Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi - 01.11.1943, Síða 1

Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi - 01.11.1943, Síða 1
1. árg. 7. tbl. Málgagn Sósíalista á Austurlandi Bjarní Þórdarson: Sundlaugin í Neskaupstað Um mörg undanfarin ár hafa Norðfirðingar alið þá von í brjósti, að þeim mætti auðníizt að koma sér upp heitri sundlaug í þorpinu. En takmarkið virtist svo fjarlægt og erfiðleikarnir svo miklir, að fáir dirfðust að gera ráð fyrir þvi, að þessi almenna hugsjón gæti ræzt fyrsl um sinn. En það undarlega hefur skeð, að hugsjónin um heita sundlaug hefur íklæðst veruleikanum. Og það kom í ljés, að það sem einkum vantaði, var öflug forysta og framtak til að héfjast handa. — Svo mun og um fíeiri almenn framfaramál, að til þess að koma þeim áleiðis, skorti fyrst og fremst framtakssemi og áræði. Þrjú félög hér í bænum mega teljast brautryðjendur í sundlaug- arbyggingarmálinu. Eru )>að, í- þróttafélagið ',Þróttur“, Kvenna- deild Slysavarnafélagsins* og Kven- félagið „Nanna“. Höfðu þau safn- að nokkru fé til fyrirhugaðrar sundlaugar. — Það fé hefði að vísu hrokkið skammt nú í dýrtíðinni, en þýðing fjársöfnunarinnar var ekki livað sízt í því fólgin, að liún glæddi áhuga manna fyrir fram- kvæmd verksins og hvatti til fram- taks. Ef þessi þrjú félög liefðu ekki hafizt handa, er líklcgt að laugin væri óbyggð ennþá. Fyrir nálægt tveimur árum var nefnd skipuð til að hafa forystu um byggirigu laugarinnar. Bæjarstjórn kaus tvo menn, þá Lúðvík Jósefs- son, sem var formaður nefndarinn- ar, og Odd A. Sigurjónsson. „Nanna“ skipaði Kristrúnu Helga- dóttur, Kvennadeild Slysavarnafé- lagsins Sigríði Jónsdóttur og „Þróttur“ Jóhannes Stefánsson. Nefnd þéssi tók þegar til starfa af hinum mesta skörungsskap og réði sér framkvæmdastjóra, Stefán Þorleifsson, íþróttakennara. Hefur hann, ásamt nefndinni, sýnt hinn mesta dugnað, áræði og ósérplægni í starfi sínu og sigrast á liinum fjárhagslegu örðugleikuin, sem við var að etja. — Pór Stefán til Reykjavíkur, útvegaði teikningu af lauginni, loforð um fjárfrainlag frá íþróttancfnd ríkisins, lagði drög að kaupum á byggingarefni o. s. frv. Elj usemi nefndarinnar og Stefáns er Jiað ekki sizt að þakka, að laug- in er komin upp. í fyrravor, 1942, var byrjað á sjálfu verkinu og 8. ágúst s.l. var laugin vígð. Þó var verkinu ekki að fullu lokið og er ekki enn, því umhverfi laugarinnar hafði ekki verið lagfært. — Yfirumsjón með verkinu hafði Sig. Friðbjörnsson, inúrari. \ Stefán Þorleifsson íþróttakcnnari. Af kunnugum mönnum er Lalið að laugin í Neskaupstað sé með fullkomnustu og beztu útisund- laugum á landinu. Henni var val- inn staður í allstórri kvos í miðj- um bænum, rétt ofan við frysti- húsið. — Lengd laugarinnar er 25 m„ breidd 8 m. og mesta dýpt 2.50 m. Við norðurenda laugarinnar eru búningsklefar, steypiböð, kennara- herbergi, miðstöð og klefi fyrir væntanlegt gufubað. Umhverfi laugarinnar er nú ver- ið að fegra og lagfæra og er allt út- lit á, að hér sé að rísa upp hinn glæsilegasti útisamkomustaður. — Er þcgar lokið við að gera brekk- una vestan laugarinnar þannig, að hún er öll í þrepum og hið bezta áhorfendasvæði. — Er og áformað að fara eins að með austurhlutann. Skammt ausan við laugina er skrúðgarðurinn, sem verður