Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 31

Stúdentablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 31
stiirie»itabla&ið Yakandi íyrir vilja stúdenta! Ohætt er að segja að Vökustarfið hafi verið með miklum blóma undanfar- ið. Fyrsti málefnafundur Vöku var haldinn á Kaffi Reykjavík fimmtudaginn 11. október en þar var tilhögun málefna- starfsins í vetur kynnt. I málefnastarfinu er stefna Vöku mótuð. Við hvetjum stúdenta til að taka virkan þátt í því að bæta Há- skólasamfélagið og hvetjum alla þá sem áhuga hafá á því að taka þátt að hafá sam- band, vaka@hi.is. Óðaverðbólga í stúdentasaittfélag- inu? Vaka ályktaði á dögunum vegna fyrirhug- aðrar hækkunar innritunargjalda við Há- skóla Islands. Vaka hefur mótmæit hækk- uninni, enda hefur enginn rökstuðningur komið sem útskýrir 40% hækkun innritun- argjalda. Stúdentar hafa mátt þola ýmsar hækkanir af hálfú opinberra aðila og má þar nefna hækkun leikskólagjalda og fargjalda með almenningsvögnum, sem og almennar verðiagshækkanir. Hækkun innritunar- gjalda nú, án þess að sýnt hafi verið fram á aukinn kostnað við innritun stúdenta, er flestum stúdentum því þungbær. Stúdenta- ráð stóð fyrir undirskriftasöfnun til að mót- mæia hækkuninni og er ánægjulegt að báð- ar fylkingar hafi unnið saman að þessu máli. Vel heppnuð ráðstefna um lesblindu Miðvikudaginn 26. september stóð Vaka fyrir ráðstefnu um málefni lcsblindra stúd- enta. Markmið ráðstefnunnar var m.a. að vekja athygli yfirstjórnenda og annarra starfsmanna HI á eðli og afleiðingum þeirr- ar hömlunar sem dyslexia er. Frummælend- ur á ráðstefnunni komu úr ólíkum áttum og 'höfðu margt fróðlegt fram að færa. Frummælcndur voru þau Jónína Kárdal nárhsráðgjafi við Háskóia Islands, Hjalti I Itjgason formaður kennslumálanefndar Háskóla Islands, Rannveig G. Lund for- stöðúmáður lestrarmiðstöðvar Kennarahá- skólans, Steingrímur Ari Arason fram- kvæmdástjóri LÍN og Marta Birgisdóttir mastersnemi í landaffæði. Mætingin á ráð- stefnuna fór fram úr björtustu vonum sem sýnir beriega hve mikil þörf var á því að halda ráðstefnu um málefni lesbiindra í HÍ. Frekari fréttir af ráðstefnunni er að finna á Vökuvefnum, www.vaka.hi.is. Hádegisfundur Vöku um ástand heimsmála Vaka stóð fyrir flmdi í Odda í hádeginu á dögunum um ástand heimsmálanna og bar fundurinn yfirskriftina „Heimur í upp- námi.“ Fjórir frummælendur voru á fund- inum, Gunnar Torfason verkfræðingur, Ás- geir Jónsson hagfræðingur, Pétur Leifsson þjóðréttarfræðingur og Ólafúr Sigurðsson fréttamaður, og voru erindi þeirra afar fróðleg.Gunnar tjallaði m.a. um World Tra- de Center tvíburaturnana og ástæður þess að þeir hrundu. Sagði hann að höggið af árekstri vélanna hefði ekki felit turnana, heldur hefði hinn gífiirlegi hiti sem mynd- ast hefði við bruna af 90 tonnum af flug- vélaeldsneyti hreinlega brætt einstakt stál- virki turnanna. Þegar stálvirkið bráðnaði, losnuðu stcinstevptar hæðirnar einfaldlega frá og hrundu hver niður á aðra. Var það ntál manna að fundi loknum að hann hefði verið mjög fróðlegur og yfirgripsmikill. Vaka hefur í vetur staðið fyrir allnokkrum fundum og mun halda því áfram enda hafa stúdentar tekið hádegisfundum