Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi - 01.12.1943, Blaðsíða 1

Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi - 01.12.1943, Blaðsíða 1
AUSTURLAND MÁLGAGN SÓSÍALISTA Á AUSTURLANDI /. árgangur Desember 1943 8. tölublað Ásmundur Guðnason, Djúpavogi «iS&íá KOSNINGABEITUR í fleiri ár hafa fulltrúar Sunn- Mýlinga á Alþingi verið Fram- sóknarmenn, þar til við haust- kosningar 1942 að Lúðvík Jóseps- son (sósíalisti) hlaut uppbótár- þingsæti. Eysteinn Jónsson, sem setið hefur á þingi síðan 1934, og var um tíma ráðherra, gæti maður í- myndað sér að hefði — af vissum ástæðum — verið álitinn fyrst og fremst fulltrúi Djúpavogs og ná- grennis. Jafnframt þessu hafa sveitar- stjórnir hreppanna á umræddu svæði verið að langmestu leyti í höndum Framsóknarmanna.Með markvísum og samstilltum sókn- araðgerðum í þágu verklegra og menningarlegra framkvæmda hefði árangur af starfi þessara manna átt að geta verið góður. Fyrir kosningar 1934 fóru „agentar" Framsóknar hér að impra á því við sjómenn í þorp- inu, að bátakostur þorpsins væri ónógur, bæði að vöxtum og gæð- um — sem satt var. Hvort ekki mundi rétt að stofna samvinnu- útgerðarfélag og gera tilraun til að fá keypta 3 til 4 vélbáta, 20 til 30 tonn að stærð. Eysteinn Jónsson var talinn málinu hlyntur, nægar leiðir opn ar til íjáröflunar, engir sjáanlegir örðugieikar, sem ekki væru yfir- stíganlegir. Félagið var stofnað. Stórar ákvarðanir teknar, og mál- *ið sem bezt undirbúið til að hrindast af stað, þegar Eysteinn .„okkar" væri kominn á þing. „Stemningin" var góð, ýmsir sáu sína gomlu drauma rætast--------- „og skrautbúin skip fyrir landi". 1937 dró Eysteinn upp mj'ög glæsilega mynd af bættu sam- göngukerfi hér um slóðir: bíl- ferju yfir Berufjörð, brúm á árn- ar í Álftafirði, og stórbættum veg- um. — Fyrir síðustu kosningar leiddu þeir Jón Sigurðsson kaupfélags- stjóri og Eysteinn Jónsson, hugi sína og „háttvirtra kjósenda" að veglegri hafnargerð, sem gera þyrfti á Djúpavogi. Stemningin var ekki eins góð og 1934. Mér er nær að halda, að enginn, sem á fundinum var, Iiafi tekið þá fé- lagana alvarlega. Og enn síður hafi hugmyndaflug kjósendanna komizt það hátt, að sjá „Esju" og önnur skip, sem hingað koma leggjast við „hafnargarðinn" og hina virðulegu foringja Fram- sóknar stíga á land, líta á „fram- kvæmdirnar" og meðtaka þakk- læti íbúanna. — * Og hvað svo? 1934 voru kosningar ekki fyrr afstaðnar og Eysteinn kominn á þing, en fundur var haldinn í hinu nýstoínaða samvinnuút- gerðarfélagi, en þá kvað við ann- an tón í leiðtoganum. Jafn færar og allar leiðir voru fyrir kosning- ar, svo voru þær ófærar eftir kosningar. Því var einnig lýst yfir að stuðnings frá þingm. kjördæm isins myndi alls ekki vera að vænta — — — og þar með var draumurinn búinn"------ Nú er bílvegurinn kominn suður á JBerufjarðarströnd — að austan og ofan af „Héraði" — svo tímabært er, að bílferjan komi til framkvæmda. Útlit er á, að íjárframlag til vegarins frá Djúpavogi suður til sýsíumarka, hafi verið svo naumt — a. m. k. allt til síðasta árs — að það hafi allt farið í viðhald á veg- leysum, sem frekar gætu talizt vatnsfarvegir en bílvegir. Árang- urinn er sá, að enn getur varla talizt bílfært þessa 36 km. leið suður að Hofsá; og enn er Hofsá óbrúuð, og útilokar bílflutninga í Suður-Álftaíjörð. Sunnan Hoísár vantar brýr og bætta vegi. Þess hefur ekki heyrzt getið að ,, haf nargerðarhugmyndin'' haf i komið fyrir síðasta þing; — gott að eiga „beitu" í frosti til næstu mannaveiða, ekki víst að ímynd- unaraflið hafi skapað aðra betri. En Djúpvogingar láta sér ekki lengur nægja að horfa á „Stereo- skop" Framsóknarforingjanna. Þeir vilja verklegar fram- kvæmdir. Væri nú ekki athugandi fyrir foringja