. Háskólasvæðið er í miðborgarumhverfi sem er að mati erlendra ráðgjafa mikilvægur viðbótarkostur fyrir þekkingarþorp. 5. Háskólasvæðið er tilbúið til uppbyggingar mjög fljótlega. 6. íslensk erfðagreining hf. er þegar komin inn í umhverfi þekking- arþorpsins og hefur jákvæð áhrif á slíka uppbyggingu. 7. Náttúrufræðahús H.í. mun leggja þekkingarþorpsstarfseminni lið með nálægð sinni. 8. Þekkingarþorp H.í. hefur síðan vaxtarmöguleika til austurs og suð- urs handan byggingar ÍE. Landspítalasvæðið og háskólasvæðið munu vaxa saman. 9. Til lengri tíma mun svo Vatnsmýrarsvæðið geta lagt frekari þróun þekkingarfyrirtækja og íbúabyggðar lið, með því að flugvöllurinn vík- ur (að hluta eða öllu leyti). Ný miðborg verðurtil. 10. Miðstöð íslenska þekkingarsamfélagsins á að byggja upp þar sem styrkur er fyrir liendi til að ná árangri, þ.e. á og við háskólasvæð- ið. Dreifð uppbygging slíkrar starfsemi er ávísun á veikari þróunarfor- sendur og lakari samkeppnisstöðu gagnvart útlöndum. „Kannski finna þeir gull." I’egar iðnvæðingin hóf sitt skeið byggð- ust verksmiðjurnar upp í nánd við orku- og auðlindanámur, Þar var hráefnið, þar var eldsnettið. Þangað streymdi fjármagnið og þar mynduðust nýju störfin, þangað komu vegir og járnbrautir. Þar varð til nútími lið- inna daga. Fólkið streymdi þangað í leit að tækifærum, í leit að framtíð og í leit að betra lífi. Heilu borgarsamfélögin risu upp úr auðnunum. Þar sem auðlindirnar voru, - þar byggðust miðstöðvar samfélagsins. Nýja hagkerfið Nú - segja sumir - er að þróast upp nýtt hagkerfi, þar sem þekkingin er smám sam- an að verða mikilvægasta auðlindin. Hún er hráefnið og eldsneytið í hagvexti næstu ára- tuga og jafnvel framtíðarinnar allrar. Það er hún sem laðar að sér fjármagnið, hún felur í sér tækifærin, - hún, er framtíðin. Þekk- ingin - segja þeir- hún er sú auðlind sem miðstöðvar samfélagsins munu rísa utan um í náinni framtíð. Er eitthvað nýtt við þekkingu? Aðrir hafa minni trú á „mýtunni“ um nýja hagkerfið. „Hefur þekkingin ekki alltafver- ið undirstaða nýsköpunar?“ - spyrja þeir. „Snýst ekki þekkingarleit nútímans einnig um betri nýtingu sömu grunnþátta, fólks- ins og hráefnanna?“ I hugum þeirra cr nýja hagkerfið „sami bílinn, en með nýrri vél.“ En engu að síður... Það er ekkert nýtt við þekkingu og hug- myndir, þau hafa alltaf verið til staðar. En nú lifa þau sjálfstæðu lífi. Maðurinn hefúr lengi leitað þckkingar til að þróa nýja tækni, finna og nýta nýjar auðlindir, og til þess að fá nýjar hugmyndir. Fyrr sem nú, hefur alltaf þurft nýjar hugmyndir til að takast á við ný úrlausnarefni og ný tæknileg vandamál. Nýsköpun hefur alltaf \'crið til staðar. Það er hún sem hefur skapað \'erð- mætin; ný tæki, nýjar auðlindir og nýjar söluvörur. Nýsköpunin hefur alltaf verið ein forsenda hins stöðuga hagvaxtar sem nevslusamfélag nútímans bj'ggir á. ...hefur breyting orðið I dag er það þekkingin ein og sér sem er verðmæti. I dag eru það lausnir sem seljast dýrum dómum. Fjárfestar nútímans eru reiðubúnir að binda mikið fé í eina hug- mynd, því í dag eru hugmyndirnar verð- mæti. Þangað leitar fjármagnið. Fjárfest- arnir leita ekki lengur að nýjum auðlindum, þeir leita nýrra hugmynda og fjármagna þær. Þekkingin, hún ku vera auðlind 21. aldar. En hvar eru þekkingarnámurnar? Þckkingin er óneitanlega öðruvísi auðlind. Það verða engir vísindamenn sem eftir mikla og ítarlega leit setja fram öll sín gögn, benda á staðinn, og segja: „Hér er olía!