Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi - 07.05.1943, Page 1

Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi - 07.05.1943, Page 1
AUSTURLAND MÁLGAGN SÓSÍALISTA Á AUSTURLANDI FRÁ ALÞINGI Nýlega hefir Alþingi, eftir fimm mánaða setu, verið frestað þar til 1. september í haust. Margir eru þeir menn, sem gera sér orðið að skyldu að tala óvirðulega um Al- þingi, en sjaldan eða aldrei hefir þó borið meir á þessum mönnum en einmitt nú. Því er ekki að neita, að á undan- förnum árum hafa ýms stórfelld ó- hæfuverk verið unnin á Alþingi, þjóðinni til skaða og skapraunar. Afleiðing þeirra óhæfuverka hlaut eðlilega að verða óvirðing þjóðar- innar fyrir þinginu. En sú óánægja, sem nú ber hæst um það Alþingi, sm nýlega lauk störfum, er ekki af sama toga spunnin eins og hin fyrri. Enginn ásakar þetta síðasta þing fyrir árásir á verkafólk eða laun- þega, enda voru engin gerðardóms- lög samþykkt. Enginn þarf heldur að ásaka þetta þing fyrir stjórnar- skrárbrot, svipað því er Alþingi 1941 samþykkti, að fresta lög- ákveðnum kosningum og þannig mætti margt fleira telja. Sú mikla óánægja, sem nú er með Alþingi og haldið er að þjóðinni, er fyrst og fremst óánægja þeirra flokka og manna, sem öllu liafa ráðið á Alþingi fram að þessu þingi, en urðu nú að sætta sig við að bíta í það súra epli, að ráða heldur litlu og koma ekki fram nema agnar ögn af þeim skemmd- arverkum, er þeir ætluðu sér. — Framsóknarflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn hafa ráðið má heita öllu á Alþingi og í stjórn landsins um mörg undanfarin ár. Þegar síðasta þing kom saman, stóð tafl flokkanna orðið þannig, að þessir tveir stóru samstarfsflokkar treystust ekki til samstarfs gegn sameinuðum verklýðssamtökum landsins og allsterkum flokkum þeirra á Alþingi. Stjórnarsamvinna virtist því ekki vera kleif nema að annar hvor þess- ara stóru flokka myndaði stjórn með verklýðsflokkunum. Hér er ekki rúm, að þessu sinni.'til þess að rekja náið þær tilraunir er fram fóru txí stjórnarmyndunar, en með fáum i ðum skal bent á nokkrar höfuðástæður þess, að ekki gat orð- ið um samstarí að ræða, á milli vinstri flokkanna, sem ýmsir höfðu af eðlilegum ástæðum þó búist við að möguleikar væru á. Allir vita, að formaður Framsóknarflokksins, Jónas frá Hriflu, hatar sósíalista út yfir líf og dauða. Hann fór hvergi dult með það, að ef slík vinstri stjórn kæmist á, þá mundi haiin gera allt, sem í hans valdi stæði, til þess að vinna að falli hennar. Á meðan samningar um vinstri samvinnu fóru fram, dans- aði gamli mðaurinn laus í Tíman- um og í þingsölunum, já og stund- um í útvarpinu — og jós úr sér sví- virðingum og hverskonar óhróðri um sósíalista. Okkur sósíalistum duldist ekki, að Jónas frá Hriflu var þrátt fyrir allt skraf nokkurra „vinstri" Framsóknarmanna, lang- sterkasti maður flokksins, og að allt samstarf við „vinstri“ menn- ina var hégómi einn, nema með pottþéttum málefnasamningi um stjórnarstörf. En sá samningur fékkst aldrei. Það ákvæði slíks samnings, sem við máturn mjög mikils, að ef vanefnd- ir yrðu á samningnum, svo að ein- hver flokkanna færi úr stjórn, þá skyldi sá flokkur hafa rétt til að krefjast þingrofs og nýrra kosninga, svo að fólkið í landinu