Framsóknar, bæði hér og annarsstaðar, utan þings og innan, að framkvæma nú eitt- FRAMHALD á 4. síðu Árni Ágústsson Bjarni Þórðarson: Samstarí alþýðunn- ar í sveit og við sjó Miklu starfi, pappír og prent- svertu hefur verið varið til að spilla sambúð bændaalþýðunnar og alþýðunnar í sjávarþorpun- um. — Heill stjórnmálaflokkur lítur á það sem sinn höfuðtilgang að skapa þessa sundrungu og við- halda henni, enda byggir hann tilveru sína eingöngu á því, að slík sundrungarstarfsemi geti bor ið ávöxt. - Menn munu skilja, að hér er átt við Framsóknar- flokkinn. Tækist samstarf bænda og verkafólks, er tilveru Fram- sóknarflokksins lokið. Sósíalistaflokkurinn einbeitir sér nú að pví marki, að skapa ein- ingu þessara tveggja arma ís- lenzkrar alþýðu og allt útlit er á, að þessu marki verði náð. — Og þótt þjóðstjórnarflokkarnir ham- ist gegn þessari viðleitni, hefur það engin áhrif á starf sósíalista önnur en þau, að gera þá ákveðn- ari í að ná settu marki. — Það er ekki aðeins Framsóknarflokkur- inn, sem í þessu sér endi tilveru sinnar, Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn — allt ís- lenzka auðvaldið — snýst til varn- ar gegn þessari nýju sókn, því hér er barist um meira en tilveru eins stjórnmálaflokks. — Það er barizt um tilveru auðvaldspjóðskipu- lagsins á Islandi. Og í þeirri bar- áttu skipa sér í eina sveit forystu- menn þjóðstjórnarflokkanna, því hagsmunum þeirra er stefnt í beinan voða. Eins og Framsóknarf lokkurinn reynir að æsa bændur gegn verka- mönnum og fiskimönnum, eins reyna leyfarnar af Alþýðuflokkn- um að æsa verkalýðinn gegn bændunum. Og markmið beggja er hið sama: að koma í veg fyrir að gagnkvæmur skilningur, sam- úð og samstarf geti tekizt með þessum aðilum. — Og Sjálfstæðis- flokkurinn lætur ekki sitt eftir liggja, en á hins vegar allerfitt um vik, því hann reynir að telja þjóðinni trú um, að hann sé flokkur allra stétta, en eins og menn vita, er erfitt tveim herr- um að þjóna. - Sjálfstæðisflokk- urinn getur það ekki, fremur en aðrir. — Hann þjónar aðeins hags munum Kveldúlfs, heildsalanna og annarra slíkra, en reynir að fara dult með. Samningarnir í hinni títt- nefndu sexmannanefnd hafa valdið miklum deilum. — Með því samkomulagi, sem þar náðist, vannst fyrsti stórsigurinn, sem unnizt hefur í sameiningarbar- áttu sveita- og sjávaralþýðunnar, en jafnfram fékk sundrungar- pólitík Framsóknarmanna þar sitt fyrsta stóra högg. En fleiri slík munu á eftir koma, unz sigr- ast hefur verið á sundrungaröfl- unum og íslenzk alþýða sækir í einni fylkingu til bjartarí fram- tíðar. Það má að vísu deila um ein- stök atriði í útreikningum nefnd- arinnar og ýmislegt hefði senni- lega mátt betur fara. En þess ber að gæta, að starfstími nefndarinn- FRAMHALD á bls. 4 Er ástæða til að örvænta um framtíð Seyðisf jarðar? Áður fyrr var Seyðisfjörður öndvegisbær á Austurlandi. Þá var atvinnulífið í svo miklum blóma þar, að fólk úr fjarlægustu landshlutum sótti þangað til þess að afla sér og sínum björg í bú. Innlend og erlend skip, hlaðin fiski lögðu afla sinn á land á Seyðisfirði og skapaði það mikla atvinnu í bænum. Viðskiptalífið var fjörugt og verzlun mikil, enda voru þá iðuglega skip í för- um milli Seyðisfjarðar og út- landa. I þá daga voru betri sam- göngur milli Seyðisfjarðar og annarra landa, en þær eru hú milli Austfjarða og Reykjavíkur. Eins og alstaðar, þar sem athafna- lífið er heilbrigt og atvinnuveg- irnir í blóma, þróaðist á þessum tíma sú menning á Seyðisfirði, sem bærinn ber svip af enn í dag. Um alllangt skeið voru gefin út á Seyðisfirði tvö blöð, er nutu for- ustu þjóðþekktra gáfumanna. Var annað þeirra „Bjarki," er Þorsteinn Erlingsson, skáld stýrði. Án efa hafa þessi blöð haft mikil og góð