Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi - 07.05.1943, Blaðsíða 4

Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi - 07.05.1943, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Fjársöfnun fyrir Rauða kross Sovétríkjanna Söfnunin nemur nú um 120 þúsund krónum Fyrir forgöngu Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík var á s.l. vetri hafin fjársöfnun meðal íslendinga til Rauða kross Sovét- ríkjanna. í tilefni af þessari fjár- söfnun var birt ávarp frá um 70 þekktum mönnum, þar sem þjóðin var hvött til þess að leggja nokkuð af mörkum í samúðarskyni við þjóðir Sovétríkjanna, sem nú berj- ast af mestum hetjuskap til varnar frelsi og menningu alls mannkyns gegn ógnum nazismans. Eins og vænta mátti hefur íslenzk alþýða brugðizt vel við fjársöfnun þessari. Henni er það líka orðið ljóst, að stærri staðanna, þannig að Esjan eða hin stærri strandferðaskip rík- isins þyrftu ekki í hverri ferð að sleikja upp alla smástaðina. Slíkt mundi auðvitað flýta mjög ferðum Esjunnar og gætum við þá fengið í stað þess fleiri ferðir með henni á milli Reykjavíkur og Austurlands- ins. Tillagan um smíði sérstaks Aust- urlandsbáts mætti strax nokkurri mótspyrnu í þinginu. Ekki af þeirri ástæðu þó að hér væri stefnt inn á nýja braut í samgöngumálunum, heldur af hinu að ýmsum þing- mönnum þótti Austurlandi of hátt hossað með því, að það fengi eitt slíkan bát á meðan ekkert væri á- kveðið um hina landshlutana. Þó féllust margir þingmenn á, að Austurland hefði algjöra sér- stöðu um þetta mál, því þó að víða væri samgöngumálum illa komið, þá væri hvergi eins illa ástatt með þau mál og á Austurlandi. Um tíma leit svo út í þinginu, að mál þetta yrði að engu gert. Jón- as frá Hriflu, formaður Framsókn- arflokksins tók ákaft að berjast gegn málinu og vildi láta setja milliþinganefnd til þess að athuga um framtíðarskipulag flóabátaferða um allt landið og geyma mál þetta þar til séð yrði, hvað réttast þætti að gera í þeim málum. Hann taldi og að nauðsynlegt væri að viðkom- andi landshluti leggði fram nokk- urt fé til bátsins, því að það mundi draga úr einstökum sýslum eða fjórðungum að heimta hver sinn bát. Þrátt fyrir andstöðu Jónasar og fleiri þingmanna úr öllum flokk- um, nema Sósíalistaflokknum, náði mál þetta fram að ganga. Sósíalistaflokkurinn var eini flokkurinn, sem heill og óskiptur stóð með Austfirðingum í þessu máli og á honum valt það meir en nokkrum öðrum að málið náðist fram. Væntanlega gerir núverandi ríkisstjórn þegar í sumar ráðstafan- ir til þess að byggja vandaðan strandferðabát, samkv. þessari sam- þykkt alþingis. Austfirðingar þurfa að fylgjast vel með framkvæmd þessa máls, því eflaust verður revnt að tefja fyrir framkvæmdum, af þeim, sem andstæðir eru málinu og aðstöðu hafa til þess. frelsi og framtíðaröryggi almenn- ings í öllum löndum á því aðeins nokkra framtíðarvon, að alþýðurík- in í Austurvegi sigri í átökunum við ofbeldisstefnu nazistanna. Fé því, sem safnast hér, verður varið til kaupa á hjúkrunarvörum. Forseti Sambands ensku verkalýðsfélag- anna heíur góðfúslega orðið við þeim tilmælum stjórnar Fulltrúa- ráðsins í Reykjavík að veita við- töku því fé, sem hér safnast og koma því til Rauða kross