gæti sjálft dæmt þann er svikið hefði, það ákvæði gat Framsókn ómögulega gengið inn á. Sú sterka og hættulega fimmta herdeild, sem Jónas frá Hriflu hefði verið í Framsóknarflokkn- um, innan væntanlegrar vinstri- stjórnar, var ekki eina skemmdar- deildin, sem sjáanlegt var, að starfa mundi innan vinstra bandalagsins. Önnur svipuð deild var öllum kunn innan Alþýðuflokksins. Rit- stjóri Alþýðublaðsins dró heldur enga dul á það, að hann óskaði vinstri stjórn með okkur sós- íalistum, sem þátttakendum í, bráðrar tortímingar. Hann skrif- aði daglega, á meðan samningarnir um vinstri stjórn stóðu sem hæst, róg og níð um Sósíalistaflokkinn og æsti til sundrungar út af flestu, sem við fórum fram á. Öllum heiðarlegum vinstri mönnum var fullljóst, að víðtæk samvinna við flokka, sem þannig gengu með skemmdarvargana laus- beizlaða innan sinna vébanda, var lítt hugsandi og óhugsandi nema með slíkum samningum, að þeim stæði nægilegur ótti af að svíkja gefin loforð. Gömlu valdaflokkarnir, Fram- sókn og íhaldið, eru skiljanlega reiðir yfir að þeim skyldi ekki tak- azt, þrátt fyrir 5 mánaða setu, að koma sér saman um stjórn, svo þeir gætu stýrt málum þjóðarinnar, eins og þeir hafa gert mörg undanfarin ár. Stjórnarmyndun fór eins og öll- um er nú kunnugt um. Sósíalistar og alþýða landsins eru auðvitað síður en svo ánægðir með núver- andi stjórn, en þó er sennilegt, að ennþá séu Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn óánægðari yfir hvernig fór með stjórnarmyndun- ina. Þá minnkaði ekki óánægja gömlu valdaflokkanna með síðasta þing við afgreiðslu fjárlaga fyrir 1943. Á þeim fjárlögum voru um 20 milljónum meiri útgjöld til verklegra framkvæmda og menn- ingarmála en þeir höfðu hugsað sér. Það var litil ánœgja fyrir Jónas frá Hriflu eða ihaldið að sjá, að fleiri breytingartillögur istaflokknum voru samþykktar en frá nokkrum öðrum flokki, og að þœr miðuðu allar til aukinna fjár- framlaga til ýmiskonar nauðsynja- mála. Það var ekki að skapi þeirra manna, er með völdin hafa farið á undanförnum árum, að samþ. var að ríkið skyldi verja 2 milljón- um króna til atvinnuaukningar, ef atvinnuleysi skyldi verða. íhalds- mennirnir og Hriflumennirnir röðuðu sér líka á móti slíkri til- lögu, því þeir töldu það ekki skyldu þjóðfélagsins, að sjá mönn- um fyrir vinnu. Það var heldur ekki að skapi þeirra, er tillögur sósíalista um aukin framlög til skólabygginga, vitabygginga, sjúkrahúsbygginga, til bókasafna, mæðrastyrktar o. fl. slíkra mála, voru samþykktar. Og svo er síðasta stórmálið, sem samþykkt var á síðasta þingi, dýr- tíðarmálið. Ekki hefir afgreiðsla þess aukið á ánægju þeirra, sem áður réðu öllu og létu almenning bera þyngstu byrðarnar, hvernig svo sem á stóð. Framsóknarflokk- urinn og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu báðir margsinnis lýst yfir því, að eina og sjálfsagðasta leiðin til þess að vinna bug á dýrtíðinni, væri að lækka laun allra launþega. Afgreiðsla dýrtíðarmálsins var því þeim ekki ánægjuefni, heldur þvert á móti. í stað þess að dýrtiðarlögin yrðu, eins og til var œtlast, launa- lœkkunarlög, þá urðu þau til þess að færa launastéttunum 3 millj. kr. i alþýðutryggingarsjóð, en hreyfðu ekki við umsömdum launum lögð