Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi - 23.02.1943, Blaðsíða 1

Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi - 23.02.1943, Blaðsíða 1
AUSTURLAND 1. árg. 4.tbl. 23.febr.1943 MÁLGAGN SÓSÍALISTA Á AUSTURLANDI Ávarp til lesenda Virkjun LagarfljÓtS Austurland er eini fjórðungur Is- lands, sem engin prentsmiðja er í. Þar er ekkert blað gefið út, Aust- firðingum bœði til vansa og tjóns. Blöðin teljast til menningartœkja nútímans og eru í mörgum tilfell- um öflugur tengiliður millimanna og byggðalaga. Bl'óðin samstilla oft krafta fólksins til framfaramála um leið o£ þau skýra málin og gagnrýna. Margir menn á Austurlandi finna sárt til vöntunar prentsmiðju og blaða og hafa fullan hug á að ráða bót á. Prentsmiðja á Austurlandi hefir næg. verkefni, ef aðeins er eðlilegt samstarf um rekstur henn- ar. Margar stofnanir eystra þurfa árlega á talsverðri prentun að halda, og auk þess mundi eflaust, ef prentsmiðja vœri fyrir hendi, komast á fót eitt eða fleiri blöð. í Neskaupstað hafa undanfarin ár verið gefin út nokkur fjölrituð blöð, einkum þó um kosningar. Blöð þessi hafa verið léleg að frá- gangi og algjörlega ónóg. En þeir menn, sem rnest hafa á sig lagt við útgáfu þessara blaða, hafa fundið nauðsyn þess að halda úti blaði. Nú í haust var í Neskaupstað gerð tilraun til að gefa út fjölritað blað fyrir mest allt Austurland. Þrjú tölublöð af blaði þessu hafa verið send á flesta staði eystra. Við útgáfu þessara blaða hefir mönn- um orðið það enn Ijósara en áður, hve. bagalegt er, að engin prent- smiðfa skuli vera á Austurlandi. Það var því ráð þeirra manna, sem að útsendingu þessa fjölritaða blaðs stóðu, að fá 4. tölublað blaðsins prentað í Reykfavík og gefið út á boðlegan hátt. Þetta blað, sem hér birtist, er því áframhald af þeirri tilraun, sem gerð hefir verið til þess að gefa út blað fyrir allt Aust- urland. Blað, sem prentað er í Reykja- vík, þótt austfirzkt blað sé, getur alls ekki komið að sama gagni og blað prentað fyrir austan. Orðug- leikar eru margir og miklir á því að œtla að prenta austfirzkt blað í Reykjavík, með þeim strjálu og illu samgöngum, sem á milli Austur- landsins og Reykjavíkur eru. Ef við Austfirðingar œtlum að eignast okkar blað eða blöð, eins og allir aðrir landsmenn, þý verð- um við að eignast prentsmiðju eystra. Það er von þeirra, sem að blaði þessu standa, að það megi Hin ísicnzku iallvötn eru jafn dýrmæt íslendingum og olíulindir og kolanámur eru ýmsum erlend- um þjóðum. Þetta er okkur að' skiljast æ bet- ur og betúr. Hver virkjunin rís upp af annarri og eykur þar með mögu- leikana til hagrænni vinnubragða og bjartara og heilbrigðara lífs. En það er með rafvirkjanir eins og aðrar meiriháttar framkvæmdir, að haga þárf strax í byrjun öllum vinnubrögðum og stofnkostnaði á sem viturlegastan hátt. Rafvirkjun, sem í upphafi er of lítil, kemur að litlu gagni, og ef stofnkostnaðurinn er að óþörfu hafður mjög hár, verð- ur hann baggi a fyrirtækinu, sem jafnvel getur gert rekstur þess ó- hæfan. Stórar og miklar rafvirkjanir eru margfallt æskilegri en smáar og því keppast nú flestir landsfjórðungar eða héruð við að skipuleggja sem mest virkjanir sínar í eina heild. Norðurland hefir fengið eina slíka stórvirkjun, sem er Laxárvirkjunin, og hana á enn að stækka til mik- illa muna. Suðvesturlandið hefir fengið' Sogsvirkjunina, sem einnig er verið að stækka. Sigifirðingar eru nú að hefjast handa um mikið orkuver við Fljótaa. ísfirðingar hafa fyrir nokkru komið sér upp mjög myndarlegri virkjun og nú stendur i'yrir dyrum hjá þeim veru- leg aukning. — Borgarfjarðar- og Mýrasýsla ásamt Akranesskaupstað eru einnig að leggja út í stóra virkj- un í Andakílsársfossum í Borgar- firði. Þá hafa Vestmannaeyjakaup- staður og Rangárvallasýsla bundizt samtökum umað virkja Tungufoss undir Eyjafjöllum. Enginn landshluti stendur eins aftarlega um undirbúning á þessu sviði og Austurland. Tveir þingmenn sósíalista, þeir Lúðvík Jósepsson og Sigurður Thoroddsen verkfræðingur, flytja þingsályktunartillögu á Alþingi þess efnis, að þegar á komanda sumri verði gerð ítarleg rannsókn á virkjun Lagarfoss og dreifingu orkunnar með tilliti til raforku- þarfar Austurlands. í greinargerð fyrir ályktuninni segir m. a.: ,,Á Austurlandi er raforkumál- um illa komið. í þeim þorpum, sem rafmagn hafa, eru rafstöðvar og veitur gamlar og ófullnægjandi, og má heita, að í sumum þeirra sé nú sem næst rafmagnslaust. Á Seyðisfirði er gömul og ónóg vatnsorkustöð, og stendur fyrir dyrum allveruleg aukning á henni. í Neskaupstað er olíuhreyfilstöð algerlega