Sovétríkj- anna. Heildarsöfnunin nemur nú um 120 þúsundum króna. Þar af hefur safnazt í Reykjavík kr. 74.460.93. Af Austfjörðum hefur Söfnunar- stjórninni nú borizt samtals kr. 3.255.35.. í sérstöku riti, sem söfnunar- stjórnin hefur gefið út má lesa um- mæli nokkurra merkra manna um réttmæti og tilgang fjársöfnunar fyrir Rauða kross Sovétríkjanna. — Meðal þeirra, sem þar rita, er Sig- urður Nordal prófessor. Hann seg- ir: „Mér finnst, að ég mundi geta verið hlynntur fjársöfnun handa saklausum almenningi hverrar þjóðar, sem þolir hörmungar af völdum styrjaldarinnar. En um Sovétríkin stendur að sumu leyti sérstaklega á. Meðal þeirra þjóða, sem hafa orðið fyrir ofbeldislegum árásum, varizt af hetjudáð og beð- ið þungar þrautir, munu Rússar hafa verið allra grimmilegast leikn- ir. í hernumdu hlutum lands þeirra hefur eyðingin orðið ægilegust. — Þeir hafa reynzt þess megnugir, þrátt fyrir gífurlegt tjón, að leggja mestan skerf allra bandamanna til þess sigurs, sem nú er að verða von um. Sovétríkin hafa með siðíerðis- þreki þegna sinna og frábæru skipu- lagi framleiðslu og varna, opnað augu lieilskyggnra manna um víða veröld fyrir gildi þeirrar tilraunar nýs þjóðskipulags, sem þar hefur verið gerð síðasta aldarfjórðung. Skerfur íslendinga þeim til hjálpar hlýtur að verða lítill, fremur tákn samúðar, gert vegna sjálfra vor, en stuðningur, sem um munar. En úr því að fjölda íslendinga hefur fund- ist ómaksins virði að úthúða Sovét- ríkjunum ár eftir ár og dag eftir dag, ekki meir en það mun hafa bitið á þau, — ætti ekki fremur að þykja unnið fyrir gíg að senda raun- hæfa hjálp, sem getur þó alltaf kom- ið nokkrum þúsundum lifandi ein- staklingum að einhverju gagni.“ Þessi ummæli Sigurðar Nordals prófessors missa hvergi marks. Þau munu einnig finna hljómgrunn í brjóstum allra frelsisunnandi ís- lendinga, sem skilja það, að siðferð- isþrek og hetjuskapur Sovétþjóð- anna er brjóstvörn lýðfrelsis og lýð- stjórnar og tengir við sig vonir alls mannkyns um betri heim að loknu stríði. Á. Á. Leigur á verbúðum Eins og getið var um í seinasta blaði Austurlands, þá gerði Lúðvík Jósepsson tilraun til þess að fá leið- rétt með löggjöf, það óhæfilega liúsaleigubrask, sem framið hefur verið af Jóni ívarssyni, með leigu á verstöð kaupfélagsins á Horna- firði. Framsóknarflokkurinn taldi sér skylt að standa vörð um Jón ívarsson, hvað sem öllum mála- vöxtum liði, enda gerði flokkurinn það trúlega í þessu máli engu síður en hinu, þegar Jón var tekinn og dæmdur fyrir óleyfilega háa álagn- ingu á vörur, er hann seldi Horn- firðingum. En þrátt fyrir andstöðu Fram- sóknarflokksins tókst að fá leigu verbúða, jafnt á Hornafirði sem annars staðar, undir ákvæði húsa- leigulaganna. Á næstu vertíð verð- ur það því væntanlega svo, að út- gerðarmenn geta krafizt þess, að leiga eftir útgerðarplássin verði metin til peningaverðs og hækki síðan aðeins eins og leiga á al- mennu húsnæði. Á Hornafirði þýðir þessi breyt- Lárus Jóhannesson ing stórfellda lækkun á leigunni. Þá hefur Kaupfélagið ekki rétt til að segja upp plássunum og skipta um leigjendur, því um leiguna gilda sömu reglur og húsaleigu al- mennt. Þá er og samkvæmt húsa- leigulögunum stranglega bannað að taka nokkur fríðindi fyrir