og vísitalan lœkkuð án fórna frá verkafólki eða bændum og að- staða smáútvegsmanna bætt til muna samkv. dýrtíðarlögunum. Slíkt var ekki að vilja gamla þjóð- stjórnarandans og urðu því þessi lög enn til að auka á óánægju þess- ara herra með þingið. Sósíalistar eru fjarri því að vera ánægðir með gerðir síðasta þings. Þar var margt gert sem betur hefði ógert verið en margt ógert eða fellt, sem betur hefði náð fram að ganga. En við vörum alla alþýðumenn við óánægjunöldri Hriflumann- anna út af störfum þessa þings, því nöldur þeirra stafar af því, að þeir eru óánægðir að hafa ekki á þessu þingi getað haldið áfram nema að sáralitlu leyti fyrirhuguðum árás- um á alþýðumenn f stíl við það, er þeir framkvæmdu undangengin ár. Styrkur alþýðunnar á þingi hef- ir aldrei verið meiri en nú, þó að hann sé enn alltof lítill. Fulltrúum alþýðunnar á Alþingi hefir í fyrsta sinn á þessu þingi tekizt að stöðva sókn afturhaldsins og vinna enda nokkuð á. Vonandi eru þeir bvrj- unarvinningar, er þegar hafa unn- izt, upphaf að sókn alþýðunnar og sigri hennar yfir afturhaldinu. Lúðvik Jósepsson. frá sósial- ■ launamanna. Há laun voru skatt- Frá FASKRUÐSFIRÐI Tvívegis hefir „Austurland“ — blað austfirzkra sósíalista — látið sjá sig hér. í bæði skiptin hefur því verið svo vel tekið, að allt seldist upp samstundis svo að segja. Eng- inn vafi getur leikið á því, að Aust- firðir eigi mörg hagsmunamál, sem þörf er á að rædd séu innan þeirra einna. Og það er ekki vanzalaust, að Austurland, sem eitt sinn átti eitt eða tvö fjórðungsblöð, skuli nú vera blaðlaust. Blaðinu „Austurland" er ætlað að bæta úr þessu, og ættu allir Aust- firðingar að virða þá viðleitni, hvar sem í flokki þeir eru staddir. En auðvitað ætti öll alþýða að fagna því alveg sérstaklega, þar sem hún hefur þar eignazt málsvara sinn á Austurlandi. En auðvitað ræður það æfidögum blaðsins, hversu margir verða til þess að styrkja það, ekki aðeins með því að vera skil- vísir kaupendur, heldur einnig með því að senda því greinar og frétta- pistla. Ég vil segja, að það sé blátt áfram skylda allra sósíalista, að gera sitt bezta til þess að blaðið eflist og dafni, en auk þess er ég fullviss um, að fjöldi frjálslyndra manna eru reiðubúnir að gera slíkt hið sama. Jóhannes Stefánsson skrifaði ný- lega í blaðið um fræðslu og félags- líf. Um leið og ég undirstrika þau atriði, er hann leggur áherzlu á, vil ég taka þau mál til athugunar, sér- staklega með tilliti til þess staðar, er ég bezt þekki til, Búðakauptúns. Síðastliðna viku var ég á fimm aðalfundum, auk þess eru nokkur félög, sem ég kem ekki nálægt, svo að ekki vantar félagssamtökin hér. En um fræðslu eða menningarstarf- semi af þeirra hálfu er yfirleitt ekki að ræða. Helzt mætti nefna þá í- þróttastarfsemi, sem ungmennafé- lagið hefur rekið undanfarið, og er hún að blómgast. Leikiát hefur ekki verið æft hér eða sýnt í mörg ár, og er það líklegast alvag einsdæmi um jafn fjölmennan stað og hér. Auð- vitað hjálpar það til að leikskilyrði eru mjög léleg, vegna lélegs húss, en auðvitað myndi það verða end- /

x

Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi
https://timarit.is/publication/592

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.