ófullnægjandi. Á Eskifirði er ein elzta vatnsafls- stöð á landinu mjög úr sér gengin, svo að þorpið verður rafmagnslaust, ef ekki verður bráðlega ráðin á þessu bót. Frá Reyðarfirði liggur nú fyrir þinginu beiðni um allmikla ábyrgð- arheimild til nokkurrar aukningar á rafveitunni þar. Fáskrúðsfjörður á við allt of litla raforku að búa, sem tæplega nægir til ljósa. Héraðið allt er rafmagnslaust, nema hvað Eiðaskóla og Hallorms- staðaskóla viðvíkur, auk einstakra bæja. Eins og þessi lýsing ber með sér, verður innan skamms að gera ein- hverjar ráðstafanir til verulegra endurbóta í öllum þorpum þar eystra. Við' þau flest háttar þannig til, að möguleikar eru þar til smá- virkjana, sem þó gera ekki meira en að fullnægja þörfinni í bili, ef í þær er ráðizt, hvað þá að vera til frambúðar. Sú skoðun ryður sér nú æ meira til rúms, að stefna beri að fáum en stórum virkjunum, en hverfa frá hinum mörgu og dreifðu smávirkj- unum. Fyrir Austurland er ekki um að ræða til slíkrár virkjunar nema eitt fallvatn, þar sem er Lag- arfljót. Þrátt fyrir þetta hef'ir engin ná- kvæm rannsókn farið fram um virkjun Lagarfljóts. Að vísu er til á- gizkun um virkjanlegt afl í fossin- um og það talið um 30.000 h.ö., en um aðstöðu til virkjunar og dreif- ingar orkunnar til byggða og þorpa austanlands eru engar áreiðanlegar heimildir til. Má segja, að Austur- land hafi hér verið sniðgengið, því að í öðrum fjórðungum landsihs hafa verið gerðar allverulegar at- huganir um þessi atriði. Þorp og sveitir eystra bíða nú eft- ir að fá úr því skorið, hvort kleyft sé að virkja sameiginlega á einum stað eða hvort þau eigi að ráðast í sína virkjunina hvert. Rannsókn þessi er því aðkallandi nauðsynja- mál, sem engan drátt þolir. Það fer ekki hjá því, að ef þessi rannsókn leiðir það í ljós, eins og flutningsmenn búast við, að stór- virkjun í Lagarfossi sé heppilegri leið en sú, sem hingað til hefur ver- ið farin, muni með henni skapast nýir og stórfelldir möguleikar fyrir Austfirðinga til margháttaðrar at: vinnu og menningarskilyrði einnig stóraukast." Það er nauðsynlegt, að allir Aust- iirðingar geri sér ljóst, hvert stór- mál hér er á ferðinni. Þegar allir landsfjórðungarnir nema Austfirð- ingafjórðungur hafa fengið mikla og ódýra raforku, er óhugsandi, að á Austurlandi geti þrifist annað en kotrekstur bæði til lands og sjávar. Nú þegar er okkur kunnugt um ýms tilfelli þess efnis, að ekki er unnt að fá upp verksmiðjur á Aust- urlandi vegna þess, að rekstrarskil- yrði þar erU verri en víðast annars staðar sökum orkuleysis. Allur iðnarrekstur *bæði í sam- bandi við land- og sjávarafurðir krefst mikillar og ódýrrar raforku. Allur verksmiðjurekstur, skipa- og bátasmíðar og annað þess háttar, allt þetta útheimtir raforku. Ef við Austfirðingar eigum ekki að verða eftirbátar annarra, verðum við þeg- ar í stað að bindast samtökum og hefjast handa um þetta mikla fram- faramál. Lagarfoss mun auðveldlega geta íullnægt orkuþörf okkar; beitum því okkar orku og beislum hans til framfara fyrir Austurland. Verkamannabústaðir verða til þess að lyfta undir þá hug- mynd, að koma upp prentsmiðju á Austurlaridi, jafnframt því að fylkja mönnum til samtaka um ýms framfara- og menningarmál fjórðungsins. Með lögum nr. 3 frá 9. jan. 1935 um verkamannabústaði er gert ráð fyrir, að hlunnindalán byggingar- sjóðs verkamanna nái yfir alla kaup- staði og kauptún landsins. Sú hefir þó reyndin orðið, að aðeins stærstu kaupstaðirnir hafa notfært sér lög þessi og komið sér upp verkamanna- bústöðum. Neskaupstaðut og Seyð- isfjarðarkaupstaður ásamt ölíum kauptúnum landsins hafa engar byggingar reist samkvæmt lögunum og hafa því farið á mis við hin miklu hlunnindi, sem lögin veita. Á síðasta Alþingi var skipuð nefnd til þess að athuga, hver væri ástæðan til þess, að hin mörgu þorp landsins hafa ekki enn notfært sér þau hagfelldu kjör, sem login bjóða. Enn hefir nefnd þessi ekki lokið störfum, og er því ekki rétt að full- yrða neitt um ástæðurna'r til þess, að aðeins stærstu kaupstaðirnir hafa byggt samkvæmt lögunum. En flest bendir til þess, að þorpin hafi ekki gert sér nægilega ljósa grein' fyrir hlunnindum laganna. Að vísu mun hitt einnig valda hér nokkru um, að þörfin í hinum stærri kaup- stöðum hefir verið meiri, og svo er Jiitt, að í kauptúnunum hafa flest- ir fram að þessu reynt að hreykja upp sem einföldustum og ódýrust- um húsum, en lögin um verka- Framhald á 4. síd'u. ¦

x

Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi
https://timarit.is/publication/592

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.