“. Þekking sem ekki hefur verið sköp- uð, lausn sem ekki hefur verið fundin, hug- mynd sem enginn hefur fengið. Þessi þrenning finnst ekki bara sisona undir yfir- borði jarðar og bíður þess að verða grafin upp. í þekkingarhagkerfinu dugir ekki að finna auðlindina sem nýta má. Nú dugir ekki minna en að skapa sjálfa auðlindina, áður en hana má nýta. I>ær eru í þorpunum Þess vegna hafa menn kallað þekkingar- þorpin miðstöðvar þekkingarhagkerfisins. Þar er verið að skapa umgjörð sem á um- fram allt að örva og efla nýsköpun, að safna þekkingunni á eitt s\'æði. I þeim eru fi'rir- tæki og háskólar út um allan heim nú að leiða saman hesta sína og efla nándina sín á milli. Að hvetja til tilviljana! Hugmyndin er eltki fundin, hún kviknar af sjálfii sér. A réttum stað, á réttri stund fyrir tilviljun eina, en samt í krafti þekkingar og bakgrunns. I þekkingarþorpinu er verið að skapa samskiptavettvang. Byggingar eru samtengdar og þorpið gjarnan allt með einum sameiginlegum inngangi, svo þú rekist á alla sem þú þekkir á morgnana. Krár og veitingastaðir eru félagslegar tengslamiðstöðvar, umhverfið á að vera fal- legt og róandi. Fólk með ferskar hugmynd- ir á að hittast og kynnast, spjalla saman, deila skoðunum sínum, segja frá verkefn- unum, miðla af reynslu sinni. Og hver veit nema einhverjum detti eitthvað sniðugt í hug! Ótæmandi möguleikar Mörg af stærri hátæknifyrirtækjum dagsins í dag voru á sínum tíma stofnuð af ungu fólki sem fékk góða hugmynd, e.t.v. við svipaðar aðstæður og þekkingarþorpin reyna að skapa í dag. Hewiett Packard hef- ur höfuðstöðvar út um allan heim. Og hver hefur ekki heyrt um Microsoft? Ear er gott að vera Þegar gull fannst í jörðu forðum daga voru þcir ófáir sem seldu eigur sínar og flykktust á svæðin í von um hlutdeild af þeim auðæf- um sem fundist höfðu en eftir var að vinna. Nú flykkjast tæknifyrirtæki í þekkingar- þorpin í von um hlutdeild í því sem gæti skapast í náinni framtíð. Viðskipta- og ný- sköpunarumhverfið, samlegðaráhrifin frá háskólum og öðrum fi'rirtækjum, stoðkerfi þekkingarþorpsins, samskiptavettvangurinn - suðupottur nýsköpunarinnar, allt eru þetta hlutir sem fj'rirtæki sækja í af augljós- um ástæðum. I skauti framtíðar Það er í rauninni ekki hægt að segja til um hvað þekkingarþorpið mun leiða af sér í framtíðinni. Við getum reiknað með örari hagvexti en annars hefði orðið. Við getum gert okkur vonir um áhuga- og eftirsóknar- vert samfélag hæfileikafólks. Mögulega gerist eitthvað stórt. Ef gæfan fylgir kvikn- ar þar einn góðan veðurdag byltingarkennd hugmynd. Kannski nokkrir ungir Islend- ingar stofni þar fi'rirtæki sem sigrar heim- inn. Hver veit? Svo mikið er \íst, ffum- kvöðlarnir vilja starfa í þekkingarnámu ffamtíðarinnar. Kannski finna þeir gull. grs

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.