Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi - 23.02.1943, Blaðsíða 2

Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi - 23.02.1943, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Lífsskilyrði Djúpavogs • Aðalatvinnuvegur Djúpvoginga var, er og verður fiskveiðar. Land- búríaður getur aldrei orðið aðal- atvinnuvegur sökum þess að land- rými, sem til þess þyrfti, er ekki fyrir hendi eins og er, því síður, ef þróunarbraut þorpsins ætti að verða með eðlilegum hætti. Hey- skapur handa þeim skepnum, sem hafa verið þar, er mikið aðfenginn, erfiður og kostnaðarsamur; en nú er nokkuð úr heyþörfinni bætt með nýrækt, þó mikið vanti á að hún sé komin í það horf, sem til er ætl- ast. — Um alllangt árabil áttu hér heima yfirbyggðir vélbátar — a. m. k. alltaf tveir — sem haldið var úti á þorskveiðar, sæmilegir bátar eftir þeirra tíma kröfum. Austfirðingar streymdu hingað með stærri og minni báta til úthalds á vetrum; og austfirzkir útgerðarmenn og einn Norðmaður byggðu hér bryggjur og hús. Aðkomubátarnir sköpuðu hér mikla atvinnu og við- skipti. Nú er þessi gullöld Djúpa- vogs sem útgerðarstaðar liðin. En þetta sýnir, að staðurinn hefir haft álit á sér sem verstöð stórra báta, og því skyldu þau skilyrði sem þá voru frá náttúrunnar hendi, ekki vera til enn? Bryggjur og hús hafa sum verið rifin, önnur minnkuð í sam- ræmi við þarfir þeirrar útgerðar, sem nú er rekin hér — trilluútgerð- ar. Árangur, sem næst af úthaldi slíkra báta, með jafn einhliða veiði- aðferð og hér er notuð, hlýtur að verða tiltölulega lítill, nema fiskur gangi nálægt; og það hafa seinni ár sannað. Sjósókn í marz og apríl á opnum 3 tonna bátum suður til Hvítinga getur ekki komið til mála, nema svo sjaldan, að ekki er viðun- andi. Héðan til Hvítinga mun vera nærri 3 stunda ferð í meðfalli og góðu veðri; sé nú heim að sækja alla þessa leið — og jafnvel sunnan úr „bugt“ — í versnandi veðri, þá geta hinar grunnu og straumþungu -t—i’-r-i—i—i--i—i—i--i—i—i—i—i—i—3--t—t--i- Oddsskarðsvegurinn Norðfirðingar hafa barizt fyrir því í mörg ár að komast í bílvega- samband við aðalbílvegakerfi lands- ins. Þeim hefir eðlilega þótt það harðleikið, að fjölmennasti bærinn á Austurlandi og sá bærinn, sem á ýmsa vegu hefir mesta starfsmögu- leika allra bæja austanlands, skuli vera einangraðastur þeirra ailra. Á Norðfirði er stærri og öflugri fiski- bátafloti en á öllum hinum fjörð- unum eystra samanlagt. Þaðan cr einna stytzt og hagstæðast að róa á beztu fiskimiðin eystra. Innsigling- in er stutt og hrein og höfnin ágæt. Neskaupstaður hefir líka vaxið ört síðustu árin, og margt bendir til, að enn muni hann vaxa verulega. En skiljanlega háir vegaleysið vexti og viðgangi bæjarins mjög mikið, Góð- ar og greiðar samgöngur eru lífs- skilyrði blómlegs atvinnulífs. Þetta hafa Norðfirðingar skilið, og því hafa þeir gert margvíslegar tilraun- ir til þess að fá úr samgönguvand- ræðunum bætt. Þeir, sem með vega- leiðir austur með landi verið orðn- ar lítt færar opnum bátum, er þang- að kemur. Sumarfiskur er einnig langsóttur hér, venjulega a. m. k. Þessir bátar eru of smáir. Þeir mega ekki minni vera en 4—8 tonn og allir yfirbyggðir. Einnig ættu að vera hér 2—3 stórir bátar, sem hægt væri að gera út á línu, síld og dragnót, eftir því sem við ætti á hverjum tíma. Það sem hefir verið og er mestur hemill á útgerð hér, er vöntun á frystihúsi. Skip, sem taka fisk í frost, eru treg til að liggja hér sök- um bátafæðar og fábreytni fiskjar- ins, sem á boðstólum er, en væri hér frystihús, þá er sá erfiðleiki yfir- stíginn. Berfirzkir sjómenn! Þið eigið að mynda með ykkur sterk fagleg samtök og berjast fyrir bættum kjörum og nýsköpun atvinnuvegar ykkar. Það er gumað af nógu fjár- magni