smátt og smátt tilkomumeiri og fegurri eftir því sem árin líða. — Milli hans og laugarlóðarinnar er einn allstór sandhóll. — Eg hef heyrt menn stinga upp á því, að skrúð- garðurinn yrði stækkaður vestur að lóð laugarinnar og hvort tveggja gert að sameiginlegum útisam- komustað bæjarþúa. Ég er þessari uppástungu mjög fylgjandi og vil að bæjarstjórn fyrirbyggi allar byggingar, eða önnur mannvirki íi' nefndu svæði, sem enn er óbyggt, mcð það fyrir augum, að skrúð- garðurinn verði stækkaður cin- hverntíma síðar. — Ef úr þessari ráðagerð yrði, væri Neskaupstaður líklega betur staddur mcð útisam- komustað en líklega nokkurt annað þorp á landinu af svipaðri stærð. Upphitun laugarinnar er þannig fyrir komið, að afgas aflvélar á rafstöðinni, sem er þarna skammt frá, er látið hita vatnið í þar til gerðu tæki, smíðuðu af fyrirtæki Gísla Halldórssonar, verkfræðings í Reykjavík, og er síðan leitt í laugina. — Ekki verður enn um það sagt hvernig þessi aðferð gefst hér að vetrinum, cn það sem af er hefur hún reynzt sæmilega og hefur þó tíðin verið óvanalega köld síð- an laugin tók til starfa. Einstaka menn eru svo skamm- sýnir, að telja óráð að hafa byggt laugina kostnaðarins vegna. — Sannleikurinn er sá, að laugin verð- ur að teljast ótrúlega ódýr. Eins og hún er nú, áð meðtöldum kostn- aði við lögun umhverfisins, cr vcrð liennar um 210 þús. kr„ eða álíka mikið og einn 15—20 tonua mótor- bátur. * Nokkra menn hef ég heyrt halda því fram, að ckki hefði átt að byggja Iaugina á meðan verðbólg- an helzt. — Þetta er hin mesta firra. — Ef dregið hefði verið að byggja laugina þangað til nokkrum árum eftir stríð, yrði sennilega komin kreppa og allir haft nóg með sína peninga að gera, og þó laugin yrði þá e. t. v. 10 sinnum ódýrari gæti svo farið að hver króna, sem í hana færi, væri 10 sinnum vcrð- meiri en nú. — Þessi mótbára gæti átt við rök að styðjast, ef mann- virkið væri að mestu í skuld, en það er þegar að miklu leyti greitt Sundlaugin í Neskaupstað. (Myndina tók fí. Bjömsson, Norðfirði). og verður væntanlega greitt að fullu á næsta ári. Kostnaðurinn við sundlaugar- bygginguna hefur að mestu hvílt á bæjarsjóði og íþróttasjóði ríkis- ins. Alhniklu liafa áðurnefnd félög safnað og ýms fyrirtæki hafa lagt fram nokkurt fé. — Þá liafa og Mjóafjarðar- og Norðfjarhreppur lagt fram sinn skerf, enda til þess ætlast, að laugin geti einnig orðið þeim að notum. Það er ekki ósennilegt, að síðar muni það sýna sig, að sú almenna sundkunnátta, sem væntanlega kemur með starfrækslu laugarinn- ar, verði einhverntíma til þess að bjarga lifi einhverra sjomanna okk- ar og er þá þess að vænta, að þær fáu hjáróma raddir, sem andmælt hafa sundlaugarbyggingunni, hljóðni, jafnvel þó kostað hafi heilt mótorbátsverð að frelsa líf þeirra. Til viðbótar því, sem áður er sagt, ntá geta þess, að aðgangur er að lauginni aðeins að norðanverðu og liggja háar, steinsteyptar tröpp- ur af svokölluðu Miðstræti niður að lauginni. Með þessu er fyrir- byggt að óhreinindi berist í laug- ina með baðgestum. Rekstur laugarinnar annast fimnt ntanna ncfnd f. h. bæjar- stjórnar, en bæjarsjóður er eigandi laugai-innar og rekur hana. — Nefndin er skipuð af sömu aðilunt og á sama hátt og byggingarnefnd laugarinnar var skipuð. Ilafa söntu ntenn, scm