leig- una og mundi því kaupfélagið ekki geta áskilið sér rétt til þess að selja fiskinn og njóta umboðslauna fyrir það, eins og það hefur gert undan gengin ár. Það er sérstaklega íhugunarvert fyrir austfirzka útgerðarmenn og sjómenn, sem þurft hafa að greiða stórum hærri húsaleigu á I-Iorna- firði en aðrir hliðstæðir aðilar ann- ars staðar á landinu hafa greitt, að báðir þingmenn Suður-Múlasýslu, Eysteinn og Ingvar, börðust fyrir áframhaldi þessara ósanngjörnu leigukjara. Það væri fróðlegt fyrir útgerðarmenn og sjómenn að heyra hvernig Eysteinn samræmir þessa framkomu sína, þeirri umhyggju sinni, sem hann fyrir síðustu kosn- ingar þóttist bera fyrir sjómönnum og útgerðarmönnum. Eysteinn vorkenndi þá fiski- mönnunum, sem þurftu að búa hæstaréttarmálaflutningsmaður Suðurgötu 4 • Símar 4314 og 3294 Málflutningur * Samningsgerðir • Innheimta • Fasteignasala Frá draumum til dáða fyrsta ritið i bókaflokki, er frceðslu- nefnd, Sósialistaflokksins gefur út. Fœst hjá öllum Sósíalistafélög- um á Austurlandi. Verð 3 kr. Tryggið yður eintak áður en upplagið prýtur. Fræðslunefnd Sósíalistaflokksins við fastákveðið fiskverð á sama tíma, sem verðlag allt fór síhækk- andi. En vorkunnsemi hans náði ekki svo langt, að hann vildi gera Jóni ívarssyni, eða kaupfélaginu á Hornafirði, að skyldu að leigja sjó- hús og bryggjur þar fyrir sama verð og aðrir annars staðar á landinu leigðu þau fyrir. Nei, sjómennirnir máttu vel, að hans dómi, greiða á- fram hærri leigu og fá því enn minna kaup. Er verðlagseftirlitið aöeins fyrir Reykjavík? „Austurland" spurðist fyrir um það hjá verðlagsstjóra, hvort hann vildi ekki birta tilkynningar og auglýsingar verðlagseftirlitsins í blaðinu. Kvaðst hann ekki vilja það, en það væri „til athugunar", hvort auglýsa ætti í blöðum úti á landi. „Austurland“ er nú eina blaðið, sem gefið er út á Austfjörðum. Reykjavíkurblöðin berast þangað seint og í mjög fáum eintökum. Virðist því fyllsta ástæða til að birta auglýsingar verðlagseftirlitsins í J^essu eina Austfjarðablaði, svo fremi að þær séu ætlaðar öðrum en Reykvíkingum og þeim sem búa í nágrenni höfuðborgarinnar. Eða liefir kannske dæmið frá Horna- firði sannað verðlagseftirlitinu það, að ekki sé vert að halda Austfirð- ingum alltof vakandi fyrir fram- kvæmdum verðlagsákvæðanna? A.J. Kauptaxtar verkalýðsfélaganna viÖurkenndir í opinberri vinnu Ríkisstjórnin hefir nú samið við Aljrýðusambandið um kaup og kjör verkamanna við opinbera vinnu. Er það í fyrsta sinn sem rík- isstjórnin viðurkennir hvert verka- lýðsfélag sem lögformlegan samn- ingsaðila fyrir hönd verkmanna um kaup og kjör í vegavinnu og ann- arri opinberri vinnu um allt land. Með þessum samningum hækkar kaup verkamanna verulega í þess- ari vinnu og færist til meira sam- ræmis en áður, þar sem kauptaxti hvers verkalýðsfélags gildir á nán- ar tilteknum kaupgjaldssvæðum. Við samningana var landinu skipt í 25 kaupgjaldssvæði. Með þessum samningi við ríkis- stjórnina hafa íslenzku verkalýðs- samtökin unnið þýðingarmikinn sigur. Ábyrgðarmaður: BJARNI ÞÓRÐARSON PBENTSMIÐJAN HÓLAR H.F.

x

Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi
https://timarit.is/publication/592

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.