Vöku afar vel. Stúdentadagur í ár var Stúdentadagurinn haidinn hátíð- legur í 90 ára afmælisviku Háskólans. Deg- inum var eingöngu ætlað að vera hrein og kiár skemmtan og er mál manna að það hafi tekist. Stúdentaráð og nemendafélögin standa í sameiningu að þessum degi. Full- trúar Vöku í nefndinni voru Ásdís Rósa Þórðardóttir líffræðinemi og stúdent- ráðsliði Vöku, og Davíð Gunnarsson hag- fræðinemi og stjórnarmaður í Vöku. Bjórkvöld Vöku Vaka er í stöðugri stemmningu og stemmningsfólkið leitar í Vöku. Þann 27. september hélt Vaka bjórkvöld í Húsi Mál- arans sérstaklega til heiðurs þeim fjölda er- lendra stúdenta sem nám stunda við HI. Undirtektirnar voru frábærar og nokkuð ljóst að bjórkvöldin verða fleiri. Öflugur Vökuvefúr Vökuvefurinn er uppfærður daglega. Á Vökuvefnum er að finna ferskar fréttir úr hagsmunabaráttu stúdenta, en einnig er þar að finna dagskrá félagsins og yfirlit yfir komandi atburði. Á Vökuvefnum er einnig myndasíða þar sem sjá rná hverjir eru hvar í HI. Þá koma Vökufréttir reglulega út. Við hvetjum stúdenta eindregið til að kynna sér málefni Vöku. Vakandi fyrir vilja stúdenta! Undanfarna daga hafa Vökuliðar farið í byggingar skólans þar sem þeir hafa dreiít nýjasta Vökublaðinu og boðið stúdentum að kynna sér stefnu Vöku. Óhætt er að segja að stúdentar hafi tekið framtakinu vel. Með þessu vill Vaka sýna í verki að við er- um vakandi fyrir vilja stúdenta. Vaka vildi með þessu taka púlsinn á Háskólanum. Vaka Röskva leiðir leiftursókn stúdenta Við mótmælum hækkun innritunar- gjalda Röskva hafði frumkvæði að kröftugum mótmælum Stúdentaráðs gegn hækkun innritunargjalda sem boðuð er í nýju tjár- lagafrumvarpi. Röskva mun ætíð standa vörð um jafnrétti til nárns og berjast gegn öllum hugmyndum um skólagjöld við Há- skóla íslands. Rúmlega 3100 stúdentar skrifúðu undir mótmæli á rúmum tveimur skóladögum og hefúr önnur eins þátttaka ekki sést í undirskriftasöfnun meðal stúd- cnta í mörg ár. Röskva þakkar stúdentum fyrir stuðninginn og heitir að halda áfram baráttunni gegn upptöku skólagjalda. Nán- ar er fjallað um hækkun innritunargjalda annars staðar í blaðinu. Stúdentadagurinn - frábær endir á góðri afmælisviku Stúdentadagurinn fór fram í annað skiptið 5. október sl. og tókst frábærlega enda lék veðrið við stúdenta. Markmið Stúdenta- dagsins er að skapa tækifæri fyrir stúdcnta úr öllum deildum til að koma saman og gera sér glaðan dag. Röskva kynnti hug- myndina að Stúdentadeginum í upphafi síðasta árs og nú er dagurinn orðinn ómissandi þáttur í háskólalífinu á hvcrri haustönn. I ár markaði Stúdcntadagurinn hápunkt afmælisdagskrár stúdenta í tiíefni af 90 ára afmæli Háskóla íslands. Afmælisdagskráin tókst mjög vel en hún byrjaði á því að stúd- entar fengu gefins köku og mjólk, þá var haldið vel heppnað aiþjóðakvöld og Megas skemmti stúdentum á FS kvöldi í Stúdneta- kjallaranum. Röskva þakkar stúdentum fyr- ir samveruna á Stúdentadeginum. Sjáumst á Stúdentadeginum að ári! Röskva hækkar húsaleigubæturnar Röskv'a hefur háð markvissa baráttu fyrir réttlátara lnisaleigubótakerfi með mjög góðum árangri. Fyrir stuttu náðist einn stærsti sigurinn í þeirri baráttu þegar ríkis- stjórnin