í landinu. Til livers ætti að nota það, ef ekki til endurbóta og eflingar atvinnuveganna? Sjómenn! Farið ekki í hópum að heiman til að leita atvinnu við sömu tæki og hægt er að hafa hér heima. Útveg- ið ykkur þessi tæki. Aukin og bætt útgerð er skilyrði fyrir verklegum og menningarlegum framförum þessa þorps. — Á „rabbfundi", sem Eysteinn Jónsson hélt með kjósendum hér fyrir haustkosningarnar, var gerð fyrirspurn til hans þess efnis, hvort hann vissi ekki til að gerðar hafi verið hafnarbætur á sambærilegum stöðum Djúpavogi og hvort liann teldi ekki líkur til, að slíkt mál fengi áheyrn. Svarið var játandi, og ennfremur benti hann á leiðir, sem fara ætti til framdráttar málinu og fjáröflunar, ef menn liyggðu til slíkra framkvæmda. Einnig sagðist Eysteinn Jónsson myndi leggja mál- inu liðsinni sitt í framangreindum atriðum, ef hann, Eysteinn Jónsson, yrði þá þingm. Sunnmýlinga. Nú skal engum aðila, sem með- ferð þessa máls heyrir undir og því hafa lofað stuðningi, vantreyst að H~H"H-++++++4"H-H-+-H-+++++-H-4"n nál ríkisins hafa farið, hafa þó dauf- heyrzt við kröfum Norðfirðinga, og því er stærsti og athafnamesti bær Austurlands ennþá afskekktastur þeirra allra. Fyrir nokkrum árum var þó látið undan kröfum Norðfirðinga og haf- izt handa um að koma Norðfirði í vegasamband. En þrátt fyrir mótmæli Norðfirð- inga var vegurinn lagður á alröng- um stað. Norðfirði átti nú að koma í vegarsamband á þann hátt að leggja veg frá Eskifirði út mest all- an Reyðarförð, yfir Vaðlavíkurheiði og til Viðfjarðar. Þangað er þessi vegur nú kominn. Frá Viðfirði átti svo vegurinn að Hggja út fyrir Viðfjarðarnes og inn fyrir Hell- isfjörð, þaðan út fyrir Hellisfjarðar- nes og inn fyrir Norðfjörð. Öllum mátti vera það ljóst í upphafi, að vegur þessi mundi aldrei komast til Norðfjarðar, og það af honum, sem lagt yrði, mundi verða svo viðhalds- og endurbótafrekt, að vegurinn kæmi að engu gagni. Norðfirðingar bentu frá upphafi á, að vegurinn ætti að leggjast frá Eskifirði yfir Afgreiðsla fjárlaga Nýlega hefir verið gengið frá fjárlögum ársins 1943. Um af- greiðslu þessara fjárlaga hafa orðið allharðar og snarpar sviptingar og þá mest deilt um framlög til verk- legra framkvæmda, menningarmála og ýmissa félagslegra mála, Sósíal- istar liafa aldrei fyrr átt fulltrúa í fjárveitinganefnd þingsins, sem mestu ræður venjulega um af- greiðslu fjárlaganna. En nú sátu 2 fulltrúar sósíalista í nefndinni. Enginn vafi getur á því leikið, að vegna stórum aukins þingstyrks sós- íalista og áhrifa á afgreiðslu fjár- laganna, hefir nú tekizt að mjaka ýmsum nauðsynjamálum betur á- fram en nokkru sinni áður. Enda eru nú ýmsir helztu foringjar hinna gömlu flokka hundóánægðir með útlit fjárlaganna. Það er þó fjarri lagi, að við sós- íalistar séurn ánægðir með fjárlög- in, eins og þau eru; margt er þar öðruvísi en við lögðum til og sumt þing og þjóð til skammar. Hér eru ekki tök á að rekja afgreiðslu fjár- laganna, en þó skal hér sagt lítil- lega frá örfáum atriðum. 1. Bygging barnaskóla utan kaupstaða. Það er alkunnugt, að barna- fræðsla okkar býr víða úti um land við ónógt húsnæði og sumsstaðar ónothæft. Flest sveitafélög hafa reynt, mörg þó af lítilli getu, að fá úr þessu bætt. Þau hafa sótt um tilskilinn byggingarstyrk til ríkisins og lagt þungt að sér með megin- hluta kostnaðarins, sem hvílir sam- kvæmt lögum á þeim. Ríkið hefir óreyndu. En það mætti kalla hausa- víxl á hlutunum og öfugstreymi at- burðanna, ef ekki kæmi hér a. m. k„ jafnframt slíkri hafnargerð, hraðfrystihús og sæmilegir bátar með tilheyrandi tækjum. Ásm. Guðnason. l—I—I—I--I—I—I—I—I--I”!