þá nefnd skipuðu, verið valdir í stjórn laugarinnar og er það vel farið, því hún Iiefur sýnt þann dugnað í starfi sínu, að vel er dienni treystandi til að starf- rækja laugina svo vel fari. Sundkennari er Stefán Þorleifs- son. Hann er ungur ntaður og ötull og hinn reglusamasta í hvívetna og fullvíst, að liann rækir starf sitt af elju og trúmennsku. Framh. á 3. síðu. LÚÐVÍK JÓSEPSSON: Kauptún á Fijótsdalshéraði Undanfarin ár höfum við sósíal- istar bent á nauðsyn þess, að haf- ist yrði lianda um nýsköpun í land- búnaðarntálum þjóðarinnar. Við höfum vakið athygli á því, að auk- in véltækni og verkaskipting við landbúnaðarstörf, sé frumskilyrði þess, að liægt sé til frantbúðar að bæta lífskjör og auka þægindi þcirra, sent í sveitunum búa. Til þess að liægt sé að koma við véltækni nútímans, svo nokkru nenri, í landbúnaðarframleiðslu okkar og til þess að hægt sé að konta fram hliðstæðri verkaskipt- ingu til sveita og nú er í kaupstöð- um landsins, er óhjákvæmilegt að upp rísi þorp eða kauptún til sveita. Þeirri stefnu að þétta bæri byggðina til svcita, færa bæina santan í liverfi eða þorp, vcx stöð- ugt fylgi. Því miður ber cnn all- rnikið á þeim ntönnum, sem sýna fullkomið skilningsleysi til þessara tillagna og það sent verst er, að þeirra gætir hvað mest ntcðal helztu ráðantanna um landbúnað- framkvæmdir. Þrátt fyrir andóf slíkra manna gegn tilögum okkar sósíalista um samfærslu byggðar- innar og aukinnar verkaskiptingar til sveita, þá hugsa bændur. víða á iandinu og f. d. á Austurlandi eins og nú skal nánar að vikið, til framkvæmda í þessa átt. UNDIRBÚNINGUR HAF- INN AÐ MYNDUN ÞQRPS Á FLJÓTSDALSHÉRAÐl. Á Austurlandi hefur mörgunt komið til lnigar. að sveitaþorp \ ætti eftir að rísa upp á miðju Héraði i nánd við krossgötur þær, sent myndast við Lagarfljótsbrú. Fljótsdalshérað cr eitt fegursta hér- að landsins og býr yfir feikna ntöguleikunt til landbúnaðarfram- leiðslu. Þar er bygging nú tlreifð, nokkr- ir km. á milli bæja, cins og allstað- ar annars staðar til sveita hér á landi. Vörudreifingarmiðstöð fyrir Héraðið er niður á Reyðarfirði í 40—100 km. fjarlægð frá bænda- býlunum. Alla þessa löngu leið er vörunum dreift út til livers ein- staks býlis. Dreifingarkostnaður verður á þennan hátt óhæfilega hár, auk þess sent þcssu skipulagi fylgir á liverju ári sá vandi. að Fagridalur, eina leiðin frá Rcyðar- firði til Héraðs, lokast unt lengri eða skentmri tínia. Bændur á Héraði hafa eins og eðlilegt er, hug- leitt það í tilefni af þessum vanda- málum, að flytja verzlunarmið- stöðina frá Reyðarfirði upp á Hér- að. Og nú þegar þeir sjá, betur en nokkru sinni fyrr, að hin eðlilega þróun í landbúnaðarniálunt okkar. er sú, cins og hjá öðrum þjóðum. að byggðin til sveita þéttist, færist saman og myndi þorp eða byggða- hverfi, þá liafa þeir brotið á bak aftir alla ntótspyrnu gegn því, að verzlunin verði flutt upp yfir og liafa því ákveðið, að kaupfélagið í Reyðarfirði byggi verzlunarhús þar á Iléraði, sent væntanlegu kaup- túni síðar væri ætlað að risa upp. Flutningur verzlunarinnar er grundvallaratriði fyrir sköpun hins Framh. á næstu síðu.

x

Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi
https://timarit.is/publication/592

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.