tilkynnti að húsaleigubætur yrðu skattfrjálsar. Þetta þýðir að stúdentar þurfa ekki lengur að greiða ríkinu um 40% af húsaleigubótunum til baka og er því ígildi verulegrar hækkunar húsaleigubóta. I öðru lagi þýðir þetta að bæturnar skerða ekki lengur námslán. Röskva hefúr ítrekað fúndað með ráð- herrum félagsmála og fjármála til að þrýsta á afnám skattlagningar húsaleigubóta. Síð- ast fúnduðu forystumenn Stúdentaráðs með fjármálaráðherra í lok ágúst og lögðu mikla áherslu á afnám skattlagningar húsa- leigubóta. Nokkrum vikum síðar tilkynnti ráðherrann um breytingarnar. Röskva vill aukið íþróttalíf Eitt af kosningarioforðum Röskvu í síðustu kosningum var að auka íþróttalíf stúdenta við Háskólann. Öflugt íþróttalíf stuðlar að aukinni samkennd meðal stúdenta svo ekki sé minnst á bætta heilsu og geð þeirra. I því skyni kom Stúdentaráð, að frumkvæði Röskvu, á fót starfshópi sem hefur það hlutverk að efla íþróttalíf stúdcnta. Hópur- inn á að leita í auknum mæli til stúdenta varðandi kennslu og þátttöku í íþróttum. Skorað hefúr verið á rektor að verja auknu fjármagni til íþróttalífs stúdenta við Há- skólann. Röskva vill gera aðstöðu til íþróttaiðkunar meira aðlaðandi og starf- semina meira spennandi svo tleiri nýti sér hana. Þá eru uppi hugmyndir urn skokk- hóp, jóga, magadans, karate, mæðra- og féðraleikfimi og svona mætti áfram telja. Einnig væri hægt að fá stúdenta til að sjá um gönguhóp og margt, margt fleira. Leiðbeiningar um gerð lokaverkefna I síðustu kosningum kynnti Röskva þá hugmynd að háskólayfirvöld getí út sam- ræmdar leiðbeiningar með lokaritgerðum. Undanfarnar vikur hafa verið rniklar um- ræður um lokaritgerðir vegna ritgerðar- málsins í lagadeild. Það sýndi ótxírætt fram á nauðsyn útgáfu sameiginlegra leiðbein- inga vegna lokaritgerða. Þort’arður Tjörvi Ólafsson, formaður Stúdentaráðs, gagn- rýndi lagadeild harðlega fi'rir að samþykkja ritgerð þar sem hvergi í meginmáli cr \’ísað til heimilda sem fullgilda lokaritgerð. Hann sagði það áfellisdóm yfir lagadeild og stuttu síðar sögðu forystumenn deildarinnar að reglur yrðu endurskoðaðar. Dagný Jóns- dóttir, háskólaráðsfulltrúi Röskvu, lagði í framhaldinu fram tiliögu í háskólaráði um að gefnar verði út samræmdar leiðbeining- ar vegna lokaritgerða. Vísindagarður eflir tengsl við at- vinnulífið Fyrir stuttu voru kynntar hugmyndir Há- skóla Islands urn að reisa vísindagarð á suð- austur lóð skólans. Gert er ráð fyrir að vís- indagarðarnir verði urn 50.000 fermetrar að flatarmáli. Háskólinn sjálfúr mun jafnvel leigja eitthvað pláss og væri þannig hægt að leysa úr bráðahúsnæðisþörf skólans. Full- trúi stúdenta í húsnæðis- og skipulagsnefnd er Dagný Jónsdóttir háskólaráðsliði Röskvu. Hún telur það vera mikið sóknar- færi fyrir Háskóla Islands að ráðast í slíkar framkvæmdir. Sérstakt fagnaðarefni sé að Háskólinn ætli að fara nýjar leiðir í íjár- mögnun bygginga. Vísindagarðarnir eru alveg í takt við áherslur Röskt’u í gegnum tíðina á aukna nýsköpun og tengsl við at- vinnulífið en þau munu stóreflast með til- komu þekkingarfyrirtækja og rannsókna- stofnana inn á háskólasvæðið. Röskva

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.