áhrif á bæjar- lífið. Þau hafa að sjálfsögðu tengt Seyðifirðinga nokkuð saman um áhugamál bæjarins og vakið þá til umhugsunar um ýmis efni. Og svo vel var þá Seyðisfjörður í sveit settur um samgöngur við önnur lönd, að jafnvel Reykja- víkurblöðin birtu nýustu erlend- ar fréttir upp úr Seyðisfjarðar- blöðunum. Hér er ekki svigrúm til þess að skýra nánar frá blómatíma Seyð- isfjarðarbæjar, enda er hitt frem- ur tilgangur þessarar greinar, að vekja athygli manna á þeim örð- ugleikum, sem steðja nú að Seyð- firðingum, vegna þess hve at- vinnuvegum þeirra hefir hrörn- að síðustu árin. Það, sem mér virðist bera of- mikið á hjá mörgum SeyðfirðÍng- um er vantrú þeirra á viðreisnar- möguleika bæjarins. Þessi vantrú á að mínum dómi ekki lítitan þátt í því vonleysi og þeim upp- gjafarhug, sem leitt hefur til í- skyggilega mikils fólksflótta úr bænum síðustu árin. Eða hafa hinir vantrúuðu í þessum efnum rétt fyrir sér? Eru framtíðar- möguleikar Seyðisfjarðar minni en annarra hliðstæðia byggðar- laga á íslandi? Er í íaun og veru ástæða til þess að örvænta um framtíð þessa bæjar? Eg hygg að óhætt sé að svara þessum spurn- ingum neitandi. Seyðisfjörður er byggður upp af fiskveiðum, verzlun og sigling- um. Náttúran hefir lagt Seyðis- firði til marga þá kosti, sem aðrir staðir lrafa ekki. Þar er einhver bezta sjálfgerða höfnin, sem til er á landinu. Þar er vatnsorka næg til rafvirkjunar fyrir bæinn og aðstaða til fiskveiða engii lakari en t. d. á Norðfirði, þar sem nú er blómleg útgerð í örum vexti. En þrátt fyrir það, þótt ekki verði séð, að Seyðisfjörður hafi lakari afkomuskilyrði frá nátt- úrunnar hendi en nágxannakaup- túnin svo sem Norðfjörður, hefir hann cji'egis mjög aftur úr þeim að ýmsu leyti síðustu árin. Hið óvenjulega ástand, sem hér skap- aðist með hernáminu hefir í svip dregið úr afleiðingum þess, að bæinn skortir atvinnuvegi. Setu- liðsvinna hefir verið talsverð á Seyðisfirði og fyrir það hefir af- koma Seyðfirðinga verið bærileg um stund. En þegar sú vinna hverfur úr sögunni horfir ver en nokkru sinni fyrr fyrir Seyðfirð- ingum, ef ekkert verður gert til þess að mæta lífsþörfum þeirra í framtíðinni. Eg hef hér að framan bent á það, að Seyðisfjörður er ekki frá náttúrunnar hendi verstaddur en margir aðrir staðir á landinu og hafi jafnvel margt fram yfir þá. Vegna þess virðist mér það grundvallarskilyrði fyrir því, að takast megi að endurbyggja at- vinnuvegi bæjarins og skapa íbú- um hans sæmileg afkomuskilyrði og lífsöryggi, að bæjarbúar sjálfir efli með sér trú á framiíð byggð- arlagsins og taki höndum saman í aðkallandi viðreisnarbaráttu. Það má að sjálfsögðu gera ráð fyrir því, að bæjarbúar verði að gera stórt og fórnfrekt átak til þess að rétta við hina hrörnandi atvinnuvegi og skipuleggja þá að nýju eftir því sem hagkvæmast kann að þykja. En slíkt átak gera Seyðfirðingar því aðeins að þeir trúi því, að það beri tilætlaðan árangur. Fyrir því er trúin á það, að Seyðisfjörður geti átt fyrir sér góða framtíð svo mikils virði í þessum efnum. Slík trú myndi án efa stöðva upplausnina, hrekja vonleysið og uppgjafarstefnuna á dyr, en skapa í þess stað með bæj- arbúum vilja.og kjark til raun- hæfra athafna. Svo virðist sem Seyðfirðingar eigi um tvær aðal- leiðir að velja eins og nú horfir. Sú fyrri er að ganga baráttulaust af hólmi, flvja örðugleikana, sem blasa við og leita sér bólfesti ann- arsstaðar, án þess þó að geta gert sér grein fyrir því, sem þar kann að mæta þeim. Þetta er ujipgjaf- arleiðin. Og \el gæti svo farið, að beir scr.i haná kvsu, lentu í engu FRAMHALD a bls. 4

x

Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi
https://timarit.is/publication/592

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.