—I—5—I—I--1—I—1—I--I—í—1--1—I—I—l--í Oddsskarð til Norðljarðar. í fyrra sumar sendi vegamála- stóri menn austur til þess að atliuga um vegarstæði yfir Oddsskarð og livort tiltækilegra væri að leggja veginn þar eða halda veginum á- fram frá Viðfirði til Norðfjarðar. Sú athugun leiddi í ljós, að vegur yfir Oddsskarð mundi verða miklu ódýrari og mun styttri en frá Við- firði. * Að undanförnu hefir staðið yfir á Alþingi samþykkt fjárlaga fyrir árið 1943. í því sambandi hefir að venju verið um það deilt, Iivaða vegi skuli leggja kapp á á árinu. Austfirðingar hafa verið svo heppn- ir að þessu sinni að eiga á Alþingi, og það í sjálfri fjárveitinganefnd þingsins, mann, sem kunnugur er aðstæðum eystra og áhuga hefir fyr- ir framkvæmdum þar. Lúðvík Jós- epsson hefir ábyggilega gert sitt til þess, að fjárframlag, t. d. til Odds- skarðsvegarins, er í þetta skipti jafnliátt og raun ber vitni um. Á fjárlagafrumvarpi stjórnarinn- ar var ekki gert ráð fyrir einni ein- þó, þrátt fyrir liina miklu og brýnu þörf, alltaf dregið svo sem unnt liefir verið úr framlögum sínum í þessu skyni. Sósíalistar töldu það auðvitað skyldu sína að fá úr þess- um málum bætt. Á fjárlögum árs- ins 1942 var veitt til barnaskóla- bygginga 45 þús. kr. Á þessu frumv. eins og það lá fyr- ir frá stjórninni, var áætlað að verja 100 þúsund kr. Fjárveitinganefnd samþykkti eftir nokkra athugun, að veita til þessara mála 190 þús. kr. og lagði til við þingið, að það yrði samþykkt. Við sósíalistar lögðum hinsvegar til að varið yrði 500 þús. kr„ en það hafði fræðslumálastjóri eindregið lagt til. Þingið felldi þessa tillögu okkar og einnig vara- tillögu okkar um 400 þús. kr. En sem afleiðing okkar harðorðu um- mæla um afturhaldsemi þeirra manna, sem leyfðu sér að standa gegn slíkum nauðsynja- og ’fram- faramálum, fékkst framlagið' þó liækkað í 250 þús. kr. Það er sér- staklega athyglisvert fyrir sveitir landsins, sem verst eru staddar með skólahús, að einmitt flestir fulltrú- ar þeirra, þingmenn Framsóknar og íhaldsins, stóðu fastast á móti liækkun þessa framlags. Þeir töldu það of mikla eyðslu, að íslenzka rík- ið veitti eins miklu til bygginga barnaskóla á öllu landinu á heilu ári og einn braskari í Reykjavík leyfir sér að eyða í eitt lúxushús handa sér og íjölskyldu sinni. * 2. Laun barnakennara. Gamla þjóðstjórnin tók upp þann ósið að greiða nokkrum em- bættismönnum launauppbætur úr ríkissjóði án allra lagaheimilda. Sem framhald af því var öllum hér- aðslæknum, prestum, sýslumönn- um, bæjarfógetum, prófessorum og nokkrum fleiri embættismönnum greitt um 800—900 þús. kr. í auka- laun s.l. ár. Fjárveitinganefnd ákvað að taka ekki þessa launafúlgu upp í fjár- lög nema að samþykkt yrði þar um Framliald á 4. síðu. ++4.++.H"H.+-H.++-H-++.í4,.l-* *H~H"H~H- ustu krónu í Oddsskarðsveginn, en eins og fjárlögin nú hafa verið sam- þykkt, verður lagt til vegarins 200 þúsund krónur. Með þessum fjár- lögum er Oddsskarðsvegurinn við- urkenndur sem einn af þeim veg- um, sem mest þörf sé á að leggja og eðlilegast sé að veita mestu fé í. Auk þessa hefir verið samþykkt að verja í ár til vegarins þeim 20 þús„ sem í fyrra var ráð fyrir gert í Norðfjarðarveginn, en ekki var unnið fyrir. Samkvæmt áætlunum vegamála- stjóra þá mun Oddsskarðsvegurinn kosta með núgildandi verðlagi um 900 þús. krónur. Brú þarf að gera yfir Norðfjarðará hjá Skuggahlíð, og er gert ráð fyrir að hún verði um 36 m. löng, steypt í þrennu lagi og muni kosta með núverandi verði um 70 þús. krónur. í sumar verður því væntanlega byrjað á veginum yfir Oddsskarð. Norðfirðingar og Eskfirðingar sér- staklega og eflaust allir Austfii'ðing- ar fagna því og vöna að vegurinn komizt sem fyrst alla leið.

x

Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi
https